Heima er bezt - 01.04.1954, Page 5

Heima er bezt - 01.04.1954, Page 5
Nr. 4 Heima er bezt 101 rúmföt, og lagðist hún þar til hvíldar. Köttur í bóli. Þarna voru tveir kettir, og voru þeir líklega vanir að sofa í rúmi stúlkunnar, sem við vor- um nú í, og til þess að koma í veg fyrir að þeir ónáðuðu okkur, fór Sigríður að reyna að ná köttunum. Hún náði aðeins öðr- um og lét hann hjá stúlkunni og lét lokið aftur, en hinn kött- urinn var hjá okkur um nóttina, og er það fyrsti og síðasti kött- urinn, sem hefur sofið hjá mér. Sykurmoli og kaffibolli dagsfæði. Við fórum á stað með birtingu um morguninn og náðum hin- um á Hemlu og hjálpuðum þeim að leggja á hestana. Markarfljót var autt og gott yfirferðar. Þennan dag, 4. febrúar, fórum við að Þjórsártúni til Ólafs, sem þar hafði greiðasölu. Var þá gott veður og vegurinn góður, og fórum við greitt og stönzuðum hvergi, frekar en vant var. Dag- arnir voru svo stuttir, að áfram varð að halda, meðan bjart var. En svangir vorum við Gísli orðn- ir um kvöldið; við höfðum aldrei tíma til að fá okkur bita, en urðum að láta okkur nægja syk- urmolann og kaffibollann í Ossabæ um morguninn. Þá var sjaldan drukkinn nema einn bolli af kaffi, og um hveitibrauð með kaffi var varla að tala nema á stórhátíðum, þar sem ég var kunnugur. Þegar við komum að Þjórsár- túni um dimmuna, var enginn heima nema húsmóðirin, öldr- uð móðir hennar og unglings- stúlka, sem strax var send að sækja Ólaf, en hann var á öðr- um bæ að skipta fiski, sem þeir fengu af nýströnduðum togara þar nálægt. Konan vísaði okk- ur á hlöðu og hesthús, sem tók alla hestana, og urðum við að hugsa um þá sjálfir. Það var dálítið tafsamt að gefa þeim að drekka; varð að vinda upp vatnið úr brunni, og komust víst ekki margir í einu að ílátinu, sem þeir drukku úr. En heyið var gott og ekki sparað. Nýr koli í matinn. Það dróst nokkuð lengi fram eftir kvöldinu að Ólafur kæmi, og var farið að óttast um, að stúlkan hefði villzt, því eitthvað var dimmt í lofti. En loks komu þau, og glaðnaði heldur yfir mönnum við það. Við fengum nóg af nýjum kola og fleira góð- gæti og leið vel. Og Ólafur átti eins hægt með að tala við strandmennina eins og okkur. Þeir kvörtuðu furðu lítið eða ekki neitt yfir ferðalaginu þótt varla gæti þeim liðið vel á því; en þeir hafa séð, að ekki var gott að hafa það öðruvísi. Þann 5. febr. fórum við til Jakobs í Auðsholti, og tók hann alla strandmennina. Við hinir fórum til gamla sóknarprestsins okkar, séra Ólafs Magnússonar í Arnarbæli, ég held með alla hestana (þó getur verið, að Jakob hafi tekið einhverja). Þennan dag riðum við einna harðast í allri ferðinni, og höfð- um dálítið gaman af sumir. Ari var sérstakur með það að vilja fara vel með hesta, eins og raunar bæði menn og skepnur, og dró oft heldur úr, að hart væri farið. En þennan dag fór hann oftast fremstur á Nasa sínum, sem var vel viljugur og ágætur brokkhestur; Ari lét hann víst nokkuð ráða ferðinni, en varaði sig ekki á, hvað Nasi var ferð- drjúgur, svo að okkur, sem á eftir vorum, fór að þykja nógu hart farið. Strekkings vind- ur var á austan með slyddu- éljum, svo að vel varð hvítt. Þar sem við fórum fram með Ing- ólfsfjalli, var dálítill halli á veg- inum á nokkrum kafla og svell undir fölinni. Hlóðst þar í hóf- inn á hestunum, og lentu marg- ir á hliðina, bæði menn og hests- ar, en enginn meiddi sig, svo að teljandi væri. 6. febrúar fórum við að Kol- viðarhóli. Það var mikill snjór á fjallinu, en við vorum svo heppnir, að við mættum mönn- um, sem voru að koma frá Reykjavík, en þangað höfðu þeir flutt strandmenn af togaran- um, sem áður var minnzt á og fiskurinn var af, sá sem Ólafur í Þjórsártúni var að skipta. Voru eins og traðir eftir þá að Kol- viðarhóli. Þar var góður útbún- aður til að taka á móti mönn- um og hestum, enda var það gert með ágætum. Á leiffarenda. Hinn 7. febrúar komum við til Reykjavíkur. Við stönzuðum einhvers staðar nálægt miðbæn- um nokkuð snemma á degi. Við fengum að taka af hestunum hjá porti, sem einhver kaupmaður átti, og láta þar inn dótið. Þor- valdur Björnsson, lögreglu- þjónn, og Kristinn Magnússon, skipstjóri, bróðir séra Ólafs í Arnarbæli, komu fljótt til okk- ar og komu hestunum fyrir, fá- um í hverjum stað, ég vissi ekki hvar eða hve víða um bæinn. En

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.