Heima er bezt - 01.04.1954, Blaðsíða 11

Heima er bezt - 01.04.1954, Blaðsíða 11
Nr. 4 Heima er bezt 107 Ábúendur í I. Grímstungumœöginin. Eins og fyrr greinir verður hér getið þeirra mæðginanna, Guð- rúnar Þorsteinsdóttur, eftir að hún fluttist að Grímstungu 1852, og ennfremur sonar hennar, Þorsteins Eggertssonar. Verða hér birt ævisögubrot þeirra beggja, er hafa varðveitzt í handriti. Eru þau rituð af sam- tíðarmanni þeirra, Birni Sigfús- syni, hreppstjóra á Kornsá. Ætt Guðrúnar er rakin af Jóni Jó- hannessyni háskólakennara, en um börn Þorsteins á Grund er rakið af Hannesi Þorsteinssyni þjóðskjalaverði. II. Guðrún Þorsteinsdóttir. Ætt Guðrúnar Þorsteinsdóttur. Þorsteinn á Grund, f. 31.10. 1787, var sonur Jóns á Sveins- stöðum (f. um 1753, d. 19. nóv. 1804) Magnússonar sama stað (d. 1776), Þorgrímssonar, Þor- leifssonar á Hrafnagili á Skaga, Illugasonar. Móðir Þorgríms var Ingibjörg Gunnarsdóttir, Egils- sonar prests á Tjörn Ólafssonar. Móðir Magnúsar Oddný Sigurð- ardóttir. Móðir Jóns á Sveins- stöðum Þuríður (f. um 1720, d. 1. des. 1799) Jónsdóttir á Sveins- stöðum, Jónssonar. Móðir Þor- steins á Grund var Guðrún Gísladóttir á Ásgerðarstöðum í Myrkársókn Jónssonar. Guðrún átti síðar Hallgrím Jónsson, djákna á Þingeyrum. Þau barn- laus. Þorbjörg, kona Þorsteins á Grund, var dóttir Ögmundar á Kollsá í Hrútafirði (f. um 1747, d. 3. nóv. 1784) Ögmundarsonar s. st. (f. um 1704, d. 2. apr. 1772), Jónssonar. Móðir Þorbjargar var Elín Sveinsdóttir á Eiríksstöðum í Svartárdal, ívarssonar. III. Börn Þorsteins Jónssonar, smiðs á Grund í Vesturhópi og síðari konu hans, Þorbjargar Ögmundsdóttur ekkju. 1. Steinvör, f. 1811, var fáráðl- ingur. Giftist ekki. Var lengstum hjá Guðrúnu syst- ur sinni. 2. Guðrún, f. 1812, þrígift. Fyrst Þorsteinn Konráðsson: Grímstungu 1 í síðasta hefti Heima er bezt birtist | s grein um Grimstungu i Vatnsdal og \ \ sögu þess höfuðbóls. Hér fer á eftir jj I framhald greinarinnar, og er þar get- I = ið allrnargra ábúenda í Grimstungu. § .............. Eggerti Jónssyni á Þóreyjar- gnúpi, svo Stefáni Jónssyni (prests Benediktssonar), þ. b. Stefán, dó ungbarn. Síðast Jóni Skúlasyni. 3. Ingibjörg, f. 1812. Tvíburi við Guðrúnu. Átti Ara Sigfússon Bergmann á Þorkelshóli. Sonur þeirra Þorsteinn Berg- mann, hreppstjóri í Dældar- koti í Helgafellssveit. Merkur maður. Sonur hans Daníel Bergmann og fleiri. 4. Margrét, í. 1813. Átti Krist- mund Guðmundsson á Kolu- gili (d. 1849). Dóttir þeirra Guðrún átti Jón Þórðarson á Auðólfsstöðum, og Þorbjörg, er átti Jón Ólafsson á Sveins- stöðum. Þeirra börn mörg, þar á meðal Halldór frá Varmá, nú í Reykjavík,8) og Böðvar Bjarkan á Akureyri. 5. Jón, f. 1815. 6. Þorbjörg, f. 1816. Mun hafa dáið ung. 7. Þorsteinn, f. 1820. Bjó á Ytri Kárastöðum á Vatnsnesi. Átti Önnu Samsonardóttur. Þeirra synir Þorsteinn, Stefán, Páll og Jónas, en dóttir Ragn- hildur. Guðrún Þorsteinsdóttir. or fædd 1812 á Grund í Vestur- hópi, þar sem Þorsteinn faðir hennar bjó. Hann var gildur bóndi, smið- ur góður og ljúfmenni, eins og ráða má af vísu, er um hann var kveðin, en hún er þannig: Þorsteinn smíðar þar á Grund, þiggur víða hrósið. Áfram líður alla stund eins og blíða ljósið. 3) Nú dáinn. — Þ. K. í Vatnsdal Guðrún bar með sér alla ævi menjar góðs uppeldis. Hún var fríðleiks- og atgerfiskona, stillt í iund og prúð í framgöngu. Við alla búsýslu var hún áhugamik- il og stjórnsemi hennar var við- brugðið, enda reyndi mjög á það, þar sem hún var þrisvar sinn- um ekkja. Orð fór af því, að hún héldi fólki sínu fast að vinnu — eins og þá var títt víða —, en hún hlýtur að hafa gert það með lagi og nærgætni, því ávallt var hún mjög hjúasæl og hafði löng- um sama fólkið ár eftir ár. Á sumardaginn fyrsta var venja að hún færi með piltum í hús- in að skoða féð og fyrningar; hafði Guðrún bezta vit á skepn- um, því að faðir hennar hafði látið hana, þá er hún var ung, fara í húsin með sér. Eins var það venja á sumardaginn fyrsta, að fólkið fór í leiki úti og inni og var Guðrún þá alltaf með, og spillti það sízt glaðværð fólksins. Einu sinni var hún veik og gat ekki tekið þátt í leikunum; varð fólkið að hætta, því að það vant- aði eitthvað og gat ekki skemmt sér. Hún var jafnan hlýleg í við- móti og glaðleg, og einkennilegt var það, hvernig fólkið, sem hún umgekkst, mótaðist af henni. Kom það einkum skýrt í Ijós á börnum hennar, sem öll urðu ó- venjulega glaðvær og þó hin prúðmannlegustu, og sami blær- inn var líka á fósturdætrum hennar og jafnvel hjúum, sem lengst voru hjá henni. Hún giftist í fyrsta sinn Egg- ert Jónssyni, sem átti Þóreyjar- núp. Hann var mesti myndar- maður. Þar bjuggu þau all-lengi og áttu 10 börn; dóu 7 þeirra í æsku, en hin, sem upp komust, voru: Þorsteinn, er aldrei skildi við móður sína, Ingibjörg, er giftist síra Jónasi Björnssyni á Ríp og síðan síra Jóni Þorláks- syni á Tjörn og Eggert, er giftist Halldóru Runólfsdóttur frá Skógtjörn; hann varð bóndi í Vatnahverfi og hafði fengið þá jörð í arf. Eggert mann sinn missti Guð- rún á Þóreyjarnúpi, en giftist

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.