Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1999, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.12.1999, Blaðsíða 9
fyrirgefa. Eftir nokkum tíma lét ég und- an, ég sagði með munni mínum að ég fyrirgæfi manninum. Það var þó meira í orði en verki. Þegar ég svo hélt áfram að biðja fór ég smátt og smátt að finna fyrir breytingu innra með mér. Góð ráð Hvað lyálpaði ykkur mest í sorginni? Tom: Við fáum oft bréf frá fólki sem er að fást við erfiðar aðstæður. Mig langar að vitna í bréf sem konan mín sendi móður einni sem hafði þá nýverið misst tvær unglingsstúlkur í bílslysi. „Það sem getur bjargað þér á þessari göngu er að biðja til og leita Guðs. Ég veit að það getur verið erfitt en mundu að Guð elskar þig. Hann veit hvernig þér líður. Ef þú heldur fast í hann, mun hann halda á þér þegar þig skortir styrk. Tom og ég tölum við marga foreldra sem hafa misst börn sín. í samtölum okkar við þá leggjum við áherslu á þrjú atriði. 1 Guð elskar þig. Þó svo að honum sé fullkunnugt um allt sem gerist i lífi þínu, er hann ekki valdur að því öllu. Andstæðingur okkar er djöfullinn sem Jesús sagði að kæmi aðeins til að stela, slátra og eyða. Höfum einnig hugfast að óvinurinn er miskunnar- laus. Eftir að hafa tekið frá þér bömin þín mun hann sækja fast að eyði- leggja samband þitt við þann sem get- ur hjálpað þér í sorginni. í Opinber- unarbókinni er hann kallaður ákær- andinn. Slíkt er eðli hans. Hann ákærir okkur frammi fyrir Guði og svo sakar hann Guð um þá hluti sem hann sjálfur hefur gert. „Ef Guð elsk- ar þig, hefði hann aldrei leyft þessu að gerast." Guð elskar þig, sama hvað óvinurinn reynir að sannfæra þig um. Elska Guðs verður ekki mæld með sömu mælistiku og erfiðleikar okkar. Þú verður að koma auga á elsku Guðs til þín í gegnum krossdauða sonar hans. 2 Sársauki og reiði eru raunverulegar tilflnningar. Þegar við erum særð em viðbrögð okkar oft reiði. Það er allt í lagi. Guð elskar þig og hann hefur stóran faðm. Hann vill frekar að þú komir til hans með sársauka þinn og reiðina en að þú látir það bitna á Marilyn og Tom Rose ásamt Rachel dóttur sinni. þeim sem þegar liafa upplifað erfið- leika. Mundu að engir tveir syrgja á sama hátt. Kannski vilt þú ræða um hlutina, en maðurinn þinn hefur eng- an áhuga á því (eða öfugt). Gefið hvort öðm svigrúm til að taka á málunum eins og þið þurfið. Ef þú þarft að ræða málin en hann ekki, hringdu þá í vin- konu eða skrifaðu mér. Ég skal hlusta. 3 Vertu góð við sjálfa þig og aðra. Ekki gera of miklar væntingar til sjálfrar þín. Maður þornar upp í sorginni. Hún virðist sjúga alla orku úr manni. Ekki ofgera þér. Gefðu þér tíma til að batna. Jesús sagðist hafa komið til að reisa hina sorgmæddu við. Hann mun reisa þig við en það mun taka tíma. Það er allt í lagi að gráta frammi fyrir honum. Þú munt komast að þvi, um leið og hann reisir þig við, að hann yf- irgaf þig aldrei. Hann mun ekki bregðast þér.“ Mikilvægt að hlusta Hvemig getum við hjálpað tríisystkinum okkar sem syrgja? Tom: Aftur langar mig að vitna í bréf sem við sendum konu nokkurri. Vin- kona hennar hafði misst fjögur böm í eldsvoða. Konan sjálf slasaðist við björgunaraðgerðir.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.