Heima er bezt - 01.04.1954, Blaðsíða 18

Heima er bezt - 01.04.1954, Blaðsíða 18
114 Heima er bezt Nr. 4 AMMA Saga eftir Svend Aage Nielsen Dag eftir dag hafði hún fylgt honum alveg að skóladyrunum hvernig sem viðraði, og hann gekk þó í annan bekk. í dag fór hún samt ekki alla leið en kvaddi hann á horninu rétt við skól- ann. Áður en þau skildu lagaði hún hárlokkinn í enninu, þurrk- aði nefið og strauk burtu kaffi- skeggið með vasaklútnum sín- um, sem hún vætti í munnvatni. Þá var undirbúningnum lokið og alvara lífsins gat hafizt. Dreng- urinn virtist samt ekki finna mikið til alvörunnar, hann dans- aði eftir götunni og sveiflaði skólatöskunni sinni svo hana bar við himin eins og væng á vind- myllu, og um leið æpti hann á tvo félaga, sem vonandi hafa ekki séð hvaða odd hann varð að brjóta af karlmennsku-oflæti sínu. Amma horfði á eftir honum, en hann veitti henni ekki frekari athygli. Engum þurfti að dyljast, að hann hrósaði happi yfir því að hafa losnað við hana án þess að aðrir veittu því eftirtekt. Loks sneri hún sér við og augu okkar mættust. Sennilega hef ég gefið hugsanir mínar til kynna með örlitlu brosi, því gamla kon- an nam staðar og ávarpaði mig í fyrsta sinn að fyrra bragði. „Honum líkar ekki, að ég skuli fylgja honum að skólanum, en ég les um svo mörg umferðaslys.“ Hvern morguninn eftir annan hafði ég veitt gömlu konunni at- hygli og eitthvað í fari hennar hafði gert það að verkum, að hún var orðin mér minnisstæð- ari en allur fjöldinn. Það var áreiðanlega ekki fríðleikurinn, sem olli því, margra ára strit hafði rist allt of margar rúnir í andlitið til þess, að honum væri fyrir að fara. Almenningsálitið er þannig, að ekki þykir fínt að bera þess ljós merki að lífsbar- áttan hafi kostað mikla líkam- lega áreynslu. Hafi stritið hlíft nokkru af yndisþokka æskunnar, þá hafði fátæktin, sem er systir stritsins, séð um það, sem eftir var. Skórnir hennar voru orðnir ræflar, kápan hálfgerð drusla og leifarnar af hattinum hefðu ekki fundið náð fyrir augum efnaðri meðsystra. Það er alltaf eitthvað aumkv- unarvert við allan klæðnað kvenna, sem fyrir langa löngu er kominn úr móð, en við hana var ekkert spaugilegt. Þrátt fyrir tötrana var eitthvað virðulegt við hana, í fari hennar var bæði reisn og myndugleiki, sem ósjálf- rátt hlaut að skapa virðingu. Og svo þessi dásamlegu augu. Aðra stundina mátti lesa úr þeim ró- lega yfirvegun og mat á því sem fyrir augu bar, en snögglega gátu þau ljómað af glettni, sem fátækt og strit höfðu ekki getað kúgað. Henni hafði tekizt að verða gömul og vís í senn. Ég tók ávarpinu fegins hendi og samræður hófust viðstöðu- laust. Umræðuefnið var barna- barnið. Faðir drengsins hafði látizt þegar hann var fjögurra ára, berklar höfðu á einu ári lagt þennan sterkbyggða mann í gröfina. Og móðirin, tengdadótt- irin hafði sennilega náð sér í annan í staðinn, a. m. k. var ár og dagur síðan hún hafði látið sjá sig. „Það er leitt drengsins vegna því hann saknar hennar, af og til spyr hann hvers vegna hún komi aldrei, þótt lengra og lengra yerði á milli spurning- anna. Örlög föður síns hefur hann sætt sig við, en hvers vegna kemur mamma aldrei, er spurn- ing, sem enn er ósvarað." Röddin, sem áður hafði verið róleg og örugg titraði allt í einu og í henni heyrðist sérkennileg- ur hljómur svipaður tónum 1 gömlu hljóðfæri. Hún veitti því sjálf eftirtekt og þagnaði snögg- lega, eins og hún fyriryrði sig fyrir að hafa gefið tilfinningun- um lausan tauminn. En streng- urinn, sem hafði verið snortinn, vildi ekki þagna. Með hita og þunga í röddinni hélt hún á- fram: „Hvemig getur nokkur móðir fengið af sér að yfirgefa barnið sitt?“ Ég tuðaði eitthvað um að skilja móðurina og fullur skilningur væri sama og að fyrirgefa, en ég hafði ekki fyrr sleppt orðunum en ég iðraðist þeirra sáran. Ég hafði svarað alvöruorðum henn- ar með innantómu gjálfri og það var henni strax ljóst. Andartak hikaði hún, eins og hún væri að hugsa um,hvort það væri ómaks- ins vert að tala við svo lítilsigld- an mann. Loks tók hún til máls á ný: „Þetta, sem þér voruð að segja, hef ég oft hugsað um, en er það nú rétt? Ég skil hana ó- sköp vel eða eins vel og gömul kona getur skilið unga. Hún er lítið léttúðugt fiðrildi, sem vill leika sér og njóta lífsins og það finnst mér eðlilegt, hún er að- eins 25 ára. Böndin, sem binda hana við drenginn, eru sennilega ekki mjög sterk, hún hafði ekki óskað eftir því að hann fæddist, og hjónaband hennar og sonar míns veitti henni mjög litla hamingju. Ég skil hana, en eigi að síður er einhver rödd hið innra með mér, sem segir nei þegar vitið skipar mér að fyrir- gefa. Það getur ekki verið rétt að láta lítið barn gjalda afglapa hinna fullorðnu. Oft og mörgum sinnum hef ég tárfellt þegar við höfum setið saman í myrkrinu og drengjamontið, sem þér sáuð áðan hefur rokið út í veður og vind og hann hefur sagt: „Held- urðu að mamma vilji aldrei sjá mig framar?“ Gamla konan strauk handar- bakinu yfir ennið eins og hún vildi losna við óþægilegar hugs- anir.“ En þótt foreldrarnir ósk- uðu ekki að ástaleikur þeirra skapaði nýjan mannfélagsgróð- ur varð hann mér til blessunar, því hann er góður drengur, og vilji guð gefa mér líf og heilsu ætti allt að geta farið vel.“ Og það gekk, en gangan var erfið. Amma stritaði meira en flestir geta gert sér í hugarlund. Þrátt fyrir stríð og dýrtíð hélt hún drengnum hreinum og fín- um, hann skorti ekkert. Þeim mun meira fór hún á mis við. Öllum mátti nú vera ljóst, að hún barðist nú ekki lengur við á- gengni ellinnar heldur skorti hana einnig nauðsynlegustu lífs- nauðsynjar. Hún tók með þökk- um lítilf jörlegri aðstoð einstakl- inga ,en hafnaði öllum opinber- Framh. á bls. 125.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.