Heima er bezt - 01.04.1954, Page 27

Heima er bezt - 01.04.1954, Page 27
Nr. 4 Heima er bezt 123 ið, að kvenfólkið varð að sópa því saman með hrís- sóflum, til þess að koma því í poka. Það var svo smátt, að það toldi ekki í böndum eins og venjulegt hey. Angistin og kvíðinn fyrir vetrinum lá eins og mara á öllum; fóikið stritaði eins og brjálað við að öngla saman svolitlu heyi handa skepnunum. Þeir ætluðu að æja niðri í Einihlíð. Bóndinn teymdi hestinn niður að læknum, en vinnumaður- inn leysti reipið af kistulokinu á meðan. Hann var svo soltinn, að það gauluðu í honum garnirnar, og hann ætlaði einmitt að fara að stinga hendinni ofan í kistuna eftir einhverju ætilegu, þegar hús- bóndi hans kallaði: — Hvað er það? spurði hann óþolinmóðlega og sleppti lokinu. — Flýttu þér! Það er urriði hérna undir stein- inum. Þú ert svo fingranæmur. — Vinnumaðurinn hljóp þangað í einum spretti, lagðist á knén og þreifaði inn undir steininn. Hann fann tvisvar, að sporðurinn straukst við hönd hans, án þess að hann næði taki á honum. Og er hann lyfti steininum litið eitt, sá hann dökka rák þjóta eftir freyðandi straumnum í læknum. -— Þá ert þú sloppinn! sagði hann gremjulega og þurrkaði af hendinni á sér á rassinum og lötraði ergilegur upp að vagninum aftur. En þar snöggstanzaði hann og starði höggdofa á vagninn. Kistulokið stóð galopið. Og maturinn og mjólk- urflaskan var horfið. Ingólfur þaut eins og píla upp skógarhlíðarnar. Hann hélt brauðsneiðunum og flöskunni fast upp að skinnúlpunni sinni. Hann stanzaði ekki fyrr en hann kom inn í þétt kjarr. Þaf skauzt hann inn undir fallið grenitré og hlustaði, hvort nokkur væri á eftir honum. Hjarta hans barðist ákaft og það suðaði fyrir eyrunum á honum, meðan hann lá þarna og hlustaði í spenningi. Þá er hann loks heyrði hj ólaskröitið, klifraði hann upp í tré til að svipazt um. Haugsbóndinn sat ofan á hlassinu, vinnumaðurinn gekk á eftir og skimaði oft í kring- um sig. Hann næstum því hékk við vagninn, eins og hann væri hræddur um að verða eftir af hon- um. Það leit út, eins og hann hefði orðið hræddur nýlega. Drengurinn renndi sér niður úr trénu. Þar stóð hann nokkra stund í þungum hugsunum og starði á græna flöskuna. Það var eins og hann tryði ekki skilningarvitum sínum. Þetta gat ekki verið rétt! Hérna stóð hann! Úr allri hættu! Og þeir höfðu ekki haft hugmynd um, að hann hafði verið í kist- unni. Hann varð ofsaglaður. Hann gat ekki staðið kyrr, hann steypti sér kollhnís og dansaði eins og Páll var vanur að gera, þegar hann var glaður. Og hann jóðlaði, söng og hló — húrra! Hann var dug- legur drengur! Og nú myndi Jens verða alvarlega smeykur, þegar hann heyrði alla söguna. Hann settist niður á lyngþúfu og fór að borða. Hann borðaði nákvæmlega helminginn af matn- um. Jens skyldi líka fá að smakka á honum. Og síð- an kraup hann inn undir grenitréð og steinsofnaði. --------Hann var of lítill. Þessvegna fékk hann ekki að vera með, og þessvegna varð hann að standa heima við kofann og horfa á, meðan Páll og Malí og Jens voru að veiða hreindýrin og Úlfur karl\ hljóp allt í kring um hópinn og hélt honum saman með ósýnilegum böndum. Páll var duglegastur til að brúka slönguna, hann dró hreinana til sín hvern af öðrum. En Jens gerði lítið. Hann var á gægjum eftir hvítri hreinkýr, sem var óvenjulega stygg. Malí var forviða yfir því, að hann skyldi aðeins hugsa um þessa hvitu, og reifst talsvert út af því. — Jú, sagði Jens, sérðu ekki, að það er mamma hans Ingólfs! Og þá fannst honum hreindýrahópurinn allt í einu vera orðinn að fólki úr sveitinni og hreinkýr- in hvíta var ung stúlka, sem hljóp hlæjandi frá hon- um, þegar hann ætlaði að ná í hana. Ingólfur gat ekki staðið lengur heima við kof- ann. Hann ætlaði að flýta sér til Jens, en það var eins og kroppurinn væri allt í einu orðinn svo þung- ur; hann reyndi að hlaupa áður en mamma hans færi burt, og þegar hann loks náði til þeirra og kallaði, heyrði hann ekkert hljóð. Þá þaut slöngvan gegnum loftið með miklum hvin og vafðist um ungu stúlkuna. — — En svo hafði hann sjálfur allt í einu fengið bandið utan um sig. Og Páll og Malí og Jens — þau voru öll horfin. Og raunar vissi hann ofboð vel, að hann lá hérna undir grenitrénu og steinsvaf. — ----En mamma hans var hérna. Það var ör- uggt. Hún stóð við hliðina á honum og kitlaði hann á nefinu. — Þú mátt ekki ná í mig, sagði hún hlæj- andi. Þá tók hann eftir því, að hún líktist bæði Malí og Geirþrúði. Hann reyndi að grípa hönd hennar, en gat ekki hreyft hendur sínar nógu mikið. Þá fór hann að gráta, því að hann var dauðhræddur um, að hún myndi fara burt frá honum. Bara að Páll hefði nú verið hérna með slöngvuna! En Páll lá nú undir skriðunni inni í Kjurudal. Og Jens var í Reyrási og kom aldrei framar hingað. Mamma hans hló aftur og fingur hennar kitluðu hann nú undir hökunni. — Ef þú getur náð í mig, skal ég alltaf vera hjá þér, sagði hún. Allt í einu fannst honum eins og hann fylltist nýju lífi. Hann gat aðeins hreyft litla fingurinn, og brátt gat hann einnig hreyft hina fingurna, en nú hélt hann hendinni kyrri og beið tækifærisins. Fingur hennar færðust frá hökunni upp að eyr- anu. — Taktu mig nú! sagði hún og hló ertnislega og kitlaði hann. Þá greip hann til — og náði i höndina á henni. Hún var örsmá og mjúk og hann fann, að hún skalf. Hann vaknaði. í hendinni hélt hann á lítilli haga- mús. Hann starði lengi inn í þessi örlitlu, angistar- fullu augu. Átti hann að kreista litla greyið til dauða? Hvernig kæmi músin til að líta út, ef hann merði hana í klessu á steinunum? Nú heyrðist hljóð undan grenitrénu. Kannske átti músin þar hreiður með ungum. Og þar lágu þeir kannske og biðu eftir mömmu sinni. Hann lauk upp lófanum hægt og hægt, þangað til mús-

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.