Heima er bezt - 01.04.1954, Blaðsíða 19
Nr. 4
Heima er bezt
115
Kristmundur Bjarnason:
Lítið eitt frá Baldvini Halldórssyni, skálda
í I. árg. Heima er bezt, sept-
emberblaðinu, eru birtar nokkr-
ar vísur eftir Baldvin Halldórs-
son, skálda, eins og hann oft var
nefndur, og lítið eitt sagt frá
manninum. — Heimildir fyrir
þeim vísum og kvæðum, sem hér
fara á eftir, eru margar. Margar
vísurnar hafa mér borizt frá
kunnfólki hans vestra, aðrar frá
mönnum hér heima, og hefur
Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum
lagt mér mest til. Nú er það hér
sem oft vill verða, að heimildum
ber ekki saman um, hvernig höf-
undur hafi vísu kveðið, en ekki
hef ég hirt um að gera slíkan
samanburð, þótt hægt hefði
verið. Einnig mun mega deila um
sumar þær vísur, sem hér eru
skráðar, hvort þær séu í raun
og veru eftir Baldvin, en ég tel
mig hafa allgóðar heimildir fyr-
ir, að þær séu það.
Baldvin Halldórsson var Skag-
firðingur að ætt. Faðir hans var
Halldór Halldórsson, er um eitt
skeið átti heima í Hamarsgerði í
Lýtingsstaðahreppi. Baldvin var,
er hann komst til fullorðins ára,
löngum í vinnu- og lausa-
mennsku í Húnavatns- og
Skagafjarðarsýslum, en flutt-
ist síðar vestur um haf og kvænt-
ist þar. Bóndi var hann að
Fagraskógi við íslendingafljót,
og mun ekki alltaf hafa átt sjö
dagana sæla. — Baldvin var
hestamaður góður og dýravinur
mikill, og mun hann hafa feng-
izt nokkuð við dýralækningar
vestra og meðal annars vananir
á hestum. En svo segir hann í
ljóðabréfi, er hann orti í gamni
til kunningja síns, eftir að hann
hefur borið honum á brýn, að
sögur miklar gangi um kvenhylli
hans og nefnir nöfn í því sam-
bandi:
Sögur frá Gimli og Selkirk líka,
sem að ég þori ekki að flíka —
það verður hver að sjá um sig. —
Líttu nú eftir ljóðum mínum:
Lögreglan er á hælum þínum!
Þú verður að fara að vara þig.
Síðar kemur þetta erindi:
Alls konar þrautir að mér flana.
Ekki sé ég nú til að vana.
Því er ég líka hættur hreint.
Þeir komu til mín þarna um dag-
inn,
þegar að ekkjan flýði bæinn,
— en þá var það orðið allt of
seint.
Baldvin lézt 18. september
1934 71 árs að aldri, eftir því sem
segir i Almanaki Þjóðræknisfé-
lags íslendinga í Vesturheimi.
Baldvin var lengi vinnu- og
lausamaður hjá Brynjólfi Bjarna
syni í Þverárdal í Húnavatns-
sýslu, og eru nokkrar vísur, sem
hann orti þar, tilfærðar í áður-
nefndu blaði af Heima er best.
Hér er viðbót. Baldvin var spurð-
ur, hvort hann ætti ekki oft
heimangengt, en hann svaraði:
Heima róla ég þreyttur þrátt
Þverárdals í greni.
Reynsluskóla gegnum gátt
glampi sólar lýsir smátt.
Einu sinni voru þeir Brynjólf-
ur bóndi og Baldvin að halda kú,
og bað Brynjólfur hann að kveða
nú væna kvígu í kúna. Þá orti
Baldvin:
Óska ég fáir fædda þú
í fjós á réttum tíma,
auðnuháa, er auðgi bú
alsægráa fjórðungskú.
Fylgir það sögunni, að þetta
hafi eftir gengið, enda gerðist
þetta á þeim tíma, sem trú á
kraftaskáld var ekki með öllu
útdauð!
Brynjólfur í Þverárdal var
mesti þrifamaður til allra verka.
Eitt sinn var það, er Baldvin var
að slá bæjarhólinn, að Brynjólf-
ur kemur að og kvartar undan,
að illa sé slegið og er þungorður
nokkuð. Baldvin svaraði með
þessari vísu:
Úttekt verður ekki prúð,
álag heimtar maður.
Hóllinn missir skart og skrúð,
skorinn, grænlappaður.
Baldvin eignaðist dóttur með
stúlku, sem var í Þverárdal. Ekki
gat Baldvin alið önn fyrir barn-
inu, og var því komið fyrir ann-
ars staðar. Eitt sinn heimsótti
Baldvin dóttur sína, sem þá var
enn í vöggu. Hjalaði barnið og
brosti við honum. Segir þá Bald-
vin:
Skýrleikssólar sjá má vottinn,
sem hér bólar á,
samt úr ólánsakri sprottin
ertu, fjólan smá.
Þessi dóttir Baldvins, — Stef-
anía heitir hún — fór til Vest-
urheims og er enn á lífi þar.
Jónas Jónasson bóndi í Torf-
mýri í Skagafirði var snjall hag-
yrðingur. Þeir voru vinir miklir
Jónas og Baldvin Halldórsson og
drukku oft saman, en Baldvin
þótti ölkær, a. m. k. framan af
ævi. Oft var það, er Baldvin fór
um Skagafjörð, að vínhneigðir
menn og gjarna hagorðir slóg-
ust í fylgd með honum, og oft
var hópurinn orðinn nokkuð
stór, er riðið var í hlaðið hjá
einhverjum hagyrðingnum. —
Eitt sinn var það sem oftar, að
Baldvin hafði setið að hófi hjá
Jónasi, en hverfur heim um
kvöld í svarta myrkri, mikið
drukkinn. Fylgir Jónas Baldvini
út á hlaðið, kveður hann, en
Baldvin heldur af stað út í
myrkrið. Kallar Jónas þá á eftir
honum:
Varaðu þig nú, vinur minn,
víða er óslétt gata.
Heyrist þá gella í Baldvini úti
í myrkrinu:
Skárri er það nú skynsemin!
Skyldi ég ekki rata.
Þessi snjalla vísa, sem hér fer
á eftir, hefur bæði verið eignuð
Jónasi og Baldvini. Dóttir Bald-
vins, Sigrún, er býr vestra, eign-
ar föður sínum hana, en aðrir,
þeirra á meðal Gísli Ólafsson frá
Eiríksstöðum, eigna hana Jón-
asi. En vísan er á þessa leið: