Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1999, Blaðsíða 33

Bjarmi - 01.12.1999, Blaðsíða 33
mun rísa gegn þjóð og hungur verður áberandi og mikil þrenging, Matt. 24,6-7 og 21-22. Þetta hefur verið að gerast eins lengi og söguþekking okkar nær. Þó nefnir Jesús þetta sem tákn um að fæðingarhríðimar séu byijaðar. Tökum eftir því að Jesús segir að þetta sé bara byrjun þrautanna, endirinn kemur seinna, Matt. 24,6 og 8. Kristn- ir menn verða þvi að gera ráð íyrir að þrautimar endurtaki sig aftur og aftur þangað til endirinn kemur. Það hefur ekki farið framhjá neinu okkar að spumir af hemaði hafa auk- ist á okkar tímum og ófriðurinn verð- ur ómannúðlegri en áður og vopnin sem notuð eru öflugri. Sama er að segja um spurnir af hungri. Aldrei hafa eins margir búið við hungur og á okkar tímum og ástandið virðist versna þrátt fyrir öflugt hjálparstarf. Stundum getur tekið langan tíma þangað til fæðing loks á sér stað. Þannig er það líka með þrautirnar sem eru fyrirboði endurkomu Jesú. En þegar þrautinar koma þá em þær okkur áminning um að vera viðbúin komu Jesú og endalokum veraldar. Einnig gera þær okkur ljósan vanmált okkar og eru okkur hvatning til að snúa okkur til Guðs og vera tilbúin að mæta honum. B. Atburðir sem gerast í náttúrunni. Landskjálftar verða á ýmsum stöðum og starfsemi sólar, tungls og stjarna mun raskast, Matt. 24,7 og 29. Eng- inn hefur heldur verið ósnortinn af hinum tíðu fregnum af jarðskjálftum sem kostað hafa þúsundir manna lífið og tugþúsundir þjást. Táknin í náttúrunni hafa sama til- gang og táknin í lifi manna. Það virð- ist vera að þau byrji með landskjálft- um á ýmsum stöðum, Matt. 24,7-8; 2. Pét. 3,10, en síðan ágerist þetta og nær út fyrir svið jarðar. Sólin hættir að skína og tunglið missir birtu sína, stjömumar hrapa og kraftamir í him- inhvolíinu taka að bifast, Matt. 24,29. Þegar þetta gerist þá birtist tákn mannssonarins á himninum, Matt. 24,30. Þá er of seint að iðrast og snúa sér til hans. Tíminn er liðinn, endirinn er kominn og, eins og stend- ur í líkingu Jesú um brúðarmeyjam- ar, dyrunum er lokað. Við megum þó ekki örvænta. Guð hef- ur ekki misst stjórn á heiminum. Hann elskar börn sín og vill að allir frelsist, 1. Tím. 2,3-4 og 2. Pét. 3,9. Það kemur greinilega fram í orði Guðs að kristnir menn verða að búa við tákn síðustu tíma einhverja stund og Jesús leggur áherslu á þetta þegar hann segir í dæmisögunni um meyj- amar tíu að brúðgumanum dvaldist. Hann kom ekki strax og þær áttu von á honum. C. Atburðir sem gerast í kirkjunni. Falsspámenn og falskristar koma fram, Matt. 24,11 og 24. Þeir munu leiða marga í villu, lögleysi mun magnast og kærleikur flestra kólna og margir trúaðir falla frá trúnni. Upphaf fæðingarhríðanna er það sem á að gerast í lífi manna, Matt. 24,8. En þær ná hámarki sínu þegar villu- kennendumir koma og bjóða fólkinu til sín. Þeir hafa yfirskin guðhræðsl- unnar. Margir þessir villukennendur eru lúmskir og færa góð rök fyrir kenningum sínum og gjöra stór tákn og undur. Tilgangur þeirra er að leiða kristna menn afvega, Matt. 24,23-28. Emir og aðrir hræfuglar safnast þar sem hræið er, Matt. 24,28. Kirkja Krists er í sámm á mörgum stöðum. Þar er landið okkar engin undantekn- ing. Kenningin er í molum, þekkingin á Guðs orði er lítil og guðhræðslan i lágmarki (sjá Orðskv. 9,10). Þetta em ákjósanlegar aðstæður fyrir falsspá- mennina enda flykkjast þeir til okkar. Það er oft erfitt að þekkja villukenn- enduma. Við getum þó kannað hvort

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.