Heima er bezt - 01.04.1954, Blaðsíða 24

Heima er bezt - 01.04.1954, Blaðsíða 24
120 Heima er bezt Nr. 4 Baldvin Halldórsson, skáldi spenar hennar voru allir illa leiknir af frostinu, en samt birgði hún heimilið upp af mjólk allan veturinn. Sjö feta há jata var við fjósið, þar sem við geymdum heyæki í einu, og ég þori að sverja, að ég sá Bröndu rísa upp á afturfæturna, tylla framfótunum á efsta bjálkann og moða í sig heyinu ofurrólega. Nú lallaði hún fram og aftur um garðinn, því að jatan var tóm. Allt í einu lítur hún upp og þenur út nasirnar — nær 'að finna angan norðanblæsins. Og hvaðan leggur þessa dýrlegu angan fyrir vit henni? Jú, það er áreiðanlega eitthvað á seyði þarna út frá sem vert er að at- huga nánar! Nautgripir eru félagslynd dýr og eiga eigið tungumál. Mu, bor- ið fram mjúkum hreimi og lág- um og endurtekið táknar fóður eða komu þess. „Mu, mu-mu,“ segir Branda. ,,Á lappirnar með ykkur, horgrindurnar ykkar, brenglurnar og kláðakusurnar. Skjálfið þið ekki þarna eins og lauf í vindi, bregðum okkur heldur til fóðurfanga! Vorið er að koma, skrokkurinn á mér segir mér það. Það standa líka vonir til, að ráðin vænkist, hvað heyið varðar. Ég finn anganina af því í fjarlægð. Mu, Mu, mu-u- u! En hinar kýrnar vildu ekki ljá orðum hennar eyru, þær höfðu svo oft verið blekktar þenna vetur, því að oft hafði Branda hvatt þær með sér í leit að vistum. Eljki svo að skilja, að ekki væri hey þar, því að nefið á Bröndu brást ekki, en þar voru líka hundar og heykvíslar í skoti. Mu-mu-u! Ef þið ætlið ekki að fylgjast með mér, fer ég bara ein, því að angan af heyi finn ég! Ljúffengu heyi! Og það er ekki langt undan. Hún rambar af stað slóðina norður eftir, leiðina, sem svo oft hafði verið farið um með hey þenna vetur. Hún tínir í sig strá og strá hér og þar, því að það hafði gert svolítinn blota. Hún rambar lengra og lengra, Branda, því að alltaf varð hún vör við svolitla nál. Myrkrið skellur á. Hún kemur að stóru espitré, sem myndar svolitla bugðu við skógargötuna. Á grein- um trésins var svolítill heyslæð- Framh. á bls. 125. Framh. af bls. 116. Ergiköst og ónot þín illt er við að búa. Nú hafa litlu lömbin mín lítið til að sjúga. Sér þú ekki um leiðir lands litla fuglinn sveima? Hvað mun nú í hreiðri hans hungruð börnin dreyma? Reyndu að vera, vinur minn, viðmótshlýr og góður. Sendu á allan akur þinn ofurlítinn gróður. Sendu okkur sól í mó, syngdu á þýða strengi, farðu að leggja lauf um skóg, lita tún og engi. Láttu bæði suðra og sól sundra bláum klaka. Norður fyrir norðurpól nuddaðu hverjum jaka. Þegar hiti í haga af sér hrindir köldum fjöðrum, skal ég sitja og syngja þér sumarljóð með öðrum. —o— Um tildrög eftirfarandi vísu er mér skrifað eftirfarandi: „Á frumbýlingsárum hér voru allar brautir ófærar og aðeins hægt að fara eftir einni aðalbraut með skepnur, hvort heldur voru nú uxar eða hross. Samt hafði ver- ið stofnað rjómabú hér, og fór Baldvin með rjóma og aðrar bús- afurðir, sem bændur báru í veg fyrir hann, og var hann þá ekki ósjaldan beðinn að verzla, og var þá það, sem hann keypti, skilið eftir meðfram brautinni. Kona tin hafði notað „duggaraband“ til að binda um það, er hún sendi, og bað hún Baldvin kaupa fyrir það, er í bögglinum var og skrif- aði beiðnina á umbúðirnar. Þeg- ar svo konan kom að sækja vöru sína var sama bréfið og sama duggarabandið um böggulinn, en nú var á umbúðunum þessi vísa: Eikin banda elskulig eyðir grandi og pínu. Drottins andi dragi þig á duggarabandi þínu.“ Baldvin var hestamaður mikill eins og fyrr er sagt og oft feng- inn til að temja hesta. Eitt sinn tamdi hann fola þann, er Skilir var nefndur og var frá Æsustöð- um. Um hann orti hann eftirfar- andi kvæði: Hleypi ég Skili um skrúðgræna haga. Skyldi’ hann ei vakna við samreiðarglaum? Keðjuna hlýt ég í hasti að laga, — hann er svo ógnar kvikull við taum. Viðl'elldinn er hann í vatni og landi, veg-glöggur fremur og dæmalaust snar. Að hafa’ hann á góðspor ég held það sé vandi, — hann hleypur úr takinu’ og gætir sín þar. Hrekkjóttur var hann á uppvaxtarárum, og enn er hann brellinn, já, því er nú ver. — Það kom fyrir stundum, ég sá það með sárum, hann senti þeim niður á blágrýtissker. Svo var hann rokinn á rjúkandi sprettinn. Ég réð ekki við hann, hann stökk bara heim. Hann valt ekki um koll, nei, __ ha,nn var ekki dettinn! — Ég var stundum hissa á aðförum þeim. Ljónstyggur var hann hjá hrossum í haga. Ég hefti hann aldrei, hann rallaði laus. En reiptöglin lét ég hann lengi vel draga. Hann leið engum manni að snerta sinn haus. Þegar hann sá mann, þá burtu sig bjó hann og blés eins og köttur. Að sjá til hans þá! En oft var ég hissa, að engan mann sló hann, þó ergjurnar dönsuðu um svanhvíta brá. Þegar Baldvin fór til Ameríku, orti hann þessi kveðjuorð um Skili: Far vel Skilir fríður, fjarri þetta sinn, lukkublærinn blíður blómgi hvern þér ríður elskulegi ástvin minn! Ekki get ég stillt mig um að setja hér enn eina vísu eftir Baldvin, enda þótt hún hafi áð- ur birzt á prenti, En tildrög eru þau, að kona hans hafði orð á við hann, hve gráhærður hann væri orðinn. Þá kvað hann: Ellin herðir átök sín, enda sérðu litinn. Ævi-ferðafötin mín fara að verða slitin.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.