Heima er bezt - 01.04.1954, Blaðsíða 10

Heima er bezt - 01.04.1954, Blaðsíða 10
106 Heima er bezt Nr. 4 kamb“, vegna þess að göt voru sett á grásleppurnar. Lengi hefur Bolungarvíkin fengið illt orð á sig fyrir brim- lendingu í hvassri norðanátt. Þá og lengi fram eftir alveg óvarin. Var mikil vinna og erfið að ryðja varirnar, sem oft hálf-fylltust í langvarandi görðum. Tapaðist þá venjulega fyrsti róðrardagur- inn í það að ryðja þær, en það, eins og annað, komst upp í vana, og í þá daga voru menn vanir að taka á sig margt erfiði, sem ekki þekkist nú á dögum. Mjög frum- stæð aðferð var notuð við að- gerðina og lítið eða ekkert til þess að létta undir. Þegar leið á vorvertíðina, fóru margir Inndjúps-menn, sem höfðu róið bátum sínum úti í Bolungarvík, inn í Ögurnes, og reru þaðan tímann sem eftir var, og höfðu þá kúfisk til beitu, sem þeir plægðu upp við Melgraseyr- arodda. Ekki máttu þeir bátar, sem höfðu kúfisk til beitu, róa út fyrir svonefnda „línu“, en hún var hugsuð dregin frá Arnarnes- inu og þvert yfir Djúpið. Fiskað- ist oft vel þann tíma, sem eftir var vertíðarinnar. Lýsing á miðum í Bolungarvík, þar sem lóðir voru lagðar á ára- skipum við ísafjarðardjúp, vet- ur og sumar. (Eftir hdr. E. Þ.). Innstu mið fram af Víkinni: Geirastaðabær við Óshóla, það- an þvert yfir Djúpið, svo hvert af öðru réttar hyrnur, Elding, Núpur, Refur, Steinar, Nes, það ef, þegar Straumnesið kemur fram undan Ritnum. Þarnæst Djúpþúfa, Kvíhamrar, Eldingar, Melar, grynnri og dýpri, Melur, svo Kleif. Þessi mið eru í Aðal- víkinni og voru notuð, sem sagt, yfir Djúpið. Þá eru mið að vestanverðu, sem koma fram undan Deild- inni: Öskubakur, Kambar, Bakkadalur, Sniðgata, Krof- staðahorn. Þessi nöfn- eru í Skálavíkinni. Þá eru Norðurmið. Arnarnes kemur framundan Óshólum. Sú hlíð heitir Kirkju- bólshlíð. Þar heita miðin þess- um nöfnum: Hamar, For, Hné, Rönd, Kjölur, Slakki, Fiskihól- ar. Hlíðin er á milli Skutuls- fjarðar og Álftafjarðar. Næst kemur Kambanes, en það er á milli Álftafjarðar og Seyðis- fj arðar .... Þá er mið er Hest- ur nefnist, en það er milli Seyð- isfjarðar og Hestfjarðar. Kallað er dýpra og grynnra Hesthorn, þegar mið þessi eru nánar stað- færð. Eru þau öll fyrir norðan mitt Djúp og langt út á haf og inn í Björg. Þetta eru nöfn þeirra miða, sem notuð voru og eru ennþá, þó ekki séu lengur áraskip. Ég (c:Einar Þorsteinsson) man ekki eftir, að farið væri lengra út á hafið en lengst á Kleifina, það er: miðað við Aðalvík næst eftir Melana. Þetta er löng leið á ára- skipum og væri vindur út Djúpið, mátti heita gott að ná undir Deild. Bezta áttin var stillt norð- anátt væri maður fyrir norðan mitt Djúp. Oftast var fiskisæl- ast um mitt Djúpið. Hné og Röndina, að vorinu. Er þetta einnig löng leið á áraskipum, þó að við vendumst því, því að öllu má venjast, svo að gott þyki. Seinni árin, sem ég var í Bolung- arvík , var byrjað á að „krussa“, sem kallað var, væri hvassviðri út Djúpið. Varð þá oft að taka á því sem maður átti til af kröft- um og þrautseigju. + írsk kímni + Þegar Dennis og Murphy fóru til stórborgarinnar að freista gæfunnar, urðu þeir herbergisfé- lagar. Dennis vissi, að Murphy var kvæntur, en Murphy nefndi konu sína aldrei með einu orði. Dag nokkurn fékk Murphy bréf, og Dennis spurði frá hverjum það væri. „Frá konunni", svaraði Murphy. „Hvað á þetta að þýða?“ sagði Dennis steinhissa, þegar vinur hans tók óskrifaða pappírsörk úr umslaginu. „Það stendur ekki eitt einasta orð í því — bara hvítur pappírinn“. „Það er allt eins og það á að vera“, svaraði Murphy. „Við er- um ósátt og höfum ekki talazt við lengi“. —o— O’Flynn hafði ekki komið því við að vera við jarðarförina, en Rafferty skýrði honum nákvæm- lega frá öllu, þegar hann kom heim til hans rétt á eftir. Allt hafði farið mjög vel fram, fjöldi blóma og kransa og allt, sem heyrði til við slík tækifæri. „Hið eina sorglega var“, sagði Raf- ferty og andvarpaði, „að Flan- agan datt og fótbrotnaði, og það varð eins og til þess að það þyngdi yfir öllum viðstöddum, sem áður voru í bezta skapi“. —o— írinn Patrekur hafði mjög slæma tannpínu. Loks tók hann í sig kjark og fór til tannlæknis- ins. En til allrar óhamingju missti hann kjarkinn þegar hann átti að setjast í stólinn. Tannlæknirinn bað aðstoðar- stúlkuna að gefa Patreki glas af whisky og spurði svo: „Nú, er kjarkurinn kominn aftur?“ „Nei“, svaraði Patrekur. Hann fékk eitt glas enn. Og eitt til. „Nú getið þér ekki lengur verið smeykur“, sagði tannlæknirinn óþolinmóður. Patrekur kreppti hnefana. „Mér þætti gaman að sjá þann mann“, urraði hann, „sem vog- aði sér að snerta við tönnunum í mér núna.“

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.