Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1999, Blaðsíða 19

Bjarmi - 01.12.1999, Blaðsíða 19
Greinarhöfundur (t.h.) með framkvæmdastjóra kristniboðsdeildar World Evangelical Fellowship, dr. William Taylor. Eitt hundrað sextíu og fimm manns hvaðanæva að úr heiminum komu sam- an í Iguassu til þess að ræða hvað leggja bæri áherslu á í guðfæði evangel- ískra manna á næstu árum og e.t.v. rita nýjar viðbætur við hana, sérstaklega hvað varðar boðun kristinnar trúar í fjölhyggjuumhverfi þar sem kristnir menn lifa og hrærast innan um fólk sem aðhyllist margs konar trúarbrögð og heimspekistefnur. Fjölmörg erindi voru ílutt, sum gagnmerk. Þau verða gefin út í bók á næsta ári. Nokkur þeirra er að finna á heimasíðu Sam- bands íslenskra kristniboðsfélaga á slóðinni sik.torg.is. Angan sögunnar lék um fundinn sem var haldinn 25 árum eftir hina sögulegu Lausanne-ráðstefnu í Sviss þar sem Lausanne-sáttmálinn varð til en öll að- ildarfélög WEF og ráðstefnugestir líta á hann sem samstarfsgrundvöll. Aldamót eru framundan og því er eðlilegt að horft sé yfir farinn veg og rýnt inn í framtíðina. Staðarval fundarins var ekki tilviljun. Hann var við hina frægu og stórfenglegu Iguassu-fossa en skammt frá þeim komu Jesúítamunkar upp samfélagi með indíánum á 18. öld. Saga þess samfélags varð heimsfræg í Hollywood-kvikmyndinni The Mission sem tekin var við fossana. Myndin var á dagskrá eitt kvöldið. Það var stórkostlegt að vera í þessum litríka hópi. Þarna voru andfætlingar okkar íslendinga frá Samóaeyjum, Nýja- Sjálandi og Ástralíu. Einnig voru þar Kóreumenn, gamall skólabróðir frá Indónesíu. Afríkubúar, fimm Norður- landabúar auk mín o.s.frv. Söngurinn var kröftugur og bænirnar innilegar. Þarna voru fulltúar kirkjudeilda sem margar eiga mjög merka sögu. Reynsla og ævi margra fulltrúanna er efni í met- sölubækur. Einn þeirra var fulltrúi Angóla sem lýsti baráttu kirkju og al- mennings í landi þar sem stríð geisar án þess að almenningur geti nokkuð að gert. Of miklir fjárhagslegir hagsmunir aðila innan lands og utan standa í vegi fyrir því að friðsamleg lausn finnist á því. Þjáning íbúanna er takmarkalaus. Sjálfur hafði þessi maður misst fimm bræður í stríðinu. Þama er kirkja sem reynir að vera ljós Jesú Krists í válynd- um heimi. Tölvubænasamband Fyrirlesari frá Kanada sagði frá kín- verskri konu, prófessor í ensku, sem dvaldi í nokkra mánuði í landi hans til að kynna sér enskukennslu. Hana vantaði húsnæði og bað hann um að vera sér innan handar í leit að sama- stað. Er hann ætlaði að hefja leitina minntist hann orða Gamla testamentis- ins þar sem talað er um að sýna útlend- ingum miskunn og hjálp. Hann spurði sjálfan sig að því hvers vegna hann gæti ekki skotið skjólshúsi yfir hana í stað þess að ætlast til þess að aðrir gerðu það. Þetta varð til þess að konan flutti í íbúð fjölskyldu hans ásamt dóttur sinni þó að þau yrðu að búa þröngt en Kin- verjar eru ýmsu vanir í þeim efnum. Mæðgumar vom ekki kristnar. Húsráð- endur reyndu ekki að „troða" trú sinni upp á þær en útskýrðu fyrir þeim að þau væru kristin fjölskylda sem væri vön að lesa hugvekju við morgunverðar- borðið og biðja bænar auk þess sem þau þökkuðu Guði fyrir matinn í mál- tíðum. Þau sögðust mundu halda þessu áfram en þær þyrftu ekki að taka þátt i bæninni frekar en þær vildu. Konan ætlaði að kynna sér amerískar kvikmyndir til notkunar í ensku- kennslu. Húsráðendur horfðu því á margar kvikmyndir með henni í stof- unni. Það kom í ljós að í myndunum vom notuð mörg orð og orðatiltæki sem hún skildi ekki. Þau áttu sér oft biblíu- legan eða kristilegan uppruna. Með þvi að útskýra merkingu þeirra fræddu húsráðendur hana óbeint um kristna trú. Nokkru seinna bættist eignmaður konunnar hópinn. Hann hafði verið hershöfðingi en var nú kominn á eftir- laun. Þetta var hámenntaður maður með doktorsgráðu í raunvisindum. Þótt hann væri ekki kristinn fannst honum fljótt vænt um stundina við morgun- verðarborðið. Einn daginn þegar búið var að þakka Guði fyrir matinn sagði hann að eitthvað hefði gerst í öðm eyr- anu á sér, sem hafði verið dautt i mörg ár, þegar borðbænin var beðin og að sér virtist sem að hann hefði fengið heym- ina á ný. Húsráðendum fannst þetta ótrúlegt í meira lagi. „Það voru engin „læti" í sambandi við bænina," sagði fyr- irlesarinn, „við vorum bara að þakka Guði fyrir matinn en maður sem ekki var kristinn læknaðist þá á eyra!“ Kin- veijinn fann að það var einhver kraftur í bænum kristna fólksins og í hvert sinn sem beðið var fannst honum eins og eldkúlur kæmu út úr auga sér. Áður en fjölskyldan sneri heim til Kína fékk hann fyrirbæn og læknaðist á auganu. Hann og kona hans hvöttu dóttur sína til að taka kristna trú. Hún gerði það. Hershöfðinginn fyrrverandi spurði hús- ráðandann hvort hægt væri að hafa bænasamfélag í gegnum tölvupóst. Spurningin kom flatt upp á hann en

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.