Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.12.1999, Blaðsíða 22

Bjarmi - 01.12.1999, Blaðsíða 22
Henning Emil Magnússon SviTa Guðs englar Viðtal uið ísak Harðarson um nýkomna bók hans, „Mannveiðihandbókina“ Fyrir þremur árum síðan kom út játningasagan „Þú sem ert á himnum... Þú ert hér!“. Þar rakti ísak Harðarson ævisögu sína með áherslu á afturhvarf sitt til kristinnar trúar. Nú hefur hann sent frá sér sína fyrstu skáldsögu og ber hún heitið „Mannveiðihandbókin“. Ég bað hann um að segja mér lítillega frá henni: „Sagan fjallar um þennan ráðvillta nútímamann sem kristallast í aðalper- sónu sögunnar Dórhalli rithöfundi. Hann er orðinn lífsþreyttur, menningin hefur ekki svalað honum. Hann skynjar að það hlýtur að vera eitthvað annað til sem getur gefið honum frið og tilgang í lífinu, en hann veit ekki almennilega hvað það er. Þessi ráðvillti nútímamaður er mjög hrokafullur og þykist geta upphugsað öll svörin sjálfur og fundið lausn á öllum vandamálunum. Dórhallur ílýr menning- una og fer út í lítið sjávarþorp, Saltvík, þar sem hann ætlar að reyna að átta sig, finna svarið við lífsgátunni og skrifa bók- ina sem á að bjarga mannkyninu. Hon- um gengur mjög illa vegna þess að hann veit ekki hvert á að leita eftir svörum. Þorpsbúamir opna augu hans fyrir einu og öðm og það kemur að því, seinna í sögunni, að svarið sem hann leitar að er honum geflð á nokkuð óvæntan hátt. Sagan fjallar í raun um þetta svar sem mönnunum er gefið ef þeir leita í einlægni. í bókinni er líka stúlka sem heitir Ysafold, ung og saklaus, sem ílytur úr þorpinu til Reykjavíkur þar sem freist- ingamar em allt í kringum hana. Hún lætur heillast af glysinu og kannski er ekki langt í að hún týni sjálfri sér.“ ísak Harðarson, rithöfundur. Það eru ekki margir rithöfundar í dag sem rita um trúarleg efni. ísak hlýtur þui að skera sig dálítið úr með Mannveiðihand- bókinni. Það er sjaldgæft að skáldskapur og boðun rugli saman reitum og það er misjafnt hvernig lesendur og gagnrýnend- ur taka þeirri blöndu. Ég spurði hann hvort hann yrði var við þetta. „Já, ég hef orðið var við þetta. Stund- um þegar menn eru að boða trúna þá geldur skáldskapurinn svolítið fyrir það, það er vandmeðfarið að blanda saman trú og skáldskap á þann hátt að það fullnægi bæði trúarhliðinni í lesandan- um og þeirri hlið í honum sem nýtur góðs skáldskapar. Það er erfitt að blanda þessu saman og ég hef verið skammaður íyrir að vera með of miklar meiningar. Það má ekki boða neitt. Mér finnst bara vera svo mikið af bókum sem boða ekki neitt, er ekki þá allt í lagi að einn eða tveir boði þá eitthvað. Þeir sem em ekki að boða neitt em að sjálfsögðu að boða eitthvað samt. Þeir em að boða heiminn. Þeir em að boða þennan sjálfhverfa heim, sem snýst í kringum sjálfan sig endalaust og það er eins og ekkert sé fyrir utan þennan heim. En það er auðvitað sjálfsagt að boða hinn heiminn sem við höfum fengið að kynnast. Það virðist ekki mega nefna Jesú Krist á nafn í dag, það á að þegja um hann, þannig að mér finnst ég vera knúinn til að boða hann“. í bókinni er mjög sterk ádeila á markaðshyggju. í Reykjavík er neyslu- musterið Rínglan og þar heyrist eftirfar- andi söngur: Kortið er minn liirðir, mig mun ekkert vanta. Að betri kjörum veitirþað méraðgang, leiðir mig að vörwn sem égfæ að neyta og njóta. Það var mér áminning, er ég las bókina, hversu sterk markaðshyggjan er orðin. Erum við kannski svolítið sofandi gagn- vart henni? „Já, er hún ekki farin að gegnumsýra svo margt, emm við ekki farin að taka henni sem sjálfsögðum hlut?“ Mannveiðihandbókin erfyrsta skáldsag- an þín. Þú ert þekktari sem Ijóðskáld. Hvert verður framhaldið? Er önnur skáldsaga á leiðinni? „Já, mig langar til að skrifa aðra skáldsögu. Ætli ég skrifi þetta ekki jöfnum höndum í framtíðinni ef ég held þá áfram að skrifa. Ég er byrjaður að yrkja ljóð og svo er einhver hugmynd að gerjast með skáldsögu. Ég veit ekki hvað verður úr henni."

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.