Heima er bezt - 01.04.1954, Blaðsíða 22

Heima er bezt - 01.04.1954, Blaðsíða 22
118 Heima er bezt Nr. 4 stað. Líka gæti hún verið huldu- mær í dulargervi. Já, það gæti hún einmitt verið, — álfamær samkvæmt íslenzku þjóðtrúnni. Og hví skyldi ekki eitthvað likt geta komið fyrir hér? Eins og lesandinn veit, var ég bláókunn- ugur og emigranti, og þess vegna gaf ímyndunin mér byr í segl- in.... En þessar kleinur — og snerting hennarL Þær höfðu kætt mér svo í geði. „Það er held ég hentast þér að gæta að, hvert þú ert að fara. Engu líkara en þú látir berast með æðisfengnum hugmynda- flaumnum varðandi þessa álfa- drottningu þína,“ heyri ég rödd skynsemi minnar segja....“ Fékkstu að vita nafn hennar eða hverra manna hún var?“ „Nei.“ „Geturðu sagt mér, hvar hún á heima eða fólkið hennar?“ „Nei, allir þessir kofar, sem ég fór framhjá, eru hver öðrum lík- ir.“ „Einmitt! Einmitt!“ og skyn- semin lítur mig hálfgerðu horn- auga. En hún gæti víst verið drottn- ing eða prinsessa, stúlkan litla? Hún var að minnsta kosti nógu falleg til þess. Einnig gæti hún verið álfadrottning. Engin álfa- drottning hefur nokkru sinni töfrað upp úr kleinupotti aðrar eins kleinur eða betri.... En hvað er ég að hugsa um? Ég er kominn til Saltcoats, til verzl- unaririnar, sem förinni er heitið til. Ég skila bréfi, fæ svar og þýt heim á leið. Það er byr í seglun- um: garrinn í bakið. Ég þakka þér litla álfadrottn- ingin mín á auðnarlegri prerí- unni, þakka þér fyrir gjöfina, þá gjöf, sem kom bezt, og gladdi mest. Ég þakka brosin þín og samúðina — og kleinurnar, sem þú hefur sennilega neitað þér um til þess að geta satt svang- inn ókunna drengsins og glatt hann. Þakka þér líka fyrir ást- ina og samúðina, dirfskufulla og hiklausa, slík er hún barnanna og englanna. Ó, nú skynja ég, hver þú varst í raun og veru, mannsbarn, en verum sem þér verður sjaldan löng heimsvistin. Sex tugir ára og tvö í viðbót hafa liðið, síðan ég fór þessa leið og sá þig, bjarta ímynd. „Nú er hann enn á norðan,“ beint í fangið og frostharður. Ég er orð- inn nokkuð dofinn, en ég finn, að jafnvel það er blessun. Enn lifir í glæðunum inni fyrir, og Ijósið brennur. Ég vona, að þeim hafi ekki verið á glæ kastað, kleinunum þínum, litla stúlka! ímynd þín getur aldrei breytzt, getur aldrei sölnað á landi end- urminninganna. Ég lít þig í anda, þar sem þú stendur fyrir framan dyrnar þínar í.næðingn- um, með ylhlýtt hamingjubros á vör sveipuð hrímkófinu, sem féll að þér eins og helgilín sakleysis- ins. Veturinn 1889—1890 var lang- ur og stormasamur á sléttunum. Vales hafði hafið framkvæmdir snemma um sumarið, en allar mistókust þær eigi að síður. Uppskeran brást sökum hirðu- leysis. Hann gerði og vinnu- samning í félagi við framtaks- saman Englending, en þessi enski framtaksmaður lék mjög illa á hann, og hlaut hann mik- inn skaða af samningnum. En slíkir voru samningar Vales, og það var eins og hann hefði þó einhverja ánægju af öllu saman. Ekki hafði verið hugsað um að afla fóðurs handa búsmalanum um sumarið, hey sáralítið til og annað fóður hverfandi lítið. Því var það, að brátt varð vart við fóðurskort, er vetur gekk í garð, og að því kom, að búpeningurinn var blátt áfram í sveltu. Ég fékk að fara marga sendiförina vet- urinn þann! Framan af ríðandi, síðar á fæti, fór með skilaboð varðandi viðskipti Vales, samdi um skuldaskil, bað um hey- og fóðurlán, gegn greiðslu síðar, því að nú voru litlir sjóðirnir húsbóndans. Sumt af skepnun- um dó úr sulti. Ég fór með tvö beztu hrossin heim til föður míns, sem átti hey aflögu, því að hann hafði þá hafið búskap. Ég var tvo daga að komast þess- ar tíu mílur, því að skepnurnar gátu varla gengið. Þeim varð bjargað, og öðrum tveimur, sem hann gat haft heima. Ó, ég var orðinn þreyttur á þessu, mig langaði í tilbreyt- ingu, langaði að leggja land und- ir fót og kynnast lífinu annars staðar. Ég átti líka útistandandi, en gat ekki innheimt um þessar mundir. Ég ákvað að fara, og á afmæl- isdaginn minn 5. apríl 1890 axl- aði ég mín skinn og fór. Vorið var loks gengið í garð. Það sem eftir hjarði af skepnun- um hafði skjögrað leiðar sinnar gegnum skaflana upp í hæðirn- ar. Það greip þær fögnuður í sól- skininu, og ég gladdist líka, þar sem ég hélt leiðar minnar með pinkil minn um öxl. Ég hafði lært daglega málið til fullnustu, gat lesið léttar bækur, þótt staf- setningin væri erfið. Mér þótti nú sem ég hefði fellt fjaðrirnar, og mig þyrsti nú í að reyna vængina. Ég var fljúgandi og fær! Vales glatar enska einglirn- inu sínu sökum ofreynslu Nóttin var skollin á á snævi- drifinni sléttunni, en himinninn. var heiður og bjartur, en þetta var snemma í apríl 1890. Stilli- logn. Norðurljósin kvikuðu um norðurjaðar himinsins, og snjór- inn endurvarp dýrð festingar- innar. Vorið var á næsta leiti, en hafði ekki ennþá færzt í aukana. Við Vales vorum á ferðalagi, vorum að sækja hey, sem hann hafði fengið í nágrenninu, en ekki við því að búast, að hann gæti einn síns liðs staðið í hey- flutningum. Hvernig hefði hann átt að geta sinnt tvöfaldri skyldu að hagræða einglirninu enska og gaffla heyi í sama mund? Það lætur því að líkum, að ég hafi venjulega gafflað heyið. Vales stóð uppi á heyækinu og stjórnaði eykunum, en ég lall- aði á eftir sleðanum, því að ég kaus heldur að ganga. Þetta var fögur nótt, én nokkurt frost. Allt um kring voru preríuúlfarnir að hefja nætursönginn, því að mik- ið var um hræ kringum bæinn. Blóðþyrst ýlfur, þessi söngur auðnarlegrar sléttunnar, hljóm- aði úr öllum átum. En ég lét slíkt ekki á mig fá, til þess var ég orðinn þessu of vanur. Klárarnir dröttuðust silalega áfram, því að færðin var ekki góð. Ég tölti á eftir og lét hug- ann reika, hugsaði um allt og ekkert. Vales trónaði uppi á æk- inu og var nú að brjóta heilann um einhverja framtíðar bú-

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.