Heima er bezt - 01.04.1954, Blaðsíða 13

Heima er bezt - 01.04.1954, Blaðsíða 13
Nr. 4 *3eima er bezt 109 Frá liöinni tíð * „HÚSI8 “ Um langt skeið var danska selstöðuverzlunin á Eyrarbakka langstærsta verzlun landsins. I»ang- að sóttu allar sveitir Suðurlands. Misjafnar sögur gengu um verzlunina, eins og gengur og ger- ist, en því verður ekki á móti mælt, að margir af forstöðumönnum hennar voru hinir mestu ágætismenn, sem létu sér mjög annt um menningu og framfarir í héraðinu. Má meðal þeirra nefna Guðmund Thorgrímsen, sem var ,,faktor“ í áratugi. Síðasti forstöðumaður verzlunarinn- ar var Peter Nielsen, danskur maður, er kom ungur hingað. Fékk hann hið bezta orð. Hann hafði mikinn áhuga á fuglafræði, og reit margar greinir um það efni í blöðin. Nú heyrir þetta mikla fyrirtæki sögunni til. Bakkaverzlunin varð að þoka um set fyrir nýjum verzlunarhátt- um, sem óðum tóku að ryðja sér til rúms fyrir og um aldamótin. Selstöðuverzlanirnar hafa fæstar hlotið góð eftirmæli, enda varla við að búast. Þó skilst manni, að fyrirtæki þau, er tóku við, gætu í mörgum greinum lært af þeim gömlu, og ekki sízt þá menningu, sem þau fluttu með sér í ýmsum greinum hingað, en nokkuð skortir á hjá okkur sjálfum. — Myndin sýnir forstöðumann verzlunarinnar og nokkra aðra menn við öldrykkju fyrir utan heimili verzlunarstjórans, en það var jafnan nefnt ,,Húsið“ í taglegu tali. Um Bakkaverzlunina er ítarlegur fróðleikur samankominn í riti Vigfúsar fræðimanns Guðmundssonar um sögu eyrar- bakka. og mælt var það, að Vatnsdals- meyjunum litist vel á manninn. Þar kom þó, að Þorsteinn festi ráð sitt. Giftist hann vorið 1873 Halldóru Pétursdóttur frá Vala- dal eins og segir i brúðkaups- kvæði, er þeim var flutt: Sú kona ekki í djúpum dölum nam dafna sem þann veiddi hal. Hún vóx í fjalla vænum sölum í Valadal. Hann valdi þá sem vildu fleiri velja af yngismanna sveit. Já, það var gæfumunur meiri en margur veit. Eftir að Þorsteinn giftist, var talið að hann ætti búið með móður sinni, þótt saman stæði sem eitt, og hún hefði á hendi bústjórn sem áður. Eins og get- ið er í næsta þætti á undan, flutti Þorsteinn með móður sinni að Haukagili. Þar tók hann strax til starfa, byggði upp tvær hlöð- ur og nokkuð af fénaðarhúsum. Byrjaði á að girða túnið með grjótgarði og auka það út, byggja kálgarða og fleira, og var all stórvirkur. Væntu menn hins bezta af honum á þessu sviði sem öðrum. En þá kom dauðinn. Þorsteinn sýktist á ferðalagi af blóðeitrun, komst þó heim, en lá skamma stund og dó 29. ágúst 1881. Enginn mun sá hafa verið í Vatnsdal, er ekki harmaði frá- fall hans, og þótti höggvið djúpt skarð í búendaflokk Vatnsdæla. „Deyr fé, deyja frændr, deyr sjalfr, it sama; en orðstírr deyr aldregi, hveim er sér góðan getr.“ Þau Þorsteinn og kona hans höfðu eignazt tvær dætur, sem lifa. Eftir dauða manns síns undi Halldóra ekki í Vatnsdal, en fluttist vorið eftir til foreldra sinna í Skagafirði. Lengi á eftir fannst Vatnsdælingum dalurinn drjúpa eftir missi þessa fólks. Þetta er úr ljóði, er Halldóru var afhent við burtför hennar úr Vatnsdal: „Þú komst með gleði, gleði nauztu hér, því gefin varstu okkar bezta halnum, en héðan aftur hrygg og mædd fer, við hörmum ykkur, líka sárt í dalnum. Stutt er gleðin, stutt er reynslu- tíð, ef stefnum vér til ljóssins björtu heima og lítum aftur, yfir endað stríð, en endurminning viðkvæmt hjörtun geyma.“ Halldóra var góð kona og gjörfuleg eins og hún átti kyn til. Nokkru síðar giftist hún Ól- afi alþingismanni Briem. Þau bjuggu lengi á Álfgeirsvöllum í Skagafirði, sem hún hafði tekið í arf. (Ritað í des. 1922.) Jarðarför Þorsteins sáluga fór fram að Haukagili 10. sept. Jarð- sett í Grímstungu. Bæði for- eldra minna voru þar viðstödd. Þótt ég væri þá aðeins tæpra 8 ára, er mér minnisstæð frásögn móður minnar, sem var uppeld- issystir Þorsteins og bróðurdótt- ir móður hans. Sagðist hún aldrei hafa séð annan eins mannfjölda samankominn, bæði úr dalnum og víðsvegar utan úr sýslu. Hefði allt borið þess ljós- an vott, að Þorsteinn sál. varð samtíð sinni harmdauði. Hér er þessum frásagnaþátt- um lokið. Ég hef athugað í Þjóðskjalasafninu bæði skipta- bækur Húnavatnssýslu frá þeim tíma og ennfremur sveitarbæk- ur Áshrepps, um búaskiptin í Grimstungu. Við fráfall Jóns Skúlasonar finnst ekki neitt. Bendir það á, að skiptin hafi ekki verið opinber, enda erfingj- ar fullveðja. Guðrún annarsveg- ar, en hinsvegar Jón, stjúpson- ar (Brúsastaða-Jón). Fæst því ekkert yfirlit yfir j arðeignirnar, en þær voru mikl- ar og víðar. Aftur á móti sést í sveitarbókum Áshrepps, bæði framtöl í Grímstungu og sömu- leiðis útsvarahæð á búinu og einnig öll útsvör hreppsins. Tek ég það hér upp eftir sveitarbók- unum, síðasta árið, sem Jón Skúlason lifði, og fyrsta árið

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.