Heima er bezt - 01.04.1954, Blaðsíða 26

Heima er bezt - 01.04.1954, Blaðsíða 26
122 Heima er bezt Nr. 4 — Jæja, vertu þá lokuð, kistuskömm! Hann sett- ist á hana og hvíldi sig, en leit þó ekki af húsinu. Allt virtist vera í fastasvefni í selinu, dýr og mann- eskjur. Hann einn var vakandi. Hann fór að berja kistuna alla utan, svo að vagninn hristist, eins og hann væri dreginn eftir grýttum vegi. — Hott, hott, Brúnn! Þá fann hann nokkuð skrýtið á kistuhliðinni. Það er allavega beygt járn. Hann rannsakar það nánar. Slíkt hafði hann aldrei séð. Fólkið í byggð- inni bjó til svo marga skrítna hluti, sem fjallabú- inn hefur enga hugmynd um. Nú brakar í kistunni og allt í einu er sem lokið láti unddan, og nú getur hann lyft því með ann- arri hendinni. Þetta var einkennilegt. Kistan er tóm, nema í einu horni hennar. Þar finnur hann það, sem karlinn hafði sett í hana. Hann hallar sér út yfir barminn og þreifar á því. Það er flaska. Og brauð. En honum gengur illa að ná í það. Hann klifrar ofan í kistuna, þreifar fyr- ir sér, og nær loks í mjólkurflöskuna og brauð- pakkann. — En einmitt í sömu andrá rennur hann -á einhverju hálu og dettur kylliflatur, lokið skellur aftur yfir höfði hans, og hann er þarna í kolniða- myrkri. — f fyrstu varð hann eins og lamaður og síðan varð hann ofsahræddur. Honum fannst eins og eldneist- ar fykju allt umhverfis sig. Skárri voru það nú læt- in! Skömmu síðar heyrir hann að lykli er snúið í lás. Einhver gengur yfir döggvott grasið. — Hvaða hljóð var þetta? heyrði hann sagt með þreytulegri rödd. Svo fálmar einhver við reipin á vagnhlassinu, lagar eitthvað til. Það er bóndinn. Hann fer inn aftur og allt verður kyrrt eins og áður. Ingólfur lá grafkyrr. Hann þorði varla að draga andann. Hann lá með nefið hjá matarpakkanum og andaði að sér lyktinni af ostinum. Það suðaði fyrir eyrunum á honum og myrkrið virtist vera blóðrautt. Löngu eftir að búið var að loka húsinu, lá hann og hlustaði eftir, hvort nokkur kæmi. Loksins þorði hann að bæra á sér. Hann setti bak- ið upp undir kistulokið og ætlaði að þvinga það upp. Lokið var þungt. Hann lagðist á fjóra fætur og reyndi af öllum kröftum að lyfta lokinu — og það lyftist eina eða tvær tommur. En hærra var ekki unnt að lyfta því. Bóndinn hafði nefnilega bundið reipi þvert yfir lokið. Drengurinn var innilokaður eins og mús í gildru. Hann varð ofsahræddur, sleppti sér af angist. Hann kastaði sér á hliðina og sparkaði út í hlið- arnar á kistunni. Kannske gæti hann losað eina fjöl! En það tókst ekki, hvernig sem hann fór að. Seinast lá hann á bakinu með fæturna upp í lok- ið, lá og horfði út gegnum rifuna, út í þokugráa nóttina í hvert sinn, er lokið lyftist undan átökum hans. Svitinn bogaði af honum og hann grét í ang- ist, þangað til hann gat ekki meira. En öll sveitin var í fasta svefni. Þessa nótt hlaut drengurinn reynslu, sem hanrn gleymdi aldrei, því slík örvæntingarfull barátta set- ur mót sitt á barnssálina. í sex ár hafði hann van- izt lífinu á fjöllunum og frjálsræðinu þar, sem ekk- ert lokaði. Og ef það kom fyrir, að eitthvað fór af- laga, fékk hann ætíð hjálp. Þessi kista heyrði allt annarri veröld til — veröld hinna fullorðnu, sem brátt hlutu að finna hann. — Hugsunin um það gagntók hann svo, að hann var að því kominn að örvinglast. Myndu þeir berja hann? Kannske myndu þeir kasta honum á veginn, svo að vagnhjólin færu yfir hann og kremdu hann til bana. Eða ef til vill myndu þeir elta hann, þangað til hann hyrfi nið- ur í Svartadjúp, eins og Jens hafði gert á sínum tíma? Angistin lagðist á hann eins og farg, svo að hann vissi hvorki í þennan heim né annan og varð þess- vegna ekki var við, að einhver var að rúmstera kringum vagninn. Þá vaknaði hann og fór að skjálfa af ótta. Og nú fann hann hestalykt. Svo tók kistan að hristast og skramla og hann veltist um í henni. Það leið löng stund áður en hann áttaði sig á því, að vagninn var kominn á stað. Og hann hafði lengi öfundað börnin í sveitinni af því að aka í vagni. Haugsbóndinn og vinnumaður hans skiptust ekki á mörgum orðum, þar sem þeir gengu á eftir vagn- inum. Vinnumaðurinn var ennþá með stírurnar í augunum og húsbóndi hans var í slæmu skapi og heyrði hvorki né sá. Hann skildi ekki, hvernig allt þetta færi. Drottinn hafði víst gleymt fjallabænd- unum, því að nú hafði hann auðsýnilega snúið sól- inni við! Hún skein að vísu, en var eins og hún væri köld. Akrarnir voru undirbúnir, en það var eins og ekkert vildi spretta, og nú var hungrið tek- ið að segja til sín. í Hakkadal hafði einn af hús- mönnunum fundist dauður undir gömlu birkitré. Hann hafði flegið börkinn af til þess að næra sig á safanum, en hafði ekki þolað það. Uppi í Álum höfðu einnig fundizt hungurmorða húsmenn. Annaðhvort hafði drottinn gleymt hjörðinni sinni hér á jörðinni, eða þá að þetta var refsidómur hans. Sá, sem bara hefði hugmynd um, hver syndarinn var! Fyrir neðan húsmannsbýlið í Króki hittu þeir Geirmund og konu hans. Þau voru á leiðinni niður að ánni til þess að vitja um veiði, en það var oft bezt snemma morguns, þegar silungurinn leitaði upp í vatnsskorpuna eftir skordýrum. Haugsbóhd- anum rann kalt vatn milli skinns og hörunds. Hann hottaði á hestana og ók áfram. Hjónin höfðu líkst beinagrindum, með hungraðar, blágrænar ásjónur. Ja, drottin nlét rigna bæði yfir réttláta og rang- láta! ------ Fólk var að vakna á húsmannsbýlunum, þegar hann ók niður dalinn. Á nokkrum stöðum voru menn farnir að slá, en svo var grasið gisið og lít-

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.