Heima er bezt - 01.04.1954, Blaðsíða 15

Heima er bezt - 01.04.1954, Blaðsíða 15
Nr. 4 Heima er bezt 111 WILLIAM SAROYAN: Dóttir hjarðmannsins Það er skoðun ömmu minnar — guð blessi hana — að allir menn eigi að vinna, og hún sagði við mig við borðið áðan: — Þú verður að læra að vinna eitthvert verk, læra að gera einhverja nytsama hluti, eitthvað úr leir, eða tré, eða málmi, eða klæði. Það er enginn gæfuvegur ung- um manni að forðast heiðarlega erfiðisvinnu. Geturðu ekkert gert að gagni, drengur? Geturðu búið til einfalt borð, stól, disk, brekán eða kaffikönnu? Get- urðu ekkert nytsamlegt unnið, vesalingurinn? Og amma mín horfði á mig með aumkunar- og reiðisvip? — Ég veit svo sem, að þú þykist ætla að verða rithöfund- ur, sagði hún, og ég býst við að þú verðir það. Þú reykir svo sem nógu margar sígarettur til þess, og húsið er allt fullt af reyk, en þú verður samt að læra að búa til einhverja almennilega hluti, hluti, sem hægt er að nota, hluti, sem hægt er að sjá og þreifa á. Einu sinni var konungur í Persíu, sagði amma mín, og hann átti son. Þessi sonur varð ástfanginn af dóttur hjarð- manns nokkurs. Kóngssonurinn fór til föður síns og sagði? — Faðir minn, ég ann dóttur hjarð- mannsins, og ég vil kvænast henni. Og konungurinn svaraði: — Ég er konungur, og þú ert sonur minn. Þegar ég dey, átt þú að erfa ríkið og verða konungur. Hvernig getur þér komið til hugar að kvænast dóttur hjarð- mannsins? Og kóngssonurinn svaraði: — Faðir minn, ég veit það ekki, en ég elska þessa stúlku og ég vil gera hana að drottn- ingu minni. Konungurinn skildi, að ást sonar hans var frá guði komin, og hann sagði: — Ég ætla að senda eftir henni. Hann kallaði til sín sendimann og sagði: — Farðu til dóttur hjarðmannsins og segðu henni, að sonur minn elski hana og vilji fá hana fyrir konu. Og sendimaðurinn fór til dóttur hjarðmannsins og sagði: — Sonur konungsins elskar þig og vili fá þig fyrir konu. Og stúlkan svaraði: — Hvaða verk kann hann að vinna? Og sendi- maður svaraði: — Hann er kóngssonur, og hann vinnur ekki. Stúlkan svaraði: — Hann verður að læra eitthvert nytsamt verk. Og sendimaðurinn fór til konungsins og flutti honum orð dóttur hjarðmannsins. Konungurinn kallaði á son sinn og sagði: — Dóttir hj arðmanns- ins vill að þú lærir að vinna eitthvert nytsamt verk. Viltu enn eignast hana fyrir eiginkonu? Sonur hans svaraði: — Já, ég ætla að læra að vefa mottur úr strái. Og konungssyni var kennt að vefa mottur úr strái, og sendimaður konungs fór aftur til dóttur hj arðmannsins með motturnar og sagði: — Þessar mottur hefur kóngsson ofið. Þá fór stúlkan með sendi- manni heim til konungshallar og giftist kóngssyni. Dag nokkurn, sagði amma mín, var kóngssonur á gangi á götu í Bagdad og kom að mat- stofu, sem var svo hrein og svöl, að hann stóðst ekki freisting- una og fór inn og settist við borð. En þessi matstofa, sagði amma mín, var bæli þjófa og morð- ingja, og þeir tóku kóngsson og settu hann í myrkrastofu, þar sem margir menn voru hafðir í haldi. Þjófarnir líflétu feitustu mennina og ólu hina mögru á þeim, og þetta var hið mesta gaman þeirra. Kóngssonur var meðal hinna mögrustu, og eng- inn vissi heldur, að hann var sonur konungsins. Þess vegna fékk hann að halda lífi. Hann sagði við þjófana og morðingj- ana: — Ég kann að vefa strá- mottur, og slíkar mottur eru dýr- ar. Þeir færðu honum strá, og á þrem dögum óf hann þrjár strá- mottur og sagði: — Farið með þessar mottur til konungshall- arinnar, og konungurinn mun greiða ykkur hundrað gullpen- inga fyrir hverja þeirra. Og þeir fóru með motturnar til hallar- innar, og þegar konungurinn sá þær, vissi hann, að þær voru verk sonar hans. Hann fór með motturnar til dóttur hjarð- mannsins og sagði: Þessar mott- ur hefur sonur minn, sem er týndur, ofið. Og dóttir hjarð- mannsins skoðaði motturnar vandlega og í mynstri hverrar mottu sá hún, að letrað var á persneska tungu orðsending frá manni hennar, og hún las orð- sendinguna fyrir konunginn. Konungurinn brá við, sagði amma mín, og sendi marga her- menn til þjófabælisins, og her- mennirnir frelsuðu alla band- ingjana og felldu þjófana og morðingjana, og kóngssonur komst heill á húfi heim til hall- ar föður síns og konu sinnar, dóttur hjarðmannsins. Og þegar kóngssonar sá konu sína, féll hann að fótum hennar og sagði: — Ástin mín, það er þér að þakka, að ég er nú á lífi, og konungurinn var dóttur hjarð- mannsins ákaflega þakklátur. — Jæja, sérðu nú ekki, sagði amma mín, að hver einasti mað- ur á að læra eitthvert nytsamt handverk? — Jú, ég sé það gerla, sagði ég, og jafnskjótt og ég er búinn að eignast nógu mikla peninga til að kaupa mér hamar, sög og við, ætla ég að reyna að smíða borð- nefnu eða bókahillu. Andrés Kristjánsson íslenzkaði. Myndin á bls. 119 Selkot undir Eyjafjöllum. Á síðustu áratugum hefur gömlu bæjunum fækkað mjög og er það einn liðurinn í fram- förum þessara ára. Þó að gömlu bæirnir hafi verið vinalegir og sómt sér vel í íslenzku landslagi, þurftu þeir mikið viðhald, ef vel átti að vera. Með gömlu bæjun- um hverfur sérkennilegur bygg- ingarstíll úr sögunni. Er víða hugur í mönnum að varðveita nokkra þeirra í einskonar byggðasöfnum, eins og víða er gert með al frændþjóðanna.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.