Bjarmi - 01.12.1999, Blaðsíða 32
Skúli Svavarsson
Verour heimsendir
árið 2000?
að hefur löngum verið vin-
sælt að spá í texta Opin-
berunarbókarinnar, Daní-
elsbókar og aðra texta
Biblíunnar um síðustu
tíma, dóminn og endalok veraldar. Uppi
hafa verið margs konar túlkanir á því
sem þar er sagt og hvenær það muni
gerast. Vegna þess að senn eru 2000 ár
frá fæðingu Jesú hafa margir haldið því
fram að endalok veraldar verði árið
2000 og heyrst hefur að hópur fólks sé
þegar kominn til Jerúsalem til þess að
vera þar þegar þetta gerist.
Jesús ílutti langa ræðu um heimsendi
og hina síðustu tíma. Með þá ræðu að
leiðarljósi vil ég draga fram nokkur höf-
uðatriði um hina síðustu tíma og enda-
lok veraldar.
Tímabilið rétt fyrir endurkomu Jesú
hefur verið kallað síðustu tímar. Jesús
sagði að hann mundi koma skjótt, Op.
22,7. Og í Matt. 24,3 sjáum við að læri-
sveinamir gera ráð fyrir að endurkoma
Jesú og endalok veraldar munu verða
samtímis. Lærisveinarnir vildu vita
hvænær þetta yrði, Matt. 24,3. Jesús
svaraði spumingu þeirra með ræðu sem
meðal annars er skráð í Matt. 24,4 -
26,2. Þar nefnir hann ýmislegt sem á að
gerast áður en hann kemur aftur og
einnig ýmis einkenni á tímanum rétt fyrir
komu hans. í seinni hluta ræðunnar not-
ar Jesús líkingar til að vekja athygli á því
hve nauðsynlegt sé að vera viðbúinn og
hvemig best sé að undirbúa sig íýrir end-
urkomuna og heimsendi.
Frumkirkjan vænti endur-
komu Jesú
Við sjáum að fyrsta kynslóð kristinna
manna vænti þess að Jesús kæmi aftur
meðan þeir væm enn á lífi. Þetta sjáum
við glöggt meðal annars í 1. Þess. 1,10;
4,13; 5,1-3.
Þrátt fyrir þessi orð er augljóst að
Nýja testamentið talar um síðustu tíma
sem eitthvað sem verður í framtíðinni
án þess að nefna ákveðinn dag eða ár.
Páll postuli hvetur kristna menn til að
athuga gaumgæfilega það sem þeir
heyra um síðustu tíma og að þeir skuli
ekki hræðast að dagur Drottins sé þeg-
ar fyrir höndum, 2. Þess. 2,3-4.
Þjáningatímar
Það er athyglisvert að Jesús notar orðið
fæðingarhríðir um tímann fyrir endur-
komuna. Hriðir er notað í Gamla testa-
menntinu (G.T.) um miklar þrautir (sjá
Jes. 13,8 og Míka 4,9). Þannig vill Jesús
leggja áherslu á þjáninguna sem menn
verða að þola á þessum tíma. Kristnir
menn fara ekki varhluta af þjáningum
nema síður sé, Matt. 24,9. Alveg eins og
kona sem gengur með barn gleðst yfir
að hún á von á barni þá veit hún líka að
hún má búast við þjáningum þegar að
barnsburði kemur. Eins er það með
lærisveina Jesú, þeir gleðjast yfir endur-
komu hans en verða einnig að gera sér
grein fyrir að þegar tíminn fyrir endur-
komu hans nálgast þá munu þeir verða
að þjást.
Táknin augljós öllum
Aðdragandi síðustu tíma hófst þegar á
dögum postulanna, fæðingarhríðirnar
sem Jesús talaði um í Matt. 24,8. Þeg-
ar svo síðustu tímar eru hafnir, fæðing
hafin, þá munu táknin sem áður var
hægt að skilgreina sem staðbundin
tákn verða svo öílug og víðtæk að þau
ná til alheimsins. Kynslóðin sem lifir
síðustu tíma mun kannast við táknin og
hinir kristnu munu geta gert sér grein
fyrir að koma Drottins er í nánd. Tákn-
in eru gefln okkur til þess að við getum
skilið þau og áttað okkur á þvi sem er
að gerast. Það væri enginn tilgangur að
gefa tákn sem enginn skilur.
Einkenni síðustu tíma
í ræðu sinni um síðustu tíma nefnir
Jesús þijú atriði sem einkenna tímabil-
ið fyrir endalokin.
A. Atburðir sem gerast í líjl manna.
Hernaður og ófriður magnast, þjóð
Og í Matt. 24,3 sjáum við að lærisveinarnir gera ráð
fyrir að endurkoma Jesú og endalok veraldar munu
verða samtímis.