Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1999, Blaðsíða 35

Bjarmi - 01.12.1999, Blaðsíða 35
fesús kemur ekki afturfyrr en allar pjóðir hafa fengið að heyra um hann. Kristniboðiðflýtirfyrir endurkomu fesú pví hann kemur ekkifyrr en kristniboðsverkefninu er lokið. mynd af sér í musterið árið 41 e. Kr. Og þegar Rómverjar hertóku Jerúsalem ár 70 e. Kr. þá vanhelguðu þeir musterið áður en þeir lögðu borgina í rúst. Allt þetta er vtðurstyggð í augum Guðs. En á síðustu tímum mun þetta verða enn meir áberandi og ná til alls sem heilagt er. Það er áberandi í dag hvemig ákveðnir hópar ráðast á það sem heilagt er okkur kristnum mönnum og reyna að vanvirða það. Syndalífið á að fá sitt rúni og sína blessun í kirkjunni. Það er ekki nóg að hæðast því sem heilagt er úti í heiminum heldur vilja þeir koma inn í kirkjuna með það og allskyns hjáguðadýkun. Út frá Mark. 13,14 má ætla að viður- styggð eyðingarinnar komi fyrir tilstilli einnar persónu. Persónan stendur þar. Hún er karlkyns. Samhengi er milli þessa orðs og þess sem stendur í 2. Þess. 2,3-7 þar sem talað er um son glötunar- innar, „sem setur sig á móti Guði og rís gegn öllu þvi, sem kallast Guð eða helgur dómur. Hann sest í musteri Guðs og gjörir sjálfan sig að Guði.“ Margir andstæðingar Guðs hafa kom- ið fram á sjónarsviðið og fjöldi manns hefur vanhelgað nafn Guðs og ofsótt kristna menn en að lokum mun ein per- sóna koma fram sem er höfuðpaurinn, andkristur, Dan. 7; 2. Þess. 2 og Op. 13. Andkristur er sá sem er í andstöðu við Krist. Koma Jesú Jesús segir að hann muni koma í skýj- um himins með mætti og mikilli dýrð, Matt. 24. 30-31. Seinni koma hans til jarðar verður því gjörólík þeirri íyrri. Þá fæddist hann við fátæklegar aðstæður. Það var enginn dýrðarljómi yfir lífi hans, hann hafði hvergi stað að halla höfði sínu að, Matt. 8,20. Við endurkomuna getur enginn fram- selt hann í hendur manna (sbr. Matt. 17,22). Þá mun líf allra manna vera í hendi hans. Hann kemur sem dómari lifenda og dauðra, 2.Tím. 4,1. Sá máttur og dýrð sú sem Guð hefur mun verða sýnileg í honum við komu hans. Hann birtist sem dómari og frelsari. Lýsing Jesú á komu Mannssonarins er í samræmi við það sem stendur í Dan. 7,13. í G.T. lesum við að Guð opinberaði sig í skýjum himins, 2. Mós. 19,9 og 16. Við lesum líka í Matt. 17,5 að Guð talaði úr björtu skýi þegar hann vitnaði að Jesús væri hans elskaði sonur. Á sama hátt mun Jesús koma á skýjum himins með mætti og mikilli dýrð. Rétt fyrir endurkomu Jesú mun tákn Mannssonarins birtast á himni, Matt. 24,30. Við vitum ekki hvernig táknið verður. Sumir giska á að það verði kross. Krossinn er tákn kristinnar trúar og minnir á krossdauða Jesú okkur til hjálpræðis. Aðrir hafa hugsað sér að himinhvolfið muni opnast á einhvern hátt, sbr. Op. 19,llnn. Enn aðrir telja að þegar menn sjá Mannssoninn skilji þeir það sem tákn Mannssonarins. Eitt er öruggt. Enginn mun vera í vafa um komu Mannssonar- ins. Það verður eins og þegar eldingu slær niður. Eldingin fer ekki framhjá neinum. Þannig munu allir sjá Jesú þegar hann kemur og vita að þetta er hann, Fil. 2,10-11 og Op. 1,7. Enn segir Jesús að þegar þessi tákn birtast þá muni kynkvíslir jarðarinnar hefja kveinstafi, Matt. 24,30b. Sumir sjá að þeir hafa valið rangan veg. Þeir skilja að nú er of seint að snúa við, sbr. líkingu Jesú um meyjarnar tíu. Þeim sem staðfastir hafa verið allt til enda verður síðan safnað saman frá öllum kynkvíslum, lýðum og tungum, Op. 7,9, og þeir ganga með Jesú inn til dýrðar hans. í 1. Jóh. 3,2 stendur um hina út- völdu sem englamir safna saman úr öll- um áttunum íjómm himinskauta á milli að þeir munu breytast og verða líkir Jesú. Þeir munu ekki einungis fá sams konar líkama og hann heldur geta lifað með honum, heilagir og lýtalausir í dýrð Guðs um alla eilífð. Fagnaðarerindið um ríkið Myndin sem Jesús dregur upp af hinum síðustu tímum er dökk en tvö síðustu táknin sem Jesús nefnir eru fagnaðar- efni. Fýrra táknið er að Guð hefur ekki gleymt lýð sínum ísrael, Lúk. 21,20-24 og Róm. 11,26. Við sjáum þetta tákn vera að rætast á okkar dögum. isra- elslýður er að snúa til lands síns aftur. Sú Jerúsalem sem eyðilögð var er nú endurheimt. Margir kristniboðar era að störfum í ísrael og að lokum mun „allur ísrael frelsaður verða.“ Hitt táknið er að áður en endirinn kemur mun fagnaðarerindið boðað öllum þjóðum, Matt.24,14. Jesús kemur ekki aftur fyrr en allar þjóðir hafa fengið að heyra urn hann. Kristniboðið flýtir fyrir endurkomu Jesú því hann kemur ekki íyrr en kristniboðsverkefninu er lokið. Hvenær? Þótt Jesús segi að enginn viti dag eða stund endurkomunnar, Matt. 24,36, þá leiðir hann ekki hjá sér spumingu læri- sveinanna um hvenær hann muni koma aftur. Hann undirstrikar meira að segja skoðun þeirra urn að ákveðin tákn munu boða endurkomuna, Matt.24,3. Fýrri koma Jesú til jarðarinnar var boð- uð með táknum en flestir, þar á meðal hinir skriftlærðu, gáfu ekki gaum að þeim. Ef til vill vildu þeir ekki skilja þau. Jesús ávítaði faríseana og sadd- úkeana og sagði þá duglega að spá um veðrið en blinda á tákn tímanna þó svo að þau væm skýrari, Matt. 16,2-3. Þegar Jesús talar hér um tákn tím- anna þá nefnir hann bæði það sem eng- inn veit og annað sem allir ættu að vita. „En þann dag og stund veit enginn, hvorki englar á himnum né sonurinn, enginn nema faðirinn einn,“ Matt. 24,36. En allir lærisveinar Jesú ættu hinsvegar að geta vitað þegar tíminn nálgast, sbr. Matt. 24,33. Daginn veit enginn en tímabilið þegar Jesús kemur aftur á að vera þekkt. Þeir sem lifa á síðustu tímum munu sjá tákn tímanna og út frá þeim vita að dagur Drottins er nálægt, sbr. Matt. 24,32-36. Eins og vorið hefur sín kenni- merki hafa líka síðustu tímar sín. Eng- Framhald á bls. 38

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.