Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1999, Blaðsíða 29

Bjarmi - 01.12.1999, Blaðsíða 29
ars er oftast gleði sem íylgir upprifjun gamla tímans, fólk gleymir stund og stað og er komið á ílug fyrr en varir. Það eru í raun forréttindi að fá að kynnast þessum öldnu samferðamönn- um. Margir þeirra búa yfir lífsreynslu, verkþekkingu og miklum fróðleik sem er ánægjulegt og þroskandi að heyra um og eykur sannarlega skilning okkar á liðnum tíma. Starfsmaður kirkjunnar er tengiliður og getur með hugkvæmni leyst ótrúleg- ustu vandamál. Samskiptin byggjast á vináttu og trausti og þessu trausti meg- um við ekki bregðast. Við verðum að taka mark á skjólstæðingum okkar. Þeir glíma við sín vandamál og eru fullir kvíða. Sýnum þeim þá tillitsemi og virð- ingu að hlusta og virða vilja þeirra og koma til móts við óskir þeirra. Það eyk- ur vellíðan og skiptir máli því öll höfum við okkar sérvisku. Þannig höfum við tækifæri með nærveru okkar að færa þeim von og tilhlökkun og jafnvel hjálp. Persónuleg hjálp getur verið fólgin í svo mörgu svo sem: • Finna hvað er í boði af tilbúnum rétt- um í verslunum. • Athuga hvaða verslun sendir heim matarpöntun gegnum síma. Útvega heimilishjálp frá Félagsmála- stofnun. • Útvega heimahjúkrun. • Panta tíma hjá lækni. • Fylgja skjólstæðingi til læknis (séu engir ættingjar). • Fá hárgreiðslukonu til að setja permanent í hár og klippa. • Fá sjúkraþjálfun heim. • Fá garðslátt og hreinsun á sumrin. • Fá göngugrind, nálarþræðara eða önnur hjálpartæki. • Fá iðnaðarmenn frá Félagi eldri borg- ara. • Fá tengsl við blindrabókasafnið. • Hafa milligöngu um sálgæslu og altar- issakramenti hjá prestinum. Stuðningur er lykilatriði í mannlegum samskiptum. Með stuðningi sem felur í sér að uppfylla mikilsverðar mannlegar þaríir má bæta heilsu og auka vellíðan. Þetta er t.d. þörf íyrir ástúð, umhyggju, viðurkenningu annarra, öryggi og fé- lagsleg tengsl. Rannsóknir, sem gerðar hafa verið á áhrifum makamissis eða missis náins vinar á heilbrigði þeirra er íyrir slíkum missi verða, hafa leitt í ljós að meiri hætta er á heilsubresti meðal þessa hóps en viðmiðunarhópa. Stuðningur, sem veittur er, styrkir einstaklinginn til að mæta erflðleikum og áföllum og minnkar neikvæð áhrif streitu á heilbrigði. Elsa Friðflnnsdóttir hjúkrunarfræðingur (1994) skiptir stuðningi í þijá þætti. l.Tilflnningalegur stuðningur veitir ein- staklingi, sem hans nýtur, tilfinningu um að einhverjum þyki vænt um og sé annt um hann. Þær kenndir sem fylgja tilflnningalegum stuðningi eru: Nánd, samhyggð, ást, umhyggja, virð- ing, traust, fullvissa/huggun og von.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.