Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1999, Blaðsíða 15

Bjarmi - 01.12.1999, Blaðsíða 15
búnir að selja yfir 1,5 milljón diska og snældur. Zschech segir að hún og hinn 45 ára gamli prestur og safnaðarleiðtogi HCLC kirkjunnar, Brian Houston, „neiti að taka þá stefnu" - að byggja upp eitthvert veldi. Þau segja hinsvegar að kirkjan stefni að vexti. Ef eitthvað gott kemur út úr því er það í „góðu lagi", segja þau. Zschech leggur áherslu á eitt: „Við reynum að hlusta eftir hjartslætti Guðs fyrir kirkjuna." HCLC kirkjan, sem hefur 6.500 með- limi, leggur mikla áherslu á heimasöfn- uðinn. Síðan 1986 hefur kirkjan haldið ráðstefnu árlega fyrir leiðtoga, þar sem höfuðáhersla hefur verið lögð á þrótt- mikinn heimasöfnuð. Zschech er að- stoðarstjórnandi fyrir þessar ráðstefnur. Þessar ráðstefnur eru almennt mjög mikils metnar á þverkirkjulegum grunni á meðal trúaðra í Ástralíu. í fyrra voru 8.500 þátttakendur skráðir. Þátttak- endur komu alls staðar að úr Ástralíu og frá um 30 löndum þar að auki. Shout to the Lord 2000 var tekin upp á leiðtogaráðstefnunni í fyrra. Þessar ráðstefnur hafa dregið að sér slíka athygli að þær eru orðnar alþjóð- legar. í mars og apríl á þessu ári var vettvangur þeirra nágrannalandið Nýja-Sjáland. Það sem liggur mest á hjörtum manna í HCLC kirkjunni og Hillsongs Music er að byggja upp leið- toga og styðja uppbyggingu staðbund- inna safnaða. „Ég álít að heimasöfnuðurinn, hinn staðbundni söfnuður, sér svar Guðs - þar starfar líkami Krists saman að því að færa heiminum vonina sem er að finna í Kristi Jesú," segir Zschech og leggur áherslu á orð sín. „Ég álít að fólk muni koma aftur í kirkjuna þegar það sér hana eins og „vita“.“ Houston bætir við: „Við verðum alltaf að muna að lofgjörðarþjónustan endur- speglar aðeins kirkjuna sjálfa. Sem prestur hef ég alltaf hvatt fólkið sem leiðir starilð hjá okkur að stefna hátt í lífi sínu og þjónustunni við Guð." Darlene Zschech er nú þegar orðin alþjóð- legt andlit fyrir Hillsong í Ástralíu. Hún seg- ir að hin raunverulega saga á bak við Hill- song sé sagan um það sem Guð getur gert. Hinum megin á hnettinum streyma Ástralir þúsundum saman á Homebush leikvanginn í Sidney. Þetta er heimaborg Zschech og tón- listarhópsins sem flytur okkur lof- gjörðartónlist sem hefur náð til eyrna alls heimsins. 'kí i tit

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.