Heima er bezt - 01.04.1954, Blaðsíða 4
100
Heima er bezt
Nr. 4
felli, Gísli Jónsson, líka í
Svínafelli, hjá móður sinni, og
ég. Og Eyjólfur Eyjólfsson,
vinnumaður hjá Þorsteini Guð-
mundssyni í Skaftafelli, varð
okkur samferða á leið til útvers
í Vestmannaeyjum.
Vistir fluttar með.
Við lögðum upp með 30 hesta,
því að dót, sem strandmennirn-
ir áttu, og nesti okkar var á
nokkra hesta. Ég fór með lítið
koffort með kjöti í, pottbrauði
og smjöri, og fóru hinir með líkt
nesti. Það kom sér oft vel að fá
sér bita af því, þegar komið var
seint á kvöldi í náttstað og farið
snemma á stað; mátti þykja
gott, ef fólkið, sem við gistum
hjá, gat matbúið eitthvað handa
strandmönnunum. Brauðið og
kjötið varð auðvitað frosið, en
við borðuðum það fyrir því og
varð gott af.
Fyrsta daginn, 26. janúar, fór-
um við að Fagurhólsmýri, næsta
dag að Svínafelli og þann 28. út
yfir Skeiðarársand, að Núps-
stað og næstu bæjum. Þann 29.
fórum við að Keldunúpi og
næstu bæjum, 30. að Króki,
Hnausum og Feðgum, og þann
31. að Mýrum og næstu bæjum.
Klaufi að sitja á hesti.
Þegar við fórum yfir Grenlæk
í Landbroti, voru að honum
þykkar og háar skarir báðum
megin, sem náðu hestunum í
bóghnútu, en vatnið varla í
kvið. Það þurftu því allir að
fara af baki og láta hestana
stökkva ofan í lækinn, fara þar
á bak og ríða yfir að hinni skör-
inni, fara þá enn af baki og
teyma hestana upp á skörina.
Gekk sumum hestunum hálfilla
að komast upp úr. Þetta var
tafsamt og gekk hálfilla, eink-
um þurfti lag og krafta til þess
að koma skipstjóranum upp á
skörina, og getur víst verið, að
hann hafi fundið til í þeim
átökum. Þegar átti að láta hann
á bak aftur, tregðaðist hann við.
Skipstjórinn var klaufi að sitja
á hesti og kunni lítt með hest
að fara, og hefur óefað haft
reiðsæri í tilbót, svo að ekki var
að furða, þótt hann kviði fyrir
að fara á bak aftur, enda ætluðu
þarna að verða hálfgerð vand-
ræði. Jóni Sigurðssyni tókst þó
einhvern veginn að koma hon-
um á bak með hjálp einhvers
okkar, en Jón teymdi síðan und-
ir honum alla leið til Reykja-
víkur, og held ég að skipstjór-
anum hafi líkað vel að vera
svona algerlega í umsjá Jóns,
sem líka reyndi að láta honum
líða eins vel og hægt var á leið-
inni. En Jón var bundinn við
þetta og gat því ekki hjálpað upp
á aðra strandmenn né lagað á
eða hugsað um lausu hestana.
Veður kárnar.
Við fengum gott veður að
Króki, en þá gekk í hvassa og
kalda norðanátt. Kúðafljót var
autt, en vatnsmikið, Hjörleifur
í Sandaseli ferjaði strandmenn-
ina yfir á bát og mig minnir
Ari og Jón Sigurðsson með hon-
um. En við hinir teymdum hest-
ana yfir í löngum lestum, og
syntu allir yfir nokkuð breiðan
ál. Við gátum víst fengið að
vera á Söndum, en þorðum það
ekki, því fljótið fyrir vestan
Sanda gat orðið ófært í frost-
inu. En kalt var okkur og hest-
unum, því að hvasst var, og allt,
sem blotnaði, gaddaði. Okkur
gekk sæmilega að komast yfir
fljótið, en þá var farið að dimma
og gekk yfir með él, svo að við
kviðum því, að illa gengi að
finna bæinn. Svo birti dálítið til
og kvíðinn hvarf. Jón Sigurðs-
son varð eftir með alla strand-
mennina á Mýrum hjá séra
Bjarna, en hinir fóru að Þykkva-
bæjarklaustri og næstu bæjum.
Morguninn eftir stýfðum við
töglin á hestunum móts við
konungsnefin til þess að losa
tá við klakadrönglana, sem í
þeim voru. En Jóni Sigurðssyni
þótti ljótt að fara svo með þá,
eins og líka var, og barði hann
því 'klakann út töglum hest-
anna, sem hann var með á Mýr-
um. Okkur þótti hann líka
koma seint.
Við komum til Víkur 1. febrú-
ar, seint um kvöldið, og feng-
um austanbyl yfir sandinn.
En þá var hægt að fara greitt,
því að færi var gott, og menn-
irnir farnir að læra að sitja á
hestum. í Vík vorum við hjá
Halldóri í Suðurvík, Þorsteini í
Norðurvík og Einari Hjaltasyni.
Strandmenn fá í staupinu.
2. febrúar fórum við til Þor-
valds á Þorvaldseyri og gistum
þar allir með alla hestana. Var
enginn skortur á húsrúmi, en
heimahrossin urðu að vera úti
í skjóli við húsin. Þá var stillt
veður, en lausasnjór í hné.
Strandmennirnir voru sér í her-
bergi og lá vel á þeim, því þeir
fengu í staupinu, og Þorbjörn,
sonur Þorvalds, gat talað við
þá. Og allir gátu þeir fengið rúm
að sofa í, en við fylgdarmenn-
irnir sváfum á gólfi í einu her-
bergi. Við borðuðum þarna af
nesti okkar, var víst fátt af
kvenfólki til að standa okkur
fyrir beina. En einhver ráð
höfðu þær með mat handa
strandmönnunum.
3. febrúar fóru flestir til
Andrésar á Hemlu. Við þorðum
ekki að fara þangað með alla
hestana, þótt okkur hefði verið
það óhætt, og vorum við Gísli
eftir i Ossabæ hjá Jóhanni og
Sigríði með 6 hesta. Þau gerðu
það frekar af góðum vilja en
getu að lofa okkur að vera, því
að húsakynni voru mjög lítil.
íveruhúsið var með moldargólfi,
og var sitt rúmið hvoru megin
við lítinn glugga og ekki full-
komin rúmlengd fyrir innan þau,
en þar var stór kista öðrum meg-
in. Þarna var ennþá óvistlegra
fyrir það, að verið var að baða
féð úr þessu lögskipaða tóbaks-
baði, sem þá var baðað úr um
allt land, til að útrýma kláða,
og voru menn af næstu bæjum
að þessu fram í myrkur, og var
gólfið í baðstofunni blautt eftir
þá.
Heimasætan sefur í kistunni.
Ég var að hugsa með sjálfum
mér, hvar við gætum sofið, og
kveið hálfgert fyrir nóttinni,
þótt ég léti ekki á því bera. Þau
voru þarna hjónin og nýupp-
komin dóttir þeirra, fallegasta
stúlka. Við fengum kjötsúpu
um kvöldið. Svo var okkur vís-
að til sængur í eystra rúmið,
og glaðnaði þá yfir mér, því að
í því voru drifhvít lök og undir-
og yfirsæng af beztu tegund, allt
tárhreint ,og rúmið nógu stórt
fyrir okkur báða. Hjónin hátt-
uðu í hitt rúmið, og var það
eins. Stúlkan lauk svo upp kist-
unni, og voru þar þá einhver