Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1999, Blaðsíða 6

Bjarmi - 01.12.1999, Blaðsíða 6
bryggju, Sogn og Akureyri. Mér reiknast svo til að við höfum verið fimm mánuði í fangelsi! Við höfum haft sama form á samveru- stundum allan þennan tíma. Við syngj- um saman og það opnar okkur leið að hjarta fanganna. Við syngjum gjama Ó, þá náð að eiga Jesúm. Fangamir biðja um þann söng. Lára leikur undir á gít- ar. Hún syngur einnig fyrir fangana. Margir komast við þegar hún syngur Á kránni eftir Sigurð Júlíus Jóhannesson. Sá söngur fjallar um föður á krá sem sinnir ekki fjölskyldu sinni. Við lesum kristilega smásögu og einnig úr orði Guðs og tölum út frá því. Þá biðjum við með föngunum og íyrir þeim. Ef aðstæð- ur skapast biðjum við hjálpræðisbæn þar sem viðstaddir játa synd sína og taka við hjálpræði Guðs. Fyrstu árin fómm við inn í klefana og töluðum við fangana í einrúmi. Nú hafa reglur breyst og það er ekki lengur hægt. Það hefur líka orðið mikil breyt- ing. Áður var um að ræða miðaldra menn sem sátu inni fyrir ýmis önnur at- riði en nú em í sviðsljósinu. Nú eru sí- fellt yngri menn settir inn og oft eru eit- urlyf í spilinu. Sumir eru undir áhrifum í fangelsinu. Við upplifðum það í fyrsta sinn nú nýlega að finna til öryggisleysis í fangelsi. Hvemig er ykkur tekið? Fangaverðirnir hafa reynst okkur mjög vel. Yfirvöld hafa einnig verið vinsamleg. Við hjónin höfum bréf frá dóms- og kirkjumálaráðuneyti upp á það að við megum heimsækja öll fangelsi landsins. Fangarnir meta mikils það sem við gemm. Ég hitti eitt sinn fyrmm fanga á götu sem sagði: „Ég kom aldrei á stund hjá ykkur, en mikið var gott að sjá ykk- ur koma.“ Við höfum komið með páskaliljur og það hefur verið gaman að sjá hvað föng- unum hefur þótt vænt um það. Stundum hefur líka verið órói á sam- verustundum. Eitt sinn var óróinn það mikill að ég ákallaði Drottin og bað hann að reka burt það sem á sótti. Á eftir báðum við saman Faðir vor og þá grét sá sem hafði átt upptökin. Við höfum það sem reglu að segja aldrei frá föngum með nafni. Við spyij- um heldur aldrei hvers vegna menn sitji inni eða hve lengi þeir verði. Við sáum Guðs orði í hjörtun og trúum þvi að Guð gefi vöxtinn. Við upplifum bæði gleði og sorg. Það er ekki langt síðan ég hitti unga stúlku sem hafði verið í fangelsi árið 1991. Hún sagðist vera hætt að drekka og hafa frelsast í fyrra. Maður- inn hennar var með henni og þau áttu von á bami. Það hefur tvívegis komið fyrir að fang- ar hafi hringt í mig að næturlagi til að kveðja, þá hafa þeir ætlað að taka líf sitt. Sem betur fer gat ég talað þá ofan af þvi - og annan þeirra sá ég raunar á samkomu skömmu síðar. Því miður hafa sumir farið alla leið. Hejur starfið haft einhver áhrif á yklcur? Það hefur knýtt okkur fastar við Jesú Krist. Ég á ekki þolinmæði og úthald til að vinna þetta verk, en Guð hefur geiið mér það sem til þarf. í Orðskviðunum 3:5 stendur: „Treystu Drottni af öllu hjarta, en reiddu þig ekki á eigið Eg var aldrei fangi - ekki einn einasta dag Bjarmi hitti trúaðan mann, Sævar Friðgeirsson, sem hef- ur afplánað fangelsisdóm. Það liggur beinast við að spyija fyrst hvemig vistin í fangelsinu hafi verið. Mér er afskaplega minnisstæður dagurinn þegar ég var á leiðinni í fangelsið, ég upplifði svo einstakt frelsi þennan dag, frelsið sem Krislur gaf mér. Þetta er frelsi sem ekki er hægt að taka frá mér, frelsi sem eng- inn á né þekkir nema því aðeins að hann hafi meðtekið Jesúm Krist inn í líf sitt og gert hann að leiðtoga í lífi sínu. í þessu frelsi felst sigur yfir öll- um kringumstæðum í lífinu, sátt og jafnvægi til að þroskast og vaxa and- lega til morgundagsins. Þannig leið mér á Litla-Hrauni. Ég hafði ákveðnu hlutverki að gegna, það var ég sann- færður um allan tímann, að vera ásjóna Krists, vitnisburður um kraftaverkið sjálft sem hann vann i lífi mínu, hann gaf mér nýtt líf, nýtt viðhorf, nýja von og það er einmitt þessi von sem er svo mikilvæg hverj- um manni sem hefur misstigið sig. Ég átti samtal við unga fanga á Litla-Hrauni, unga stráka sem ættu aldrei að hafa komið þar inn fyrir hlið eins og fyrirkomulag fangelsismála er þar nú, þrátt fyrir afbrot sín. Þar er vonleysið algjört, þeir þekkja ekki kærleika, eiga aðeins fullvissu um að þetta sé vondur heimur og samkvæmt því sé ekki til betra líf. Því miður sýnist mér fangelsisyfirvöld stuðla að þessari fullvissu því fangelsi hér eru fyrst og fremst refsivist og sú refsing nægir til að niðurbrjóta fullorðinn mann andlega, hvað þá ungling sem vegna utanaðkomandi áhrifa villist inn í hringiðu afbrota og vonleysis. Það er borin von að ungir afbrota- menn komi betri menn út í samfé- lagið eftir að hafa afplánað dóm á Litla-Hrauni, þeir koma betur skólaðir í glæpum og harðari afbrota- menn. Og hver borgaði námið? Þú nefndir kærleika. Er hann lykil- atriði hér? Það er lykilatriði að á móti þessum mönnum sé tekið með kærleika og skilningi hver sem fortíð þeirra er. í raun þarf að ala þá upp á nýtt, sýna þeim væntumþykju og kærleika. Þeir þurfa að upplifa sig þannig að þeir skipti máli, séu einhvers virði, þvert á móti upplifa þeir hið gagnstæða í fangelsinu. Þar er ekki við starfsfólk Litla-Hrauns að sakast heldur það viðhorf sem almenningur hefur myndað sér til fanga á íslandi. Til að snúa þessari þróun við þarf að koma til viðhorfsbreyting þeirra yfirvalda sem fara með fangelsismál á íslandi. Hvernig var að umgangast aðra fanga? Að umgangast fanga er ekkert öðruvísi en að umgangast fólk al- mennt, fangar eru misjafnir eins og við erum öll og margur fanginn trú- ó

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.