Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1999, Blaðsíða 30

Bjarmi - 01.12.1999, Blaðsíða 30
2. Upplýsingastuðningur felur í sér að veita einstaklingnum upplýsingar sem hann getur nýtt sér við að aðlagast persónulegum vandamálum eða vandamálum tengdum umhverfi hans. Upplýsingastuðningur er einnig talinn hvetja einstaklinginn til sjálf- stæðrar hegðunar með því að auð- velda honum ákvörðunartöku við streituvaldandi aðstæður. 3. Áþreifanlegur stuðningur felur í sér beina hjálp s.s. peningalán eða gjafir, hjálp við húsverk eða að annast sjúk- an einstakling. Áþreifanlegur stuðn- ingur er oft talinn fela í sér tilfinn- ingalegan stuðning þar sem sá sem hjálpina veitir er með henni að segja að honum sé ekki sama um þann ein- stakling sem hjálparinnar nýtur. Við getum auðveldlega yfirfært stuðningsaðferðirnar á önnur mannleg samskipti svo sem á samskipti í starfi innan kirkjunnar. Mig langar aðeins að minnast á samverustundirnar í öldrunarstarfinu eins og ég þekki þær. Við köllum þær einfaldlega dagdvöl. Þangað koma einstaklingar sem kom- ast ekki af sjálfsdáðum til okkar en eru sóttir í bíl á okkar vegum. Tilgang- urinn er að rjúfa þá einangrun sem þeir búa við. Boðið er upp á kaffi, af- þreyingarefni til fróðleiks og skemmt- unar og við reynum að virkja skjól- stæðingana til að taka þátt í því. Einnig er boðið upp á létta leikfimi, söng, persónuleg samtöl og fræðslu um heilsuvernd. Á hverri samveru er ávallt helgistund og fýrirbæn. Fyrir þá sem þessa njóta má augljóslega sjá ár- angur því vináttan sem myndast vekur gagnkvæma umhyggju og gamli trú- ararfurinn blómstrar á ný. En hvernig starfa þá aðrir? Fram- kvæmdanefnd á vegum heilbrigðis- málaráðuneytisins hefur sem markmið á ári aldraðra m.a. að skapa þjóðfélag fyrir fólk á öllum aldri. Félag eldri borgara er nokkuð öflugt félag í Reykjavík en á öllu landinu eru félögin 43. Þessi félög vinna markvisst að því að gæta hagsmuna eldra fólks og bjóða auk þess upp á fjölbreytt félagsstarf. Hjá þeim er boðið upp á ókeypis aðstoð ráðgefandi lögfræðings, ókeypis aðstoð um réttindi gagnvart almannatrygging- um, sömuleiðis afslátt af vörum og þjónustu um allt land og þeir hafa út- vegað iðnaðarmenn til smáviðgerða á heimilum aldraðra. Félagið gefur út fjölbreytt blað fjórum sinnum á ári sem heitir „Listin að lifa.“ Ég heyrði nýlega um samskiptanet sem hefur gjörbreytt líðan eldri borg- ara í Kristiansund í Noregi. Þetta hófst allt með því að ung kona, sem var bundin heima yfir börnum sínum, sá neyðina hjá gamla fólkinu í öllu af- skiptaleysinu. Hún setti sig í samband við fleiri og fyrr en varði var hún orðin einhvers konar netstjóri. í dag fer fram skiptivinna á heimilum þeirra, fólk tjá- ir einfaldlega þörf sína og svo hjálpast allir að. Þama eru að verki eftirlauna- þegar, sem eru kennarar, bakarar, múrarar, smiðir, hjúkrunarfræðingar, pípulagningamenn og fleiri. Öll sam- skipti eru orðin opnari, fólk hefur átt- að sig á að einstaklingurinn skiptir máli og sérhver getur haft sitt hlut- verk. Það eru áberandi færri heim- sóknir til lækna og lyfjanotkun hefur minnkað verulega. Liðin eru rúm 30 ár síðan svonefnd safnaðarendurnýjun hófst í Sviss og náði hún fótfestu í mörgum kirkju- deildum. Hópur, sem kallar sig 55+, er nýjasti vaxtarbroddur í þessu starfi. Fyrir mörgum árum fékk maður nokk- ur sannfæringu fyrir því að virkja mætti fólk yfir 50 ára því þá hefði það meiri tima. Hann kynnti hugmyndina og hún fór í gang. Fólk tók sig til og skipulagði daglega lífið upp á nýtt og reiknaði með þátttöku í safnaðarstarf- inu. Hugmyndin sló í gegn, þarna sýndi sig að vera stór hópur sem var tilbúinn að starfa, fólk sem átti íjársjóð reynslu og þroska sem átti eftir að nýt- ast í þágu guðsríkis. 55+ hefur aldrei verið eins öflugt og nú. Hugmyndin fékk vængi og hefur flogið víða. Haldin eru helgarnámskeið reglulega, bæði fýrir nýja og þá sem fýrir eru. Á einu námskeiðinu var yfirskriftin: „Gleði- boðskapur fyrir fólk sem vill undirbúa þriðja æviskeiðið." Á dagskránni var að skoða erfiðleika sem tengjast aldrinum 55+, hugmyndabanki fyrir starf í söfn- uðinum, leiðsögn um kristna trú, fræðsla um innri lækningu, persónu- lega sálusorgun og stöðu einstaklings við starfslok. Það eru starfandi margir átta til tíu manna hópar sem hittast í heimahúsum til biblíulestra og um- ræðu. En allir hóparnir hittast reglu- lega í guðsþjónustunni. Þarna vaxa fram einstaklingar sem eru reiðubúnir að taka að sér afmörkuð verkefni sem sjálfboðaliðar og þar sannast að sælla er að gefa en þiggja. Horfttil framtíðar Kirkjustarfið hér á landi hefur sitt hefðbundna snið en efla mætti fleiri þætti eins og fræðslunámskeið, Alfa- námskeið, biblíuleshópa og kristni- boðshópa og þjónustu sjálfboðaliða. Að mínu mati þyrfti að auka heimsóknar- þjónustu til mikilla muna en það er einmitt unnt með stuðningi sjálfboða- liða. Ég tel að til þess að hægt væri að hefja öflugra starf þyrfti hver kirkja að hafa nokkra einstaklinga sem væru eins skonar öldungaráð sem gæti hald- ið utan um hina innri uppbyggingu. Bæði presturinn og sóknarnefndin hafa meira en nóg á sinni könnu en að sjálfsögðu væru þau öll eins mikið með og þau treysta sér. Trúararfurinn er ennþá fyrir hendi hjá meginþorra þjóðarinnar en nær ekki að þroskast vegna vanrækslu. Það þarf að vekja bamatrúna af þymirósarsvefni. Allt of margt hefur kæft þann gróður á langri ævi. Trúin þarf síðan stöðuga næringu til að geta vaxið og dafnað. Þar sem við vit- um að hópur aldraðra fer vaxandi er jafn- vel enn meiri þörf fyrir stuðning kirkj- unnar. Við þurfum öll að styrkjast sam- eiginlega í trúnni á Jesú Krist. Kirkja Krists hefur miklu hlutverki að gegna á íslandi um alla framtíð. Samein- umst því í að biðja fýrir öllu starli hennar. Vemm samhuga um að sýna hvert öðm umhyggju og stuðning. Látum þannig kærleika Jesú ríkja á meðal okkar. Heimild: Elsa Friðfinnsdóttir (1994): Mikilvægi stuðnings í störfum hjúkrunarfræðinga. Tímarit hjúkrunarfræðinga 70 (2). Lilja Sigurðardóttir er hjúkrunarfræðingur og vann nokkur ár i öldrunarþjónustu Háteigskirkju, Reykjavik.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.