Heima er bezt - 01.04.1954, Qupperneq 2

Heima er bezt - 01.04.1954, Qupperneq 2
98 Heima er bezt Nr. 4 Þ jóðlegt h e i m i I i s r i t ------------------------------------------------------------------- HEIMA ER BEZT • Heimilisblað með myndum Kemur út mánaðar- leg:a • Áskriftag:jald kr. 67.00 • Útg:efandi: Bókaútg:áfan Norðri • Ábyrg:ðarmaður: Albert J. Finnbogason • Ritstjóri: Jón Björnsson • Heimilisfang: blaðsins: Pósthólf 101 Reykjarík • Prentsm. Edda h.f. Efnisyfirlit Bls. 99 — 105 — 107 — 111 — 112 — 114 — 115 — 117 — 121 — 122 ísinn brast og Kúðafljót gleypti menn og hesta. Björn Pálsson. Bátamið Bolungarvíkur. Jón Marteinsson. Ábúendur í Grímstungu. Þorsteinn KonrÁðsson. Dóttir hjarðmannsins. WlLLIAM SAROGAN. Villigeitur í Noregi’. Amma. SVEND AAGE NlELSEN. Baldvin skáldi. Kristmundur Bjarnason. Úr endurminningum Magnúsar læknis Hjaltasonar. Kristmundur Bjarnason. Flensborgarskóli 50 ára. Fjallabúar, framhaldssaga EFTIR KRISTIAN KrISTÍANSEN. Myndasagan, Óli segir sjálfur frá, o. fl. ......■iiiiiiiiiiiiiiiiii................................................................................................. Stafafell í Lóni og briíin á Jökulsá stólpa, sem stóð rétt hjá bænum og menn höfðu mikinn átrúnað á í þann tíð, og hafa jafnvel fram til þessa dags, sumstaðar. Ennfremur lokaði hún uppgönguauga í læknum, sem fellur rétt hjá bæn- um, en áður átti hann að hafa verið fullur af sil- ungi. Af helgistaf þessum, eða stöfum, mun bæj- arheitið dregið, og þar síðar hafa verið helgistað- ur = kirkjustaður. En ekki er þar kirkju getið fyrr en um 1200 í kirkjustjórn Páls biskups. Og víst er þar kirkja 1201, því að þá syngur Guðmundur biskup þar messu 24. ág. um sumarið. Alla tíð síðan sátu prestar á Stafafelli, og síð- asti prestur þar var Jón Jónsson, hinn fróði, d. 1920. Hann lét eftir sig mikil og merk ritstörf á sviði sögurannsókna. Eitt helzta rit hans er Víkingasaga, sem Bókmenntafélagið gaf út, og náði miklum vin- sældum. Skáldmæltur var hann og vel, og birtust mörg af kvæðum hans í Minningarriti, er sýslung- ar hans gáfu út að honum látnum. Myndin er tekin yfir bæjarhúsin frá austri til vesturs, og sést til næsta bæjar, Brekku, en skammt þar frá er hin nýja stórbrú yfir Jökulsá í Lóni, og fyrirstöðugarður vestur á sandinn, er stefnir á bæinn Þórólfsdal, sem er í hvarfi við lág- an höfða. Þar er Dalsfjall og Hvammsheiði næsta fjallið á myndinni. Myndin á forsíðunni er af brúnni á Jökulsá í Lóni, sem er mikið mannvirki. Sveitin var mjög afskekkt áður en brúin kom, enda er Jökulsá hið mesta foraðsvatn. Vantar ekki annað en brú á Hornafjarðarfljót, svo að öll sýslan komist í vega- samband við Austurlandið. Brúin er ein hin mesta hér á landi, 247 m. að lengd og hvílir á 16 stein- steyptum stöplum. Myndin hér á síðunni er af Stafafelli í Lóni í Austur-Skafta- fellssýslu. Lónið er austasta sveit- in í sýslunni. Stafafell er þekktur staður allt frá Landnámstíð, þótt ekki sé vitað með vissu, hver þar tók sér bólfestu fyrstur manna. Þegar Þangbrandur kristniboði kom á þessar slóðir, bjó sá maður á Stafafelli er Þorkell hét. Var bóndi mjög öndverður gegn kristniboðinu. Þangbrandur bauð honum til einvígis, svo að séð yrði, hvor guðinn betur mætti, Kristur eða Þór. Þorkell bóndi féll í einvíg- inu, en því miður er haugur hans gleymdur. í Ferðabók Sveins læknis Páls- sonar segir svo: „í heiðnum sið bjó völva að Stafafelli, en varð síðan að hrökkl- ast þaðan undan kristnum mönn- um. Tók hún hefnd á þeim fyrir hrakning sinn, með því að eyði- leggja svonefndan staf eða

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.