Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1999, Blaðsíða 3

Bjarmi - 01.12.1999, Blaðsíða 3
Bjeirmi 93. árg. 5. tbl. DESEMBER 1999 Útgefendur: Kristilega skólahreyfingin, Landssamband KFUM og KFUK og Samband ■slenskra kristniboðsfélaga. Ritstjóri: Gunnar J. Gunnarsson. Ritnefnd: Henning Emil Magnússon, Kjartan Jónsson og Ragnar Schram. Afgreiðsla: Aðalskrifstofan, Holtavegi 28, Pósthólf 4060,124 Reykjavík, sími 588 8899, bréfsími 588 8840. Árgjald: Kr. 2.800,- innanlands, kr. 3.300,- til útlanda. Gjalddagi 1. mars. Verð í lausasölu kr. 590,-.Umbrot og útlit: Argus. Ljósmyndir: Kristján Einar Einarsson o.fl. frentun: ísafoldarprentsmiðja. 41 fangelsi var ég... Haraldur Jóhannsson talar við þrjá menn um fangavist og kristilegt starf í fangelsum. 8Áföll lífsins geta valdiö djúpum sárum. En hjá Guði veitist lækn- ing og huggun. Frá því segir I tveimur viðtölum Ragnars Schram. 4 O Ljós og salt á nýrri I O öld. Kjartan Jóns- son segir frá fræðslu og uppörvun sem hann hlaut á þingi meðal kristniboðs- frömuða í Brasilíu í haust. MGídeonhreyfingin er 100 ára. Kári Geirlaugsson og fjöl- skylda hans sóttu áhrifa- mikla afmæiishátíð í Bandaríkjunum AA Aldraö fólk þarfnast áúO mjög umhyggju og hvers kyns aóstoðar, ekki síst af hálfu kristinna safnaða og einstaklinga, segir Lilja Siguröardóttir í grein í tilefni af ári aldraðra AA Sumir búast við Oámi heimsendi áriö 2000. Skúli Svavarsson dregur fram boóskap Biblíunnar um síðustu daga og endurkomu Jesú. Staldrað við Hverájin? Kapphlaupið um jólin er löngu haíið. Nóvember var ekki runninn upp þeg- ar fyrstu jólaauglýsingamar tóku að glymja í íjölmiðlum. Mörgum varð hverft við og þótti þetta allt of snemmt. Það er greinilegt að kaupmenn ætla ekki að láta eftir sinn hlut í jólunum og líklega hafa engir verið jafnduglegir og þeir á undan förnurn árum að eigna sér æ stærri þátt í jólahaldi landsmanna. Og þjóðin dansar með. Kirkjan reynir auðvitað að vekja athygli á sínum boðskap með ýmiss konar guðsþjónustum og samkomum á aðventu og jólum sem margar eru vel sóttar og Hjálparstarf kirkjunnar minnir á neyð náungans og skyldumar við hann með jólasöfnun sinni. Á sama tíma er líka vakin athygli á því að jólin séu upphaflega heiðin hátíð sem kirkjan hafi tekið yfir á sínum tíma og fært í kristinn búning bæði hér á landi og einnig í rómverska heimsveldinu á sínum tíma þegar kristnin var að breiðast út. Allir vilja eiga jólin en um leið getum við spurt hvort nokkur geti náð eignar- haldi á þeim. Jólin eru auðvitað ekkert annað en það sem við gemm þau að. Þess vegna geta þau hvort sem er orðið dans í kringum gullkálf og þjónusta við mammon, sólstöðuhátið í skammdeginu eða fæðingarhátíð frelsarans. Kristin jól snúast um þau tíðindi að Guð gerðist maður, gekk inn i mannleg kjör og frelsari mannanna fæddist í heiminn. Það kann að vera að sú hugsun þyki fráleit og sögur Nýja testamentisins taldar skröksögur eða ævintýri en þetta er þó kjami jólaboðskaparins. Guð vitjar manna til að frelsa þá úr fjötr- um illsku, vonleysis og dauða. Afstaðan til þess boðskapar ræðst auðvitað af trú okkar. Þeir sem fylgdu Jesú þegar hann gekk um kring á jörðu sannfærð- ust um það hver hann var: „Ekki fylgdum vér uppspunnum skröksögum, er vér kunngjörðum yður mátt og komu Drottins vors Jesú Krists, heldur vomm vér sjónarvottar að hátign hans,“ segir Pétur postuli (2. Pét. 1:16). Síðan visar hann á hið spámannlega orð. Nýja testamentið boðar einmitt þetta orð. „Orðið varð hold" (Jóh. 1:14), Guð gerðist maður í syni sínum Jesú Kristi mönnum til frelsunar. Til þess boðskapar hljótum við að þurfa að taka afstöðu til að skýra fyrir okkur inntak jólanna okkar. Jólin eigum við sjálf og við getum stjórnað því um hvað þau snúast hjá okk- ur. Jesús Kristur er og verður þungamiðja kristinna jóla. Hann verður jafn- Iramt kjarninn í jólahaldi okkar ef hann fær að vera þungamiðja lífs okkar. Guð gefi okkur gleðileg jól í Jesú nafni. /t/V/'/GvA^VV^d-Cy^'

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.