Heima er bezt - 01.04.1954, Page 25

Heima er bezt - 01.04.1954, Page 25
Nr. 4 Heima er bezt 121 Nemendur Flensborgarskóla fyrir 50 árum Talið frá vinstri, aftasta röð: Magnús Á.'mundsson, fisksali, Revkjavík, Sigurður Jónsson, bóndi í Stafafelli í Lóni, Olafur Jóníson frá Elliðaey, Stykkishólmi, Hákon J. Helgason, kennari, Hafnarfirði. Miðröð: Ásgeir G. Stefánsson, framkv.stjóri, Hafnarfirði, Stefán Jónsson, hreppstjóri, Hlíð í Lóni, Helgi E. Thorlacíus, fyrrv. bóndi á Tjörn á Vatns- nesi, nú í Reykjavík, Klemens Jónsson, kennari, Skógatjörn, Álftanesi. Fremsta röð: Vil- hjálmur Gunnlaugsson, fyrrum bóndi á Eiríksstöðum á Jökuldal, nú ! Reykjavík, frú Guðrún Guðmundsdóttir, frá Deild á Akranesi, Borgarnesi, Árni Þ. Þorsteinsson, bíóstjóri, Hafnarfirði, frú Sigrún Eiríksdóttir frá Orlygshöfn í Patreksfirði, Reykjavík. Á morgni aldarinnar söfnuð- ust hópar ungra manna í gagn- fræðaskólana á Flensborg og Möðruvöllum, og búnaðarskól- ana á Hvanneyri og Hólum, svo margir sem húsrúm leyfði. Þrungnir af eldmóði þeim sem ljóð þjóðskáldanna kveiktu, leituðu þeir aukinnar fræðslu til þess að vera betur búnir í end- urreisnarstríð það sem nú skyldi hefja eftir aldasvefn. Stríð framsóknar og umbóta á öllum sviðum þjóðlífsins frá yztu nesj- um til innstu dala, án þess þó að gleyma hugsun barnsins: „HEIMA er BEZT“. Þeir ætluðu sér aftur heim og úr því varð fyrir flestum. Þeim var minnis- stætt allt sem átti að gera, allt sem þurfti að gera og allt sem ógert var. í eyrum þeirra ómaði ljóðið: „Aldar á morgni vöknum til að vinna, vöknum og týgj- umst, nóg er til að sinna“. Einn þessi hópur æskufólks voru nemendur þeir er komu til Flensborgar haustið 1901 og fóru að loknu námi 1903. Á síðastliðnu vori kom stór hluti af þessum hóp aftur til skólans við Hafnarfjörð 50 ár- um eldri en þegar þeir lögðu þaðan út í lífið. Þetta fólk kom nú til að færa skólanum þökk fyrir lagðan grundvöll að lífs- hamingju, og til að gleðjast sameiginlega að loknu hálfrar aldar stríði, minnast margra sigra landnáms og uppbygging- ar á þeirra „ástkæru fóstur- mold.“ Með óblandinni ánægju leit þetta fólk yfir farinn veg, þótt það gæti ekki tileinkað sér orð Ceasars: „Ég kom, ég sá, ég sigraði, þá fannst því samt að það hefði unnið mikið á í stríð- inu gegn fátækt og undirokun. Til að minnast afmælisins, var mættur réttur helmingur þeirra er þarna sátu saman fyrir 50 árum, 12 af 24. Sex gátu ekki mætt af ýmsum ástæðum, sumir vegna lasleika og 6 vor unádri, eða i/4 af hópnum. Sumir þeirra höfðu farizt í sjó en aðrir af sjúkdómum. Þeir dánu voru þessir: Arnkell Thor- lacius frá Bakkafirði, Þorbergur Eggertsson, frá Þingeyri, Jens Guðmundsson frá Hlíð í Garða- hverfi, Jón Jósepsson frá Akra- nesi, Jón Hafliðason frá Hrauni, Grindavík, Kristvarður Þorvarð- arson frá Leikskálum, Dala- sýslu. Allt voru þetta atgerfismenn og líklegir til langlífis er þeir yfirgáfu skólann. Villigeitur í Noregi Framh. af bls. 113. vetur voru skotnar 50—60 geitur. Þessar villigeitur voru töluvert minni en tömdu geiturnar, og hár þeirra var mjög langt og strítt. Kjötið var afbragðsgott, svo að villigeitaveiðar voru sótt- ar fast næstu árin, en ekki tókst þó að eyða stofninum að fulu, þótt nokkrir harðir vetur færu saman. Geiturnar vel á verði. En þessar árásir gerðu villi- geiturnar mjög varar um sig, og þótt þær leiti endrum og eins ofan í fjöruna í Arnarfirði, þeg- ar vetur sverfur að, er mjög erf- itt fyrir skotmanninn að komast í færi við þær, og í heimalönd þeirra má kalla ógengt mönn- um. Þegar þær eru í fjöru, held- ur forystuhafur jafnan vörð á háum kletti, þar sem vel sér yf- ir, og nálgist bátur, gefur hann merki, og geiturnar stikla upþ klettana með undraverðum hraða og hverfa inn í ríki sitt í faðmi fjallanna. Á hernámsárunum í Noregi fékk villigeitastofninn að vera algerlega í friði, og þá fjölgaði svo mjög í honum, að talið er að síðan séu þarna á annað hundr- að villigeitur. Tæla til sín tamdar geitur. Margir Norðmenn líta svo á, að sjálfsagt sé að alfriða þennan villigeitastofn fyrst um sinn, svo að hann vaxi, en bændurnir í Arnarfirði vilja fækka villigeit- unum sem mest, vegna þess að villigeiturnar tæla stundum til sín tamdar geitur. Þess vegna er villigeitunum ekki frítt, tak- ist skotmanni að komast í færi við þær. Það er þó ekki talið líklegt, að bændunum takist að útrýma villigeitunum með öllu. Fjallasvæðið, sem þær halda sig á, er ógengt mönnum, svo að þær verða ekki sóttar nema þegar harðindin reka þær niður í fjör- una.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.