Heima er bezt - 01.04.1954, Síða 3

Heima er bezt - 01.04.1954, Síða 3
Nr. 4 Heima er bezt 99 Björn Pálsson, Kvískerjum: ísinn brast og Kúðafljót gleypti menn og hesta Morguninn 16. jan. 1905 birti upp með útsunnan krapaskúr- um eftir langvarandi suðaustan rigningu. Ég fór þá út á fjöru og reið gráu mertryppi á fjórða vetri að aldri. Þegar ég kom austast á móts við Grjótfjöruna, sá ég togara strandaðan skammt austan við Breiðárós. Ég komst á haldi fyr- ir innan ósinn og að skipinu, sem mátti ganga í þurrum fót- um um fjöru, og sá ég för eftir ellefu menn, sem lágu beint upp af fjörunni inn á ísinn, og var ekki hægt að rekja þau lengra, því að sandurinn var auður og gaddaður og svell í farvegum. Ég þorði ekki annað en fara austur að Jökulsá til þess að leita mannanna og svo vestur með jökli, og reið ég alltaf hart brokk. Ég fann þá alla í einum hóp austast í Króknum skammt framan við öldurnar, og voru þeir þarna kyrrir og ráðalausir, og held ég, að það hafi glaðnað yfir þeim, þegar þeir sáu mig. Skipstjórinn var nokkuð gam- all maður með ístru og var, sem von var, búinn að fá nóg af göngunni. Ég setti hann á trypp- ið, þótt ég byggist við, að hrygg- urinn í því myndi bila, sem þó ekki varð. Ég lagði svo á stað með allan hópinn, og gekk okk- ur furðu vel. Fjallsá og Hrútá voru auðar á milli skara, og urðum við að vaða þær tæplega í klof. Við Fjallsá ætlaði ég að verða í vandræðum. Ég þurfti að láta skipstjórann fara af baki og teyma tryppið ofan af ísskörinni, og gekk mér illa að gera honum þetta skiljanlegt. Kom William maskínumeistari þá til hjálpar, eins og oftar seinna, því að hann var lang skilningsbeztur af þeim. Gat ég svo komið skip- stjóranum á bak við skörina með hjálp hinna. Óð ég svo yfir ána með tryppið í táumi, en varð nú aftur að láta skipstjórann fara af báki þar við skörina og hjálpa honum upp á ísinn, og lenti. ég þá aftur í klípu, því að hann skildi ekki enn, hvað ég vildi. Þá kallaði vélamaðurinn til hans og skýrði málið, og leystist þá vandinn. Ég fór svo út í ána og var til öryggis þar, sem hún var dýpst, meðan hinir óðu yfir. Yfir Hrútá gekk þetta svipað, nema hvað skipstjórinn skildi þá allt betur. Við komum heim um dagset- 5 Björn Pálsson. ur, og vissi fólkið hér ekki fyrr en allur hópurinn kom heim. Þá voru hér auk mín systur mínar tvær, Ljótunn, sem var bústýra, og Sigríður, þá unglingur, enn fremur Gísli Gíslason, barn að aldri, og Þorsteinn frá Skafta- felli, unglingur. * Búið um skipbrotsmenn. Strandmennirnir voru með eitthvað lítils háttar af fötum með sér, en engan mat. Sigríður og Gísli lögðu strax á stað gang- andi til næsta bæjar, Hnappa- valla, ■— en þangað er um 15 km. leið •— til -þess 'að segja tíðind- in og fá menn til að hjálpa til að ná fatnaði óg mat handa strand- mönnunum, og var það gert dag- inn eftir. Hér var óþiljað hús áfast við baðstofuna. og urðum við að láta mennina hírast þar, þótt ekki væri það gott. Ég bar þangað mikið af heyi og öll þau skinn og rúmföt, sem til voru. Innst í baðstofunni var lítil eldavél með einu hólfi, en þá voru eldavélar nýlega komnar hingað í sveitina, og var kynnt óspart í henni alla nóttina til að þurrka föt mannanna eins og hægt var, og kaffi fengu þeir að vild og mjólk og eitthvað af mat, eftir því sem hægt var. Og engum þeirra varð illt, þótt að- búðin væri ekki betri. En kalt hefði þeim orðið að liggja úti, því að um nóttina gerði frost og kulda. Þeir voru hjá okkur til 25. janúar, er lagt var á stað með þá til Reykjavíkur. Við lánuðum þeim eldavélina og herbergið, sem hún var í, og sáu þeir svo sjálfir um að matreiða handa sér. Ari á Fagurhólsmýri var hrepp- stjóri og sendi til sýslumannsins á Kirkjubæjarklaustri, sem þá var Karl Einarsson, og kom hann sjálfur til þess að ráðstafa því sem þurfti og halda uppboð á einhverju lauslegu úr strand- inu, sem lítið var annað en kol, því þeir höfðu haft fljóta ferð að heiman og rakleitt upp í sandinn hér. Uppboðið var hald- ið, þegar við vorum farnir með strandmennina. Ferðin til Reykjavíkur hafin. Ari á Fagurhólsmýri tók að sér að sjá um flutning strand- mannanna til Reykjavíkur í samráði við föður minn, Pál Jónsson. Var borgunin fyrir það kr. 2500.00, og átti að borga næt- urgreiða og allan kostnað af því. Og þótt gisting væri alls staðar mjög ódýr miðað við verðlag þá og sums staðar alveg gefin, var ekki hægt að borga há daglaun, hvorki fyrir menn né hesta; en enginn kvartaði, enda vissu all- ir, að ráðamennirnir báru minnst úr býtum. Þessir menn fóru ferðina: Ari Hálfdánarson, hreppstjóri á Fagurhólsmýri, Jón Sigurðsson, Jón Magnússon og faðir minn, Páll Jónsson, búendur í Svína-

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.