Heima er bezt - 01.04.1954, Qupperneq 9

Heima er bezt - 01.04.1954, Qupperneq 9
Nr. 4 Heima er bezt 105 JON MARTEINSSON: Bátamið Bolungarvíkur 1 Nöfn miðanna týnast með breyttum háttum í sjósókn, alveg \ I eins og örnefnin á landi. Brýn þörf er að bjarga frá glötun = i nöfnum ýmissa gamalla miða og ritfesta, meðan þeir eru ofar i \ moldu, sem kunna á því full skil. í stórfróðlegri grein, sem hér \ \ fer á eftir, eru talin bátamið Bolungarvíkur. Þar er einnig l \ sagt frá hlut og notkun hans, sem nú er úr sögunni og fáir nú- \ | lifandi kunna frá að greina — róðrarbandinu. T. 11111.11111.1111.111 ................................................................. í seinni tíð hefur verið gert nokkuð að því að safna örnefn- um, og er ekki nema gott um það að segja vegna framtíðar- innar, og verður að teljast nauð- synlegt, svo að þau falli ekki í gleymsku. En eigi er síður brýnt að halda til haga nöfnum á gömlum bátamiðum, því að sama hætta getur vofað yfir þeim, þó að minni sé að vísu. Þó er ekki gott að vita hvert stefnir. Menn geta farið að leggja minna upp úr því að leggja lóðin eftir viss- um miðum, eins og hinir gömlu sjómenn gerðu. Lóðafiskirí get- ur líka alveg lagzt niður og önn- ur auðveldari aðferð komið í staðinn. Það er því sannfæring mín, að rétt sé að safna miða- nöfnum, svo að þau, eins og önn- ur örnefni, séu einhvernsstaðar skráð. Ég var nokkuð kunnugur í Bolungarvík, því að ég var sjó- maður þar um nær 11 vertíðir á síðasta tíma áraskipanna, upp úr aldamótunum. Ég þekkti þá orðið allvíða til miða, en nú er orðið svo langt um liðið síðan, að ég treysti mér ekki til að rekja þau öll, sízt í réttri röð. Því var það, að ég sneri mér til eins vinar míns í Reykjavík til þess að fá hjá honum upplýsingar um bátamiðin vestur þar. Ég vissi, að hann var manna kunnugast- ur þar um slóðir, því að hann var þar bátaformaður í 14 ár. Auk þess þekkti ég hann að því, að vera manna óljúgfróðastan, sem og minnugan vel. Hann tók málaleitun minni vel, og árangurinn af því birtist aft- an við þessa stuttu grein, En mér þykir hlýða að gera nokkra grein fyrir manninum áður en ég birti örnefnaskrá hans. Hann var einn af hinum gömlu og góðu skútu- skipstjórum og bátaformönnum, og hafði einkenni þeirra í ríkum mæli: Dugnað, þrautseigju og áræði. Maðurinn er Einar Þor- steinsson frá Garðsstöðum, en nú búsettur í Reykjavík. Hann er meira en hálf níræður að aldri. Strax á unga aldri var hann slyngur til að stýra bát og 14 ára að aldri var hann orðinn formaður á bát, sem gekk frá Garðsstöðum, og 18 ára var hann skipstjóri á litlum kútter, sem var í eigu Jóns Einarssonar á GarðsstÖðum og Jakobs í Ögri. Báturinn hét Björninn. Fyrsta vorið, sem hann var skipstjóri, gerði hið mikla mannskaðaveð- ur, þegar 8 skip fórust fyrir Norður- og Vesturlandinu, 2 þeirra voru frá ísafirði. Þetta var vorið 1885. Veður þetta stóð nærri þrjú dægur, og þennan tíma allan stóð hann við stýrið, eða í 33 klukkustundir, svo eng- inn annar kom þar nærri. Þótti þetta ærin þrekraun af svo ung- um manni. Einar kvæntist ung- ur Sigrúnu Baldvinsdóttur frá Strandseljum, systur Jóns Bald- vinssonar alþingismanns. Þau bjuggu i 25 ár stórbúi á Eyri í Skötufirði. Eignuðust þau 10 mannvænleg börn. Húsfreyjan stjórnaði búinu með hinni mestu atorku meginhluta ársins, og var til þess tekið, hve mikill mynd- arbragur var þar á öllu. Sigrún lézt árið 1943. Ég hef ekki séð gamla mann- inn síðasta misserið, en þegar ég sá hann síðast, myndi engum koma til hugar að þar færi há- aldraður maður, svo unglegt er yfirbragð hans ennþá. Þá vann hann enn fullt dagsverk í Veið- arfæragerð íslands. Eins og að framan er sagt, var ég í Bolungarvík á seinasta hluta árabátatímabilsins. Þá var oft hart í slæmri tíð, og menn urðu að taka langan barning inn með Stigahlíð, en þeir, sem til þekkja, vita, að hún er löng, og ekki er það ofsagt, sem Einar sagði, að menn væru orðnir upp- gefnir, ef þeir neyddust til að berja inn með henni, eða ekki náðist lengra en undir Deildina. En svo voru hálsmenn látnir hafa róðrarband, sem létti þeim mjög róðurinn og veitti oftast ekki af eftir þungt andóf undir lóðinni. Róðrarbandið var þann- ig útbúið, að breitt belti var spennt yfir um sig undir hönd- unum og náði geiri úr því upp á herðarnar, síðan voru bönd úr því að aftan og yfir axlirnar og fest aftan í það að framanverðu. Þar var það tekið saman. Síðan var svo hæfilega langur og mjór kaðall eða svert snæri fest í það. Á endanum var leðursveigur, sem smeygt var upp á ára- hlumminn. Gat þá ræðarinn tekið á með herðum sem hönd- um, raunar með öllum líkaman- um jafnt, og miðlað átakinu eft- ir þörfum. Létti þetta stórum á- takið við róðurinn og gaf þó meiri styrk. Eftir að hrognkelsaveiðar hóf- ust, var beitt úr þeim, og var það kallað ræksnin, því ekki þekktist þá síld til beitu, fyrr en farið var að veiða hana í nót seint á vorin. Á þessi „ræksni“ fiskaðist oft vel eftir langvarandi ljósa- beitu með litlu einu af söltuðum smokki með, en það var aðal- beitan að vetrinum. Oft var meira . í netunum en þurfti í þann róður, voru þá þær grá- sleppur, sem eftir voru, seilaðar á streng og fest við stjóra og dufl við. Var svo seilin tekin í næsta róður og ræksnunum beitt út. Maður sá, er fann þessa aðferð upp, hét Gísli og hlaut fyrir vik- ið viðurnefnið Gísli „gat-í-

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.