Bjarmi - 01.12.1999, Blaðsíða 16
Það er auðheyrt að Houston hefur
sama viðhorf gagnvart samvinnu hóps-
ins eins og Zschech.
„Við leiðum ekki einu sinni hugann
að því að einhver eigi hrós skilið fyrir
það sem er að gerast," segir hann en
bætir þó við: „Það er bara mjög spenn-
andi að sjá hvemig Guð eflir lofgjörðina
og tilbeiðsluna hjá Hillsongs."
„Darlene hefur lagt mjög mikið af
mörkum eins og margir aðrir í okkar
hópi,“ segir hann.
Hann lýsir því hversu mikil hvatning
auðmýkt hennar og ábyrgð gagnvart
söfnuðinum er öðrum. „Darlene er ein-
stök manneskja," segir hann, „en hún
væri örugglega íyrst til að viðurkenna að
hún er bara „andlitið" fyrir mjög stóran
hóp af mjög hæfileikaríku fólki.“
Hún hefur samið söngva sem hlutu
að verða klassískir lofgjörðarsöngvar;
söngvar á borð við „Hrópa til Drottins"
(Shout to the Lord), „Ekkert er þér um
megn“ (All things are possible), „Jesús,
þú ert allt sem ég þarfnast“ (Jesus,
You're all I need), „Ég lifi fyrir það að
þekkja þig“ (I live to know you) og „Kon-
unginum sé dýrð“ (Gloiy to the King).
Houston segir að einn söngur hafi sér-
staklega snert við honum: „Jesús,
hversu yndislegt nafn“ (Jesus, what a
beautiful name).
„Það var 16 ára stúlka, Tanya Riches,
sem samdi þennan söng. Þessi söngur
snerti sérstaklega við mér þegar ég átti
erfitt,“ segir Houston. „Heilagur andi
sannfærði mig um að hann mun fram-
kvæma vilja sinn og getur reist hvern
þann sem hann velur til verksins.“
Hvað varðar sönginn „Hrópa til Drott-
ins", þá er Houston mjög hrifinn af hon-
um og finnst hann vera einstakur.
„Um leið og við lærðum þennan söng,
vissi ég i hjarta mínu að hann ætti fólk
eftir að syngja út um allan heim,“ segir
hann.
Það á að vera skemmti-
legt í kirkju
Þegar maður talar við fólk í Hillsongs
hópnum kemst maður iljótt að því að
það skiptir þau miklu máli að þeim
finnist þjónusta þeirra raunverulega
skemmtileg. Þetta fólk skemmtir sér al-
veg konunglega, hvort sem þau eru að
taka upp plötu, leiða fólk í lofgjörð eða
að stjóma ráðstefnu.
Russell Fragar, 44 ára, sem einnig leið-
ir lofgjörðina og semur mikið af söngvum,
kallar kirkjuna „spennandi" stað.
„Sú staðreynd gerir ferðina miklu
skemmtilegri," segir hann.
Hann minnist þess þegar hann heim-
sótti HCLC kirkjuna fyrir rúmum 10
árum ásamt Chris konu sinni. Á þeim
tíma var honum ekki efst í huga að
starfa sem tónlistarmaður innan kirkj-
unnar. Fragar fór þangað til að skoða
hvað væri að gerast í HCLC kirkjunni.
„Fyrir ellefu ámm var ég alveg hættur
við að lifa af tónlistinni," rifjar hann
upp. „Ég held að hin almenna skoðun
hafi verið þessi: Fáðu þér almennilega
vinnu! Ég var alls ekki með í huga að
semja tónlist."
En kirkjan tók vel á móti fólki. „Okk-
ur fannst við vera komin heirn," sagði
hann.
Fragar líkaði vel það sem hann sá á
sviðinu, en honum fannst samt eins og
Guð væri að kalla hann til að taka þátt í
þessu starfi. „Það sem kom mér mest á
óvart vom allir þessir söngvarar," segir
hann. „Ég man að ég hugsaði sem svo:
Þau virðast hafa endalaust úrval af
söngfólki. Þau þurfa ekki á neinni hjálp
að halda.“
Það endaði samt með því að hann
varð þátttakandi í þessu starfi. Nú er
hann með í Hillsongs hópnum. Hvað
snertir skemmtilegu hlið tónlistarinnar
- þá er hún einfaldlega stór hluti af því
sem kirkjan stendur fyrir. „Við erum
einungis að gera það sem Guð skapaði
okkur til að gera og höfum jafnframt
mjög gaman að þvi,“ segir Fragar. „Við
syngjum bara um það sem hann gerði."
Það er sama hvort verið er að syngja
um hvað Guð gerði eða hver Guð er -
Zschech er sammála lýsingu Fragars á
hver „heimspeki” hópsins er; þ.e. að
„skemmta sér vel“ á meðan þau „gera
það sem þau voru sköpuð til að gera“.
Hún virðist í það minnsta vera sköpuð
fyrir það sem hún er að gera núna.
Zschech sá um einsöng, að leiða lof-
gjörð og sá um útgáfu á eftirfarandi
metsöluplötum Hillsongs í Ástralíu:
Stone's Been Rolled Away; People Just
Like Us; God Is in the House; All
Things Are Possible; Friends in High
Places og Touching Heaven, Changing
Earth. Hún hefur einnig gefið út tvær
sólóplötur. Þar að auki hefur hún komið
fram í sjónvarpsauglýsingum í Ástralíu
fyrir McDonald's, Kentucky Fried Chic-
ken og Diet Coke. Einnig stofnaði hún
kóra fyrir tónleikaferðalög Michael
Bolton og Barry Manilow.
Hún kom fyrst fram opinberlega þegar
hún var 10 ára. Hún söng þá og dans-
aði í sjónvarpsþætti fyrir börn. Þegar
hún var unglingur fór hún fyrir ýmsum
kristilegum hljómsveitum í Brisbane,
sem er höfðuborg Queenslands á norð-
austurströnd Ástralíu. Zschech hefur
skrifað bók sem heitir „Lofgjörð" (Wor-
ship). Hún lýsir vel þrá hennar eftir því
að leiða fólk inn í nærveru Guðs og
hjálpa fólki til að uppgötva hvað það á í
honum.
Hún sinnir sínu hlutverki í Hillsongs
hópnum m.a. með því að semja söngva
um það hver Guð er, hvað hann hefur
gert og hvað hann getur gert. Ýmsar
kringumstæður í lífi hennar veita henni
/t