Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1999, Blaðsíða 31

Bjarmi - 01.12.1999, Blaðsíða 31
NÍGERÍA Stærsta kirkja í heimi vígö Kirkja sem tekur 50.000 manns var vígð nú í haust í bænum Ota í nágrenni Lagos í Nígeríu. Forsvarsmenn kirkjunnar telja að þetta sé stærsta kirkja í heimi. Hún tilheyrir einum af ört vaxandi hvítasunnusöfnuðum í landinu. Það tók ár að byggja kirkjuna og þykir hún tilkomumikil. Ekki hefur verið geflð upp hvað byggingin kostaði. NEPAL Vöxtur kristinna safn- aða Kristin trú breiðist nú hratt úr meðal ættbálka í Nepal. Prajaættbálkurinn telur aðeins um 36 þúsund manns en þar hafa orðið til 15 kristnir söfn- uðir á undanfömum missemm. Prajaættbálkurinn .uppgötvaðist fyrir um 50 ámm síðan en hann býr í skógum Nepal og nýtir ber og rætur sér til matar. ARGENTÍNA Mótmælendur vilja viðurkenningu Yflr 200 þúsund evangelísk-kristnir menn fóm í september sl. í mótmælagöngu í Búenos Aíres í j Argentínu til að leggja áherslu á þá kröfu að yfir- völd í landinu viðurkenndu allar kirkjudeildir. Nú er það aðeins rómversk-kaþólska kirkjan sem er viðurkennd af argentíska ríkinu. Tíu prósent af íbúum Argentínu em mótmælendatrúar. ÍSRAEL Margir innflytjendur ágúst sl. íluttu 1000 gyðingar til ísraels og • hafa aldrei fleiri flust til landins á einum degi. Meiri hlulinn er gyðingar frá Rússlandi sem ilýja þaðan vegna efnahagsörðugleika og vaxandi andúðar á gyðingum. Á fyrstu átta mánuðum ársins hafa 16.000 gyðingar flust frá Rússlandi til ísraels. EGYPTALAND Kirkja á ruslahaugum egja má að kristin kirkja hafl orðið til á einum af ruslahaugum Kaíróborgar í Egyptalandi. í fátækrahverfi við Muquattamíjall búa um 30 þús- und manns. 90% þeirra em kristnir og er það tífalt hærra hlutfall en almennt í landinu. Nú hefur verið byggð kirkja á fjallinu alveg við mlsahaug Kaíró- borgar. Hún tekur 20.000 manns og er stærsta kirkjan í Mið-Austurlöndum. TSJETSJENÍA Nýr kristinn söfnuöur Mitt í styrjaldarátökum og ofbeldi í Tsjetsjeníu fær fólk að heyra fagnaðarerindið og tekur á móti því. Kristniboðsfélagið Norsk Misjon i 0st greinir frá því að nýr söfnuður hafi orðið til með 35 meðlimum sem hafi nýlega tekið trú. Þetta fólk hættir í raun lífi sínu og verður að hittast á laun en er þolinmótt í að breiða út boðskapinn til nágranna sinna. í Tsjetsjeníu ríkir mikil neyð vegna óflðará- stands og atvinnuleysis og erfltt er um hjálparstarf. RÚSSLAND Rússneskur prestur gerist múslimi Vyacheslav Polosin, prestur í rússnesku rétt- trúnaðarkirkjunni, sem hefur jafnframt gegnt ábyrgðarstörfum í sovéska og rússneska stjómkerf- inu, hefur vakið nokkurt uppnám með þvi að ger- ast múslimi. Hann er íyrsti rétttrúnaðarpresturinn á seinni tímum sem hefur snúist til islams. Polosin á sæti á rússneska þinginu, Dúmunni, en hefur ekki gegnt starfi sóknarprests síðan áríð 1991. EÞÍÓPÍA Mekane Yesus í 40 ár útherska kirkjan í Eþíópíu, Mekane Yesus, var stofnuð árið 1959 og er því 40 ára á þessu ári. Við stofnun vom meðlimir milli 20 og 30 þúsund. Á þeim 40 ámm sem liðin em hefur kirkjan verið sú sem hefur vaxið hraðast í veröldinni og em meðlim- ir nú á þriðju milljón. Mikil vakning á sér stað með- al leikfólks og er eitt af stærstu vandamálum kirkj- unnar að fá hæfa leiðtoga og presta til að leiða starfið. Auk þess eru miklir tungumálaerfiðleikar sem þarf að yfirstíga vegna fjölda ættbálka sem tala hver sitt tungumál. NOREGUR Nýr víetnamskur baptistasöfnuöur Nýlega var stofnaður vietnamskur baptistasöfn- uður í Osló. Þetta er ijórði víetnamski hópurinn sem verður til innan norsku baptistakirkjunnar. í Bergen, Kristjánssandi og Stafangri em vietnamskir hópar tengdir baptistasöfnuðunum þar. í Osló hefur hins vegar verið ákveðið að stofna sérstakan söfnuð víetnamskra baptista og sjá hvort það reynist vel. í hópunum íjómm em um það bil 200 manns en um 10.000 Víetnamar búa nú í Noregi.

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.