Heima er bezt - 01.04.1954, Page 20

Heima er bezt - 01.04.1954, Page 20
116 Heima er bezt Nr. 4 Sólin þaggar þokugrát, þerrar saggann úða. Fjólan vaggar kolli kát, klædd í daggarskrúða. Hins vegar mun ekki fara á milli mála, að þessi vísa sé rétt eignuð Baldvini: Fölnar smái fífillinn, fegurð sá er rúinn. Öll eru stráin stálfrosin, stakki gráum búin. Á útleið til Ameríku á Baldvin að hafa kveðið þessar vísur: Man ég skvettu af brenndum bjór — blíðu mettar stundir. — Man ég nettan margan jór. Man ég sléttar grundir. Hvar ég sveima á seggja fund saknaðseimur deyi. Man ég heima marga stund, mér sem gleymist eigi. Hjartað særir sorgin há, sem mér bæri að gleyma, langt er fjær, en eftir á ástvin kæran heima. Er Baldvin var kominn til fyr- irheitna landsins, Vesturheims, hélt hann, ásamt fleiri íslend- ingum, um hríð til hjá enskri (kanadiskri) kerlingu, er var hinn mesti svarkur og sendi þeim félögum æðioft tóninn. Um hana kvað Baldvin vísuna: Vísar spilling vart á dyr, vagtar illa stýrið, er að tryllast eins og fyr enska villidýrið. Mannlýsing eftir Baldvin: Montinn, leiður lifði, dró lastaveiði úr tímans sjó, tryggð og heiður tætti, fló til að eyða friði og ró. Um annan mann kvað Baldvin eftirfarandi vísu, en eins og vís- an ber með sér, þótti honum sem maðurinn bæri ekki örlætið ut- an á sér. Mammon hefur merkt sér kind, meina ég það sé hrútur. Er á þína andlitsmynd alla málað: grútur. Um mikinn tóbaksmann, er notaði mjög orðatiltækið nefni- lega, hi, hí, hi, kvað Baldvin: Tóbakssegull urgar í an drúmsvegamótum. Nefið dregur nautn af því, nefnilega hí, hí, hí. Vísu þá, sem hér fer á eftir orti Baldvin í orðastað karls eins vestra, er sagði um kauþmann sinn, að hann seldi vöru sína eins hátt og sólin risi. Óguðlegur er sá prís, ónýtt fjandans dótið selur eins og sólin rís Sigurbjörn við Fljótið. Fljótið, sem um getur í vís- unni, er íslendingafljót. Þrjár gátur. Hún er nokkuð höfuðstór, harla mittisdigur, fótur hennar fjarska mjór, fær þó jafnan sigur. Ráðningin er hjólsveif og naf- ar. Áðan hitti maður mig, máttu að nafni leita, Trygglyndur við sjálfan sig sagðist karlinn heita. Ráðning: Sigtryggur. Þegnar margir þessa slóð þvernauðugir ganga. Ef hún reynipt ekki góð út þeir falla á vanga. Þessir undirokuðu þegnar eru naglarnir. Bláleitur bíll fullur af ærsla- fullu fólki fór úr hlaði hjá Bald- vini. Frillukassa forsmán blá flytur skassa grúa. Saurlífsbassa syngur þá silkirassahrúga. Frostrósir. Klaka grætur gráblá und, glugga vætir kinnar. Sólar tætir máttug múnd málverk næturinnar. íslenzkan í enskra munni. Á mína tungu hleypur haft, hugur eitri drýpur, þegar enskur api í kjaft íslenzkuna grípur. Þessi lipra vísa, sem hér fer á eftir og flest börn kunna, er jafnan talin eftir Baldvin, hefði ég þó ætlað hana eldri. Heitir Kolur hundur minn hefur bol úr skinni, einatt volar auminginn einn í holu sinni. Baldvin átti gráa hryssu vestra og kallaði Kate. Hún varð eitt- hvað veik og varð hann að skjóta hana. Hryssan átti fol- ald og tryppi veturgamalt. — Kveðjumál þessi orti hann: Á mig leit hún angurblíð eins og hún vildi segja: Eftir lokið ævistríð ég er til að deyja. Afkvæmi mín ung ég fel ást og drengskap þínum. Vertu sæll! En vinur, vel vertu börnum mínum. Ávarp til maí 1929. Ég hef, kæri maí minn, margt við þig að spjalla. Af þér heimtar heimurinn hjálp og blessun alla. Vori bólar ekkert á undir sólartjöldum. Nálög gólar nepja frá norðurpóli köldum. Þetta napra norðanþóf nístir líf úr æðum, enda er þögn um allan skóg — ekkert kvak á flæðum. Þó að nú sé orðið autt, — enginn snjór til baga — allt er kalið, allt er dautt, ekkert líf í haga. Hvar er máttur kærleikans? Hvað er oss að dreyma? Skyldi ástúð eigandans öllu þessu gleyma? Þú ert heldur harðleikinn: héla í hverju spori. Geturðu ekki, maí minn, munað eftir vori? Framh. á bls. 120.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.