Bjarmi - 01.12.1999, Blaðsíða 25
Hópur íslendinga á Gídeonmótinu í Nashville sl. sumar.
sáum fram á að það myndi fara vel um
okkur þessa viku sem ætlunin var að
búa þar.
Þegar við höfðum komið okkur íyrir
var haldið niður til að skrá okkur á
mótið og ná í gögn og láta taka myndir
af okkur. Þær voru síðan settar upp á
vegg og þeir Ameríkanar sem ætluðu að
bjóða okkur í mat skráðu nöfn sín und-
ir. En öllum erlendum gestum var boðið
í morgunverð og kvöldmat á meðan á
mótinu stóð.
Sem betur fer fengum við leiðarvísi til
að rata þangað sem við áttum að mæta.
Ef við ætluðum að finna einhvem ákveð-
in stað þurftum við að gefa okkur góðan
tíma að komst þangað, en samt tókst
okkur yfirleitt að villast en eftir vikuna
vomm við orðin nokkuð seig að rata.
Það var mikið um að vera þar sem
skráningin fór fram en þennan dag
vom eingöngu erlendu gestirnir skráð-
ir, því heimamenn komu ekki fyrr en
daginn eftir. Alls voru erlendu geslirnir
1.700 frá 131 landi. Mótsgestir voru
alls 8.918 og var þetta fjölmennasta
Gídeonmót sem haldið hefur verið.
Unglingarnir náðu einnig í sin gögn, því
allan tímann var sérstök dagskrá fyrir
þá. Allt barna- og unglingastarfið var til
fyrirmyndar og eftirbreytni (sjá frásögn
Erlu og Rannveigar).
Fyrsta mótsdaginn er venja að fara i
svokallaða „outing“ en þá fara erlendu
gestirnir í einhverja skoðunarferð. Að
þessu sinni var farið í aðalstöðvar Gíd-
eonmanna en þær eru staðsettar í
Nashville. Hver rútan á fætur annari
hélt til aðalstöðvanna og er þangað var
komið eftir 20 mínútna akstur var fólki
hleypt inn í 15 manna hópum. Alls tók
það tvo daga að sýna erlendu gestun-
um aðalstöðvarnar og var ekki laust
við að maður fyndi til vorkunnar gagn-
vart starfsmönnunum sem þurftu að
endurtaka sömu frásögnina aftur og
aftur í tvo daga. Það var áhrifamikið að
koma í aðalstöðvarnar en það sem
snart okkur mest var þegar inn í
bænasalinn var komið. Þar var stólun-
um raðað í hring, einn stóll fyrir hvern
starfsmann, þeir eru nærri sextíu, þar
sem komið er saman á hverjum morgni
til Biblíulestrar og bænastundar og
beðið fyrir sérhverju Gídeonlandi og
sérhverjum stjórnarmeðlimi allt árið
um kring. Hvert sem litið var í húsinu
var snyrtimennskan og reglusemin
allsráðandi. Við héldum að allt hefði
verið tekið í gegn vegna þessara tíma-
móta en seinna var okkur tjáð að svo
væri alls ekki, heldur væri allaf svona
snyrtilegt og eru orðin í 1. Pétursbréfi
2:5 höfð að leiðarljósi: „Og látið sjálfir
uppbyggjast sem lifandi steinar í and-
legt hús, til heilags prestafélags, til að
bera fram andlegar fórnir, Guði vel-
þóknanlegar fyrir Jesú Krist.“ Þegar
komið var að skrifstofu framkvæmda-
stjórans var okkur sýnt listaverk sem
Gídeonfélaginu hafði áskotnast. Þetta
var róðukross. Sagan á bak við þetta
listaverk var hrífandi. Gídeonfélagar
höfðu farið í rússneskt fangelsi og
dreift þar Nýja testamentum. Einn
fanganna hafði tekið við Jesú sem sín-
um persónulegum frelsara og var hann
svo þakklátur Gídeonfélögum fyrir
þessa dásamlegu gjöf að hann vildi
sýna þakklæti sitt í verki. En hvað
hafði hann að gefa? Hann átti ekkert!
Jú, hann átti matinn sem hann fékk,
vatn og brauð. Hann tók því brauðið og
vatnið, gerði deig og mótaði Krist á
krossinum. Hann litaði þetta síðan
með teinu sínu, þannig fékk hann
brúnan lit á krossinn. Hann þurfti að
taka inn lyf og það muldi hann til að fá
rauðan lit og hann bræddi upp
skóreimar sínar svo hann fengi svartan
lit. Úr þessu varð hreinasta listaverk
sem hann gaf Gídeonfélaginu. Er það
var komið í aðalstöðvarnar létu Gíd-
eonmenn sprauta rotvarnarefni yfir
krossinn og innramma hann og verður
hann ávallt hafður í glugganum fyrir
framan herbergi framkvæmdastjórans,
til áminningar um að starf Gideonfé-
laganna sé ekki til einskis.
Kvöldið 20. júlí hófust síðan samveru-
stundirnar. Yfirskrift 100 ára afmælis-
mótsins var tekin úr 23. versi í 17. kaila