Heima er bezt - 01.04.1954, Qupperneq 21

Heima er bezt - 01.04.1954, Qupperneq 21
Nr. 4 Heima er bezt 117 Úr endurminningum Magnúsar læknis Hjaltasonar íslenzkað af Kristmundi Bjarnasyni Litla álfadrottningin eða kleinurnar þrjár Svo sannarlega var hún fög- nr! Það er ekki til neins að fara að lýsa henni með orðum, — því að hún var fullkomin, þar sem hún stóð þarna í björtum geisl- um vetrarsólarinnar. Vindurinn lék að vild í jörpu hári hennar, bros hennar og spékopparnir í kinnunum báru órækan vott um samhygð hennar og hjarta- hlýju. Það var ekki mikið borið í skrautið á kjólnum hennar, sem annars átti vel við umhverfið, og nú lék hann léttilega fyrir stormhviðunum, er þær laumuð- ust fyrir húshornið. Hún trítlaði út úr kofa landnemans, kofa, sem var að mestu byggður úr efni preríunnar, eins og — nei, ég nota engar samlíkingar: Hún var yndisleg. Þetta var veturinn 1889, snemma í febrúar. Ég var á leið- inni til Saltcoats í kafófærð, því að stórhriðar höfðu gengið. Sums staðar var ógerningur að sjá fyrir aðalveginum, en út frá honum lágu margar götur í all- ar áttir. Veður var kalt, um 20° frost, sífelldur norðaustan hríðarsvelj- andi óf auðnarlegri preríunni hverja snjóblæjuna af annarri. Veðrið næddi illa um mig, því að ég var ríðandi og lítt búinn til að lenda í slíku veðri; klárinn níðhastur og ég berbakt, því var það, að sokkar mínir leituðu á- vallt niður á hæla mér, en legg- hlífunum hætti aftur á móti til að leita í gagnstæða átt. Ég reyndi að sveipa frakkalöfunum um mig, en sú viðleitni bar tak- markaðan árangur. Þetta var nístandi bruni, og ég var dof- inn af kulda. Ég var aðeins fjórtán ára, emigranti nýlega kominn til þessa lands og þetta var fyrsti veturinn minn þar. Ég var í sendiferð þessari fyrir Val- es, sem ég vann hjá fyrir tvo dali á mánuði, eins og fyrr segir. Illt var að glöggva sig á leið- inni, svo að ég sneri út af veg- i Upphaf að þessum þáttum úr i 5 endurminningum Magnúsar | | Hjaitasonar læknis í Vestur- = 1 heimi birtist í marz-hefti Heima = I er bezt, en hér heldur sagan | | áfram. Segir Magnús þar tvö f i sléttu-ævintýra sinna — um i i kleinurnar þrjár og einglirnið i Í hans Vales. i lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll inum og reið í hlað á smábýli einu til þess að láta vísa mér til vegar. Þegar ég reið í hlað, voru kofa- dyrnar skyndilega opnaðar, og Hún kom hlaupandi út... . Hún var. .. . Nei, ég hef sagt þér það allt áður. „Hver ertu?“ „Hvaðan kemurðu?“ „Hvert eru að fara?“ „Hvað heitirðu?" Þessi einhliða viðræða fór öll fram með barnslegum málblæ, því að hún var aðeins tíu eða ellefu ára, rödd hennar ívið bor- in saklausum lausgopahætti, sem hvorki var óviðfelldinn eða til- gerðarlegur. Ég stundi upp erindi mínu á bágborinni ensku. „Ó, vegurinn til Saltcoats — hann liggur hérna beint út.“ „Ert þú íslenzki strákurinn hjá honum herra Vales?“ Ég kinkaði kolli til samþykkis. „Er þér kalt?“ Ég gretti mig, en sagði ekkert, því að auðvitað var mér kalt, en vildi ógjarna kannast við það. „Lofaðu mér að sjá! Komdu alveg til mín,“ — hún var alls ósmeik við hestinn. — „Ha, þú hlýtur að vera kalinn!“ hélt hún áfram, er hún kom auga á fóta- búnað minn. Ég hristi höfuðið, því að ég gat lítið sagt. „Þú hlýtur að vera kalinn.... Lof mér að koma við fótinn á þér. Nei, kalinn ertu ekki, en skelfing hlýtur þér að vera kalt.“ Og hún horfir á mig. Úr djúp- bláum augum hennar skín undr- un og meðaumkun. Hún hugsar sig um andartak. „Bíddu,“ segir hún, og svo er hún þotin inn fyrir. Þegar hún kemur út aftur, ljómar hún öll af gleði. Hún heldur á þremur kleinum, glóð- volgum, nýbökuðum, vænum og ginnandi, einmitt eins og hún móðir þín steikti þær, ókunni lesandi. — „Taktu þessar klein- ur! Vegurinn liggur þarna beint framundan, alla leið til Salt- coats!“ Hann stendur af norðri. í norðaustri dregur í bakka, mjall- arkófið strókar sig í kringum mig og bylgjurnar ganga yfir nakta sléttuna. Púff! Púff! Púff! ískaldar strokurnar smjúga und ir yfirhöfn mína, hvergi glufa án gjósturs, ég er allur dofinn og stirður. En áfram held ég í beina stefnu, svo sem mér var tilvísað. Þær eru ljúffengar, kleinurnar. Ég hafði aldrei bragðað og mun aldrei bragða slíkar kleinur. Mér verður glatt í skapi, og þótt hann blási biturt, finn ég mig mann til að standast það. Púff! Púff! virðist vindurinn segja, um leið og hann löðrungar mig og bítur í eyrun, sem aðeins eru hálfhul- in. Púff! Púff! Enn mun ég geta skilið við þig stirðnaðan á slétt- unni og vafið um þig þéttum snjóábreiðum. Horfðu á bakk- ann, sem er að draga upp þarna í norðrinu, ég á eftir að herða blásturinn, herði hann undir nóttina. Púff! Undarlegt, hve ímyndaraflið og ímyndunin eru samtaka um að hæða og villa einmana veg- faranda, þar sem hann höktir villugjarna leið um auðnarlega sléttuna. „Ónei, þér tekst ekki að láta mig bera beinin hérna á slétt- unni! Klárinn minn er traustur vel, sléttuna á ég að vini, og svo hef ég borðað heitu kleinurnar mínar. Mér hefur hlýnað og líð- ur alls ekki illa, þakka skyldi litlu huldumeyjunni. Já, ég get velt fyrir mér, hver hún í raun og veru var, — ímynduninni er aftur gefinn byrinn: Lítil drottning, dulbúin prinsessa, sem dvelst um stundarsakir í torfkofa á gróðurlausri slétt- unni. Slíkt gæti svo vel átt sér

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.