Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1999, Blaðsíða 27

Bjarmi - 01.12.1999, Blaðsíða 27
þar sem prestum í Nashville og ná- grenni, 350 að tölu var, boðið til kvöld- verðar. Tilgangur samverunnar var að sýna prestum smáþakklætisvott fyrir þá velvild að leyfa Gídeonfélögum að kynna starf sitt í kirkjum og söfnuðum. Það var tilkomumikið að setjast til borðs með 4600 manns í einum og sama saln- um og vera vitni að því að allur þessi fjöldi snæddi þríréttaðan kvöldverð á einni klukkustund. Salur þessi tekur um 8000 manns í sæti og það sem meira er að í honum eru engar súlur. Það var ekki laust við að frásagan úr Biblíunni þegar Jesús mettaði 5000 kæmi upp í huga okkar. í tveimur öðr- um sölum á hótelinu snæddu rúmlega 4000 manns á sama tíma. Á hverju móti eru tekin samskot til kaupa á Nýja testamentum til dreifingar viðsvegar um heiminn. Að þessu sinni var takmarkið að safna tveimur milljón- um dollara (144 milljónum ísl. kr.) til kaupa á 1.574.800 eintökum af Nýja testamentinu. Á þessu móti söfnuðust rúmlega 3,2 milljónir dollara (235 millj- ónir ísl. kr.) til kaupa á 2.554.000 ein- tökum. Þetta eru ótrúlegar tölur en sýna okkur að ef allir leggjast á eitt er hið ómögulega mögulegt. Þetta 100 ára afmælismót Gideonfé- lagsins var í alla staði hið stórfengleg- asta og skipulagningin einstök. Það var ekki að sjá að nokkuð færi úrskeiðis þrátt fyrir mikinn fjölda og mikil um- svif. Og eitt er víst, að við erum þakk- lát Guði fyrir að hafa fengið að vera þátttakendur í þessu móti á þessum merku tímamótum félagsins sem okk- ur er svo kært. Það eru vissulega for- réttindi að fá að taka þátt í starfi sem dreifir í dag einni milljón eintaka á viku hverri og hefur frá upphafi dreift yfir 800 milljónum eintaka af Guðs orði í 172 löndum víðsvegar um heim- inn. Kærleiki til þessa félags hefur heldur ekki minnkað við allar þær stórkostlegu frásagnir og vitnisburði sem íluttir voru á þessu móti, um mátt og dýrð Drottins okkar og frelsara. Frá- sagnir um það hvernig orð Drottins vinnur á ótrúlegan hátt og fyrir ofan mannlegan skilning hvetja okkur enn frekar til að biðja fyrir sérhverju Nýja testamenti og Gídeonstarfinu. Því sér- hver Gídeonfélagi er dýrmætur, sérhver bæn er dýrmæt til þess að fleiri megi kynnast frelsara okkar mannanna og eignast þá miklu gleði er trúnni fylgir og því að eiga hlutdeild í voninni um eilíft líf með Guði, skapara okkar og föður. Það var því alsæll hópur sem lenti í Keflavík að morgni 26. júlí sl., reynslunni ríkari og feginn að anda aft- ur að sér svala og tæra íslenska loftinu eftir hitann og svitann í Nashville, Tennessee. Minningarnar munu alltaf að minnsta kosti ylja okkur og lýsa upp tilveruna á meðan naprir vetrar- vindar og dimmviðri ráða ríkjum í skammdeginu á íslandi. Gídeonmót í Nashville 1999 Vitnisburður móðurinnar Margir hrífandi vitnisburðir voru fluttir á Gídeonmótinu í Nashville en það er þó einn sem mér fannst áhrifaríkastur og langar mig til að reyna festa hann á blað í þeirri von að hann verði ein- hverjum til blessunar. Ég kalla hann „vitnisburð móðurinnar". Ég dáðist að framkomu þessarar móður og kjarki því ekki óraði mann fyrir, er hún steig í pontu, að vitnisburður hennar ætti eftir að vera jafntilkomumikill og hann varð í reynd. Hann var eitthvað á þessa leið: Ég eignaðist þrjár dætur og ein af þeim var Amy. Hún var ljóshærð og bláeygð og svo falleg að hún hefði sómt sér vel í keppinni um „Ungfrú Ameríku". Heimili okkar var eins og livert annað amerískt heimili. Ég var kristin og bað alltaf fyrir fjölskyldu minni og hlúði að henni eins og ég gat. En er Amy var 17 ára fór að síga á ógæfuhliðina. Amy tók upp á því að fara að reykja og drekka og fyrr en varði var hún einnig farin að fikta með eiturlyf. Upp fá því gerbreyttist þessi fallega og geðþekka stúlka og varð skapstygg og erfið í umgengni. Og ekki varð líðan mín betri. Ég bað stöðuglega fyrir henni og reyndi að fá liana ofan af því að neyta eiturlyfja en allt kom fyrir ekki. Ég átti margar andvökunætur og vanlíðan mín jókst alltaf og var svo komið að ástandið á heimilinu var óþolandi. Eldri dóttir okkar þoldi ekki lengur við og flutti að heiman, en yngri dóttirin reyndi að láta fara eins lítið fyrir sér og hún mögulega gat, því hún var enn of ung til að geta sagt skilið við okkur og flutt að heiman. Þannig var ástandið í langan tíma þar til kom að þvi að Amy flutti út. Ég hafði litlar sem engar fregnir af dóttur minni. En svo var hringt til mín eina nóttina og mér sagt að hún hefði fundist nær dauða en lífl af eit- urlyfjaneyslu þar sem hún hefði reynt að fremja sjálfsmorð og væri hún nú komin á spítala. Ég fór strax til henn- ar og þegar mér var vísað inn í her- bergið hennar blasti við mér ömurleg sjón. Fallega dóttir mín var nú bara skinnið og beinin og lá í rúmi þar sem ekki var einu sinni koddi. Það eina sem var í herberginu var lak og Nýja testamenti við höfðalagið. Því þarna mátti ekkert vera sem hún gæti notað til að skaða sig á. Þarna dvaldi hún um nokkum tíma. í hvert sinn er ég heimsótti hana tók ég eftir breytingu á henni. Það var aftur kominn roði í kinnar hennar og glampi í augu. Svo kom að því að hún sagði mér það stórkostlegasta sem gat gerst í þessari stöðu. Hún sagði mér glöð að hún hefði tekið litla testamentið og farið að lesa í því og hún hefði fundið þar frið, því hún hafði tekið á móti Jesú í hjarta sitt. Og nú upplifði ég, móðirin, þá hamingju sem fylgir því að vita af barni sínu frelsuðu og að vita að Drottinn hefur svarað bænunum sem beðnar voru í mikilli örvæntingu vegna óhamingju barnsins síns. En nú fór í hönd góður tími. Amy útskrif- aðist og kom heim og ég fann breyt- inguna á henni. Hún fór að kalla mig Framhald á bls. 38

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.