Heima er bezt - 01.04.1954, Blaðsíða 7

Heima er bezt - 01.04.1954, Blaðsíða 7
Nr. 4 Heima er bezt 103 veginn. Þá var stillt veður, en mikið frost, svo að klakadröngl- ar héngu úr nösunum á hestun- um. Stúlka, sem Þorgerður hét, var okkur samferða, og léðum við henni hest. Hún var mjög skemmtilegur ferðafélagi og kunnug leiðinni og gat sagt okk- ur nöfn á bæjum og fjöllum. Á Ægissíðu var nóg húsrúm fyr- ir okkur og hestana, og leið öll- um þar vel. Þann 13. fórum við að Stein- móðarbæ og næstu bæjum. Þá voru öll vötn farin að halda, sem voru auð, þegar við fórum vest- ur. Þó urðum við að fara nokk- uð langt út með vestri Rangá, til að fá hald á henni. Veðrið var gott. Þann 14. fórum við að Drangshlíð og gistum þar í báð- um bæjunum og leið ágætlega. Gissur gaf mér góða vettlinga, sem ég átti lengi á eftir, með fangamarki hans. Honum þótti mínir vettlingar ekki vera nógu hlýir, þegar við vorum að leggja á stað. 15. febrúar fórum við til Vík- ur, 16. að Þykkvabæjarklaustri pg bæjum þar í kring; fengum gott yfir sandinn. Þann 17. fór- um við ekki nema að Söndum, fengum brota og vondan veg yf- ir vatnið þar vestan við. Og var fljótið austan við talið ófært þann dag. Þar var hægt að hýsa alla hestana, og leið þeim og okkur þar ágætlega, Af þeim bræðrum var Eggert einn heima. Loftur var austur á Hörgslandi hjá Lofti pósti, en ég vissi ekki, hvar Jóhannes var. Þar var líka unglingsmaður, sem Klemenz hét, en átti þar þó ekki heima. En af kyenmönnum man ég ekki eftir nema Guðrúnu, móður þeirra bræðra, og ungri stúlku, sem Guðfinna hét. Hjörleifur í Sandaseli kom að Söndum um morguninn og taldi fljótið fært á ís. Og fóru þeir svo að reyna það, hann og Eggert, og var það eina vatnið, sem faðir minn reyndi ekki í ferðinni. Menn og hestar í fljótið. 18. febrúar var lagt á fljótið með alla hestana teymda, og var farið út á það af túninu á Söndum. Pyrstu lestirnar voru komnar langt austur á fljótið, en þó margir hestar eftir, þeg- ar ég fór út á það með Brún Stefáns Þorlákssonar á Hnappa- völlum, og var reiðingur á hon- um og bögglar. En aftan í hon- um var ungur, glófextur hest- ur, sem faðir minn átti. Ég þorði ekki að fara með fleiri í einu út á ísinn, því það var autt ræsi milli bakkans og íssins, sem hestarnir urðu að stíga yfir. En svo óhappalega tókst til, að Glói steig ofan í ræsið með báða framfætur, og nam brjóstið við ísinn. Ég stöðvaði Brún strax, og reif Glói sig upp úr og stökk austur á ísinn, en það þoldi ís- inn ekki og brotnaði undir Glóa, svo að hann lenti á kaf og tók í tauminn um leið og hékk í hon- um, og þá rak Brúnn alla fæt- urna niður úr ísnum. Ég fór aft- ur fyrir Brún efra megin og ætlaði að skera í sundur beizlið og reyna að snúa Glóa við eða fyrst og fremst losa hann við Brún. Um leið og ég ætlaði að skera á tauminn, kom Eggert að hliðinni á mér, líka efra megin, og um leið sprakk ísinn fyrir aftan okkur og jakinn reis upp á rönd og hvolfdist yfir okkur og hestana. Um leið náði ég með vinstri hendi í taglið á Glóa, en fann hvergi botn, og straumur- inn hélt mér flötum í vatninu. Ég fann, að Glói var fastur, og vissi, að hestarnir voru líka und- ir ísnum, og sleppti takinu, og um leið náði ég botni með fæt- urna og gat staðið upp, en náði ekki upp undir ísinn. Ég reyndi að vaða á móti straumnum í þeirri von, að ég næði kannski upp úr í vökinni, sem ég fór of-' an í (ég vissi ekki af vökinni, sem ég bjargaðist upp úr), en straumurinn var svo sterkur, að ég gat það ekki, ég datt og barst með straumnum. Seinast man ég, að ég rak höfuðuðið í ísinn tvisvar sinnum, en ekki vissi ég, hvort það var í jaka eða ísinn fyrir ofan mig. En við það mun ég hafa misst meðvitund. Þegar ég raknaði við, hékk ég á ísskör- með höfuð og herðar upp úr, en straumurinn hélt mér undir ísnum að öðru leyti. Skaut upp í sömu vök. Okkur Eggert hafði báðum skotið upp í þessari vök, sem var þó nokkuð utar en þar sem við fórum ofan í. Eggert skaut upp efst í vökinni eða í henni miðri, en hún var alllöng og flaut hann nokkra stund, en var sokkinn áður en að ísnum kom. Mér skaut aftur á móti upp rétt við ísinn, þar sem straumurinn hvarf undir hann, og náði ég strax í skörina. Á henni hafði myndazt ofurlítil brún af slett- um, sem varð mér að handfesti, og hékk ég þarna á olnbogun- um. Ari og Klemenz voru á túninu og sáu þetta allt vel. Þeir urðu að fara heim að ná sér í band og 5 álna langa spíru, til þess að komast að mér, svellið var svo ónýtt þarna. Þeim tókst þó með gætni að tosa mér upp úr, og gengu þeir svo undir mér eða bárú mig heim. Hinir voru allir austur á fljóti og sáu þetta allt, en voru sjálfir í svo mikilli hættu með hestana, að þeir máttu ekki stanza né yfirgefa hestana, enda gátu þeir ekkert hjálpað okkur. Hestunum, sem eftir voru, tókst að koma austur yfir langt fyrir utan, og var þar betri ís. Fóru félagar mínir þann dag austur á Síðu, daginn eftir fóru þeir undir sandinn og 20. febrúar að Svínafelli. Þegar ég kom heim að Sönd- um, var ég berháttaður ofan í volgt og gott rúm og fötunum haldið heitum, ég var látinn drekka eitthvað heitt, en maga- rúmið mun hafa verið heldur lít- ið, því að ég var víst búinn að drekka nóg í fljótinu. Ég var með dálítið sár á hvirflinum og með lítils háttar blóðnasir fyrst, en mér fór fljótt að hitna og leið vel, þegar búið var að hlúa að mér eins og hægt var. Þegar allir voru farnir og kyrrð komin á, sagði Guðrún: „Við skulum nú biðja Guð um huggun og styrk.“ Hún las svo húslestur, og var ekki hægt að sjá á henni, að nokkuð hefði komið fyrir. Hún bað um að sinna skepnunum og hlaða skán í dyrnar hjá þeim, svo að vatn- ið rynni ekki inn í húsin um nóttina, því að fljótið var að bólgna svo mikið upp. Sjálf var hún að hjúkra mér og vinda upp og þurrka fötin mín, og fékk ég þau að mestu leyti þurr um morguninn. Guðrún sýndi mik- ið þrek í þessum raunum, og var auðfundið, að hún var vel trúuð.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.