Heima er bezt - 01.04.1954, Blaðsíða 23
Nr. 4
Heima er bezt
119
hnykki og naut hins dýrðlega
víðsýnis, — auðvitað gegnum
einglirnið eins og venjulega. —
Hestarnir voru leiðinni kunnug-
ir og rötuðu heim.
Allt í einu stöðvaðist sleðinn.
Við vorum þá að sniglast gegn-
um aspagerði um mílu vegar frá
heimili okkar. Vales leit upp,
hagræddi einglirninu, eins og lög
gera ráð fyrir og rýndi fram á
veginn. Einhver ókennilegur
fyrirburður, um átta fet á hæð,
gein þarna yfir honum eins og
Apollion í The Pilgrims Pro-
gress') og ámóta hræðilegur í
fölu stjörnuskininu. Virtist ó-
freskja þessi loka þjóðveginum
um fimmtíu fótmál fyrir framan
okkur. Engin leið var að víkja úr
vegi og komast framhjá þessu.
„Komdu hérna upp í heyið,“
kallaði Vales til mín. Og lét ég
ekki segja mér það tvisvar. Þessi
skepna, eða hvað sem það nú
var, því að skuggsýnt var og
sást ekkert greinilega, virtist
standa á afturfótunum upp við
greinar stæðilegs trés og að
nokkru hulin af þeim, en tréð
myndaði nokkra bugðu á veg-
inn.
„Getur þú frætt mig á, hvað
þetta er?“
Ég anzaði engu, því að svo
sannarlega líktist þetta ekki
neinni skepnu, sem ég hafði séð
til þessa.
„Úhú! Úhú! Úhú!“ öskraði
Vales, um leið og hann þreif
heykvíslina, eina vopnið, sem
handbært var og nokkurs virði.
„Úhú! Úhú!“ endurtekið. Skellir
þá þessi slcepna sér aftur á fjóra
fætur og stendur hræringarlaus
og eins og á báðum áttum. Aft-
ur æpti Vales: Úhú! Úhú! Úhú!
en árangur enginn. Þetta hlaut
að vera flækingsbjörn, hungrað-
ur og grimmur, nýskriðinn úr
híði sínu, — því að ekkert hús-
dýr gat staðizt þessi hróp í
Vales.
„Þetta hlýtur að vera bjarn-
dýr og hungrað í þokkabót.“
Hugsuninni slær svo til samtím-
is niður í höfðum okkar. Og
eina vopnið er heykvíslin í styrk-
um höndum Vales, og hann er
búinn til orustu. Hið forna
' ) Trúarleg líkingasaga eftir John Buny-
an, rituð í Bedford fangelsi og kom fyrst
út 1678. — Þýð.
kappablóð streymir ört um æð-
ar hans og stígur honum til höf-
uðs. Ykkur er velkomið að láta
hugann reika til hins fræga Don
Quixote1) eða, ef þið kjósið held-
ur, til einhverra annarra kappa
riddarasagnanna. Minnizt hins
fræga kappa, er hann leggur
spjót sitt í stríðshest sinn Rosin-
ante, sækir í sig veðrið og býst
til bardaga hrópandi frýjunar-
orðum, er saklaus kindahópur-
inn nálgast. „Komið ein, komið
allar!“ hrópar hinn ofdirfsku-
fulli Don. Ég er öllum ótta firrt-
ur! „Komi einn, komi allir birn-
ir veraldarinnar!“ bergmálar nú
í ögrunarhrópum Vales, þar sem
hann stillir sér í vígstöðu með
heykvíslina til hæfis, búinn til
víga. Eins og hinn frægi ridd-
arasveinn Sancho Panza, hop-
aði ég eitt fótmál aftur á bak
og mér fór sem honum: fætur
mínir vildu ólmir taka á rás, því
að aldrei hef ég hugaður verið,
eins og þið vitið, en þó vildi ég
ógjarna hopa af hólminum án
þess að hafa einhverja vitneskju
um úrslitin.
Bardagaáskorunin varð æ
svæsnari hjá Vales. Bjarndýrið
!) Don Quixote eftir Cervantes er talin
meðal fremstu skáldsagna heimsbókmennt-
anna og er raunar árás á riddaramennsk-
una, eins og hún var á miðöldum. — Þýð.
er á báðum áttum, stendur kyrrt
<í sömu sporum, veit ekki, hvað
það á að halda um allan þenna
skarkala. Hestarnir eru óhrædd-
ir, og það vekur eftirtekt mína,
því að hvers vegna skyldu ekki
klárarnir taka þátt í öllu þessu
ofboði? Ég fór að skyggnast öllu
betur um, þegar....
Kýrin Branda gekk eirðarlaus
um nautgriparéttina og tíndi í
sig hálmvisk hér og þar eða
tuggu af óhreinu heyi. Hinir
nautgripirnir höfðu algerlega
gefið upp alla von og hímdu eða
lágu fyrir með deyfðarsvip með-
fram fjósgöflunum. Sem kýr
hafði Branda marga kosti. Fyrst
og fremst má nefna þann hæfi-
leika hennar að geta dregið
fram lífið á því sem næst engu.
Jafnvel remittance-maður gat
hvorki svelt hana eða brotið á
bak aftur andlegt atgjörvi henn-
ar. Hún var líka acrobat, línu-
dansari, eða nálgaðist það að
minnsta kosti mjög. Engin
venjuleg girðing gat haldið aft-
ur af henni. Hún var bráðslyng,
fór undir eða yfir, þegar henni
var mikið í mun. Hún kunni tök-
in á, hvenær og hvernig hún
ætti að hvolfa um mjólkurföt-
unni, er á mjöltum stóð, en ég
get varla láð henni það, því að