Heima er bezt - 01.04.1954, Blaðsíða 8
104
Heima er bezt
Nr. 4
Lík Eggerts fannst ekki fyrr
en um vorið, þegar ísa leysti
vestar í landinu, hafði fljótið
borið það þangað. Hestarnir
fundust eitthvað fyrr, en þó
löngu seinna en þetta skeði. Þeir
fengust borgaðir eins og mark-
aðsverð var þá á hestum.
Með bát yfir ísinn.
Loftur kom heim um nóttina
og fékk pilt í Sandaseli með sér
yfir fljótið, og höfðu þeir lítinn
bát á milli sín til öryggis. Ég fór
svo með þessum pilti um morg-
uninn, mig minnir hann heita
Magnús, og höfðum við bátinn
á milli okkar. Hann kom með
mér að Langholti og lánaði mér
hest, en gekk sjálfur. Magnús á
Langholti kom svo með mér á
tveimur gæðingum að Feðgum,
og riðum við greitt. Á Feðgum
hafði faðir minn skilið eftir grá-
jarpan hest, sem hann átti og
Kári hét og var bæði þægilegur
og duglegur. Og fór ég þennan
dag að Arnardrangi til Páls afa-
bróður mins og var þar einn dag
um kyrrt.
21. febrúar fór ég þaðan áð
Núpsstað. Fékk unga stúlku til
fylgdar hjá Helga í Þykkvabæ
að Dalbæ, þaðan fylgdi Auðunn
mér nærri því að Sléttabóli, Jón
eldri á Teygingalæk að Hverfis-
fljóti. Ég kom að Kálfafellskoti
til Stefáns pósts, og var Stein-
grímur á Kálfafelli staddur þar.
Stefán sagði við Steingrím:
„Ætlar þú að fylgja honum
austur yfir Djúpá, eða á ég að
gera það?“ „Ég geri það,“ sagði
Steingrímur, „því ég er nær.“
Þurfti ég því ekki að hafa fyrir
að biðja um fylgd.
Ég var einn dag á Núpsstað
vegna rigningar; fór svo þaðan
að Svínafelli, þá að Fagurhóls-
mýri, og 25. febrúar kom ég
heim. Reyndar man ég ekki fyr-
ir víst, hvaða mánaðardag við
fórum á stað, og getur því verið,
að allt hafi verið degi fyrr en ég
hef sagt, en dagleiðirnar held
ég, að ég muni rétt og eru þær
fyrir löngu skrifaðar.
Þegar þessi ferð var farin, var
hvergi brú nema á Þjórsá, Ölf-
usá og Elliðaánum, og hvergi
var sími. Enginn okkár hafði
áður farið til Reykjavíkur og
ekki einu sinni til Víkur, nema
faðir minn. Hefur það kannski
verið meðfram af því, að enginn
rataði nema hann, að erfitt var
að senda mann á undan hópnum
til þess að útvega gistingu, og
var því vont að komast langt á
undan. Má nærri geta, hvort það
hefur ekki verið óþægilegt fyrir
fólkið, sem við gistum hjá, að
vita ekki fyrr en þessi litli hóp-
ur kom, þegar íarið var að
dimma, eins og oítast var, þeg-
ar í náttstað var komið. Við urð-
um að halda áfram meðan bjart
var, dagarnir voru svo stuttir
og oft hálf slæmt veður.
Hestarnir létu mikið á sjá í
ferðinni, enda var óvíða hægt að
láta þeim líða nógu vel á nótt-
unni, því að alls staðar varð að
raða þeim hverjum við hliðina
á öðrum, svo þröngt sem hægt
var, og voru þeir oft svangir og
lögðu mikið af. Var reynt að
setja þá illari saman, og kom-
ust þeir flestir upp á það að
skipta sér lítið af því, þó að ná-
granninn biti þá, en héldu áfram
að éta, meðan nokkuð var eft-
ir í stallinum. Öðru máli gegndi,
ef tugga var gefin úti, þá
höfðu hestarnir svigrúm til
að slá, og var það hættulegt
vegna skaflanna á skeifunum,
og var því vart mögulegt að gefa
hey úti. Fyrir sjálfa okkur vor-
um við ánægðir, ef hægt var að
fá mat og rúm handa strand-
mönnunum, en við fylgdarmenn-
irnir átum nestið okkar og
bjuggum um okkur á gólfi, ef
þurfti.
Sumarið eftir sendi brezka
stjórnin mér vandað silfurúr,
svo að ekki hafa strandmenn-
irnir borið mér verri sögu en
efni stóðu til. Stýrimaðurinn var
sonur skipstjórans. Þeir hafa
víst verið sæmdarmenn, en létu
lítið á sér bera. Vélstjórinn
reyndi helzt að tala við okkur
og tókst furðu vel að gera sig
skiljanlegan.
1906 strandaði annar togari
út af Nýgræðunum, og komu
mennirnir hingað heim í góðu
veðri, og var þá komin góa og
langur dagur. Þeir dvöldu hér
rúma viku. Við Öræfingar áttum
þess kost að flytja þá til Reykja-
víkur. En okkur þótti of mikið
lagt á hestana okkar að fara
hvert árið eftir annað í slíka
ferð. Þorsteinn eldri Þorsteins-
son á Hnappavöllum tók að sér
að koma þeim til Víkur. Eg fór
þá ferð líka. Gerðum við reikn-
ing á eftir, og gerðist ekkert
sögulegt í þeirri ferð.
Seinna var farið með strand-
menn á hestum héðan alla leið
til Reykjavíkur. En þá var orð-
inn langur dagur og betra veð-
ur, og gekk þeim ferðin vel, eða
ekki veit ég betur. Formenn í
þeirri ferð voru Jón Sigurðsson
og Þorsteinn í Skaftafelli.
HelMsgerðí
Hellisgerði í Hafnarfirði. — Hellis-
gerði er víðfrægt fyrir fegurð-
Gæti það orðið mörgum öðrum bæj-
um til fyrirmyndar. Víða er lögð
allt of lítil áherzla á að gera fagra
og friðsæla bletti í bæjum, þar
sem fólk getur leitað fegurðar í
frístundunum.
Lífið er tilraun. Því fleiri til-
raunir sem þú gerir, því betra.
Emerson.
Heimurinn er falleg bók, en
gagnslaus fyrir þann, sem ekki
kann að lesa.
Carlo Coldini.
Hatur er hefnd heigulsins af
því að hann veit að hann er
hræddur.
Bernhard Shaw.