Heima er bezt - 01.04.1954, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.04.1954, Blaðsíða 14
110 Heima er bezt Nr. 4 eftir að Guðrún varð ekkja. Eru þau þannig: 1872 Framtal Jóns Skúlasonar í Grímstungu (aðeins tekið sauðfé) ær 137, sauðir 200, gemlingar 128, alls 467 kindur. Lausafjártíundin öll 53 hundruð. Sveitarút- svar búsins 1240 fiskar. Þetta sama ár voru öll sveit- arútsvör í Áshreppi samanlegt 4119 fiskar. 1873 Framtal Guðrúnar Þor- steinsdóttur í Grímstungu ær 149, sauðir 235, gemling- ar 153, alls 537 kindur. Lausafjártíundin það ár 58,5 hundruð. Sveitarút- svar búsins 1100 fiskar. Öll útsvör í hreppnum það ár samanlögð 3110 fiskar. Aðeins skal því við bætt, að bæði þessi umræddu ár var sam- kvæmt manntalinu 17 manns í heimili í Grímstungu. V. Síðari ábúendur í Grímstungu 1878 er talið tvíbýli, Þorsteinn Guðmundsson og Páll Guð- mundsson. 1879 Björn Eysteinsson 31 árs. 1881 Tvíbýli Sigriður Bjarna- dóttir og Sigurbjörg Jóns- dóttir, báðar prestaekkjur. 1886 Björn Sigfússon til 1899. 1899 Björn Eysteinsson. Lengra aftur ná ekki bækur þær, er komnar eru í Þjóðskjala- safnið. Um leið og ég lýk frásögnum af þessu gamla höfuðbóli og fólki þar, leyfi ég mér að minn- ast sérstaklega eins ábúandans, þess af þeim, er mestur tvískiln- ingur hefur verið með. Það er Björn Eysteinsson. Björn Ey- steinsson er fæddur 1. jan. 1848, dáinn 23. nóv. 1939. Björn var, sem fleiri ættmenn hans, skarpgreindur maður, harðgerður og óvæginn við sjálf- an sig, að öllu leyti barn síns tíma. Hann gerði ekki miklar kröfur tii lífsþæginda, en vildi í öllum greinum vera sjálfum sér nógur. Hann varð að fara frá Grímstungu vegna ekkju séra Sigfúsar. Lenti á landléttu rýr- ings jarðnæði, því mesta fjár- pestarbæli frá þeirri tíð, einmitt þegar ísharðindin voru að byrja. Strádrap fjárpestin niður fé hans, svo að hann varð sem næst öreigi, en þrátt fyrir allt lam- aðist ekki sjálfsbjargarviðleitn- in og traustið á guðlegri forsjá. Sagði hann svo sjálfur síðar frá: „Þegar tæpast stóð fyrir mér, bað ég Guð að hjálpa mér, og hét honum því, að ef hann gæfi mér efnin mín aftur, skyldi ég minnast smælingjanna, sem leituðu mín.“ Það verður ekki um það deilt, að það efndi Björn til síðustu stundar. 1899 losnaði Grímstunga úr ábúð Björns Sigfússonar. Umráð jarðarinnar voru í hendi Hjör- leifs prófasts Einarssonar á Undirfelli. Sýndi hann það sem oftar hver maður hann var. Sendi hann gagngert vestur í Miðfjörð til Björns Eysteinsson- ar og bauð honum Grímstungu til ábúðar. Tók Björn því tilboði með fegins hendi og flutti aftur að Grímstungu vorið 1899. Þar bjó hann í mörg ár. Varð stór- auðugur maður. Talinn fjárflesti bóndi í Húnavatnssýslu, þrátt fyrir það, að hann stórgæfi fá- tæku fólki. Björn var mjög óádeilinn maður, og manna lausastur við að hagnast á kostnað náung- ans. Eftir eða um 1910 flutti hann frá Grímstungu, er hann hafði þá keypt. Gjörði hann það vegna sona sinna. Flutti hann þá að Orrastöðum á Ás- um og keypti þá jörð. Síðan hef- ur Lárus sonur hans búið í Grímstungu og býr þar enn stórbúi, og reynist í hvívetna samtíð sinni hinn ágætasti mað- ur. All löngu fyrir andlát sitt flutti Björn til sonar síns að Grímstungu, örvasa og blindur, og dó hjá honum fyrir fáum árum nærfellt hálf níræður. Niðurlagsorð. Eins og að framan er greint hvíla jarðneskar leifar Þor- steins Eggertssonar í hinum niðurlagða grafreit í Gríms- tungu, og Guðrúnar móður hans í grafreitnum á Tjörn á Vatns- nesi, en ættareinkennin hafa varðveizt í afkomendum þeirra, dætra Þorsteins, Guðrúnar og Jórunnar og ennfremur í börn- um Guðrúnar: Þorsteini, Ey- steini og Sigríði. Að vilja öllum vel, og rétta þeim bróðurhönd sem eiga bágt, það er guðlegur geisli hér á jörðunni. Um fjölda ára hefur aðeins verið ein kirkja í Vatnsdalnum, á Undir- felli. Og 1906 var Undirfell sameinað Þingeyrarprestakalli. Lýsingu á sveita- og héraðslífi skrifa ég enga en vísa á hinn sriilldarlega skrifaða inngang að sögu Búnaðarfélaganna í Svína- vatns- og Bólstaðarhlíðarhrepp- um, eftir Jónas Bjarnason. Bókin kom út 1944. Ennfremur vísa ég í ritið „Horfnir góðhest- ar“, eftir Ásgeir Jónsson, er sýnir hver tengiliður hestúrinn var á milli manna og héraða. Þess utan er sú bók rituð af list, hvað snertir orðauðgi og máls- meðferð. Bók þessi kom út s. 1. ár, og mun vekja athygli um land allt. Kynslóð %19. aldarinn- ar er að fjara út í Vatnsdaln- um sem annarsstaðar, en sagn- irnar lifa, sumar réttar, sumar ekki réttar, en mín skoðun er sú, að margt í Vatnsdal verði gleymt áður en græskulausu gamanyrðin hans Björns Ey- steinssonar verði horfin með öllu, og steinarnir í garðinum á Hjallalandi hættir að minna á hinn stórbrotna bændahöfð- ingja Jósef Einarsson. Um leið og ég legg frá mér pennann og lýk frásögnum þessum, er ég rita aðeins til að minna á þessi börn 19. aldarinnar, sem hér eru nefnd, dreg ég ekki dul á þá skoðun mína, að það er fyllsta þörf að rita æfisögu þessa fólks. Myndi það kasta réttara ljósi yfir margt frá þessum tíma og þarafleiðandi leiðrétta ýmislegt er skolazt hefur í meðferð gegn- um árin. Þess utan væri það menningarverk. Ari fróði sagði: „Þá es skylt at hafa þat held- ur es sannara reynisk". Aftur á móti væri skaðlaust að draga úr, eða jafnvel fella niður með öllu, skrumlýsingum á störfum allavega gefinna efn- ishyggjumanna, sem að jafn- aði hafa verið og verða meira að fyrirferð en gæðum. Mennirnir eru aldrei svo góðir eða slæmir eins og skoðanir þeirra benda til. Mackintosh. Ekkert er óumbreytanlegt, nema breytingarnar. Ludvig Börne.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.