Heima er bezt - 01.04.1954, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.04.1954, Blaðsíða 28
124 Heima er bezt Nr. 4 in varð frjáls og skauzt inn í holu sína. Á eftir var hann glaður og ánægður, tók leifarnar af matn- um og flöskuna og gekk í suður meðfram skógar- hlíðunum. IX. Lotinn öldungur var að höggva greinar af reyni- berjatrjánum niðri í lægðinni. Greinarnar lágu í dyngjum umhverfis hann. Hann notaði gamla rót- arhnyðju sem móthögg. Hann var lengi að höggva og lítill kraftur var í hverju höggi. Það var eitt- hvað undarlegt í fari þessa öldungs. Ingólfur lá á knjánum uppi í skóginum og svip- aðist um. Hann skildi ekki, hvað það var, en eitt- hvað undarlegt var við allt þetta. Þegar sá gamli var búinn að höggva allar grein- arnar af einum stofninum, svo að hann var orð- inn að löngum, grönnum staf, lagði hann stafinn gætilega bak við sig og valdi sér nýtt tré úr dyngj- unni. Verkið gekk stöðugt og jafnt, en seint. Hann hlaut að vera lasburða eða veikur. Það hélt dreng- urinn að minnsta kosti. Þá gerist dálítið. Lítill héraungi kemur hlaupandi út úr runnan- um. Hann er of lítill til þess að hafa vit á að vera hræddur; hann hoppar allt í kring um gamla mann- inn, en sá gamli tekur ekki eftir honum. Hérahvolp- urinn situr beint fyrir framan hann og sá gamli gæti hafa strokið honum. Hann lítur ekki á hann. Ingólfi finnst það ákaflega undarlegt. Þá flýgur axarblaðið í stórum boða og öldung- urinn stendur með skaftið eitt í hendinni. Stend- ur grafkyrr. Svo leggur hann skaftið niður og fer að leita að blaðinu. En hann gengur nákvæmlega einu skrefi of langt og byrjar nú að þreifa fyrir sér í mosanum, enda þótt axarblaðið liggi rétt hjá og sé ofan á jörðinni. Hann þreifar og þreifar, leggst á kné og fálmar eins og í blindni. Og færir sig lengra og lengra burt frá öxinni. Þetta var einkennilegt. Ingólfur læðist nær til þess að sjá betur. Öldungurinn lítur allt í einu upp, þangað sem drengurinn er. — Guðlaug! segir hann, og þegar enginn svarar, kallar hann: — Guðlaug! — Nú sér hann mig! hugsaði Ingólfur og varð angistarfullur. Augu öldungsins störðu beint fram- an í hann. — Er þarna einhver? spurði öldungurinn. Drengurinn stóð grafkyrr. Svo byrjaði sá gamli aftur að leita. Héraunginn sat og nagaði birkikvist skammt frá, sá gamli gæti hæglega hafa tekið hann, en lét sem hann ekki sæi hann. Hann fálmaði sig áfram, en nú var hann kominn langt frá öxinni. Loks kom hann að ungu birkitré. Þá tók hann skeiðarhnífinn fram, skar börkinn af og sleikti saf- ann. Ingólfur sá líka, að hann tók hvíta lagið og stakk því upp í sig. Þeir Jens höfðu oft verið svang- ir á fjöllunum, en aldrei urðu þeir svo aðþrengd- ir, að þeir færu að éta börk eins og dýrin. Honum fannst hann vera svo öruggur gagnvart þessum gamla manni. Það var hægðarleikur að hlaupa frá honum, svo að honum væri alveg óhætt að segja honum hvar öxin væri. Öldungurinn leit upp, þegar hann heyrði dreng- inn koma, en það var eins og hann yrði ekkert for- viða. Augun störðu jafn rólega og áður og svipur- inn var hinn sami. — Ert það þú, Guðlaug? spurði hann. Þá stanzaði Ingólfur. Hann hafði ekki vænzt þess að heyra þessi orð. — Ert það þú, Guðlaug? spurði öldungurinn aft- ur. — Sérðu öxina? Hún flaug af skaftinu og ég er ekki maður til að finna hana aftur. — Hérna er öxin, sagði Ingólfur og rétti öldungn- um axarblaðið. Maðurinn leit upp, en augnaráðið var svo ein- kennilegt, og þegar Ingólfur aðgætti betur, sá hann, að sá gamli starði framhjá honum. Hann hafði augu, en gat ekki séð með þeim. Hann var blindur, vesalingurinn. — Er það — er það lítill, ókunnur drengur? — Já. — Þú átt kannske heima niðri í dalnum? — Ne-ei. — Eða í Hakkadal? — Nei, heldur ekki þar. Öldungurinn virtist vera í þönkum. Síðan stóð hann upp. — Ég heiti Guðmundur. Guðmundur blindi. Þú villt kannske leiða mig að viðarkestin- um? Ingólfur stakk hönd sinni inn í hinn siggborna hnefa hans. En samtímis flaug þessi hugsun gegn- um hann: Nú hefur hann náð í mig — nú tekur hann mig. Hann er ekki blindur. Hann gerir þetta aðeins til að gabba mig. — Lítill einiberjarunni varð á vegi þeirra. Visnað- ur runni, harður eins og hreindýrastakkar. Þeir gengu beint áfram. — Ef hann er sjáandi, hlýtur hann að sjá eini- berjarunnann, hugsaði drengurinn. í sama bili datt öldungurinn. Ný hugsun flaug gegnum hugskot drengsins, sambland af kæti og slæmri samvizku: hann er blindur og þetta áttir þú ekki að gera! Öldungurinn lá kylliflatur í lynginu. Hann lá grafkyrr. Reyndi svo að staulast á fæturna. Reyndi oft, en það var eins og hann svimaði þegar hann komst á knén. Drengurinn vissi ekki, hvort hann á:tti að hlæja eða gráta, þetta var svo skrítin sjón. Hvorugur þeirra sagði orð. Þá var allt í einu eins og öldungurinn hefði gefist upp. Hann tók kippi. Hann kastaði upp. Kastaði upp kvoðukenndum vökva. Ingólfur tók í öxlina á honum. — Ertu lasinn? spurði hann. Öldungurinn svaraði ekki. Honum leið auðsjáan- lega iila. Þegar honum loks hægðist um, velti hann sér á hliðina og lá með lokuð augu. Andlit hans var grábleikt. — Ertu með svima? spurði drengurinn hæglát- lega. — O-nei. — Það batnar sjálfsagt bráðum, sagði drengur- inn í huggunarrómi. Hann settist niður við hlið öldungsins. Sat þar lengi og horfði á útslitið gam- almennið, sem ekki gat séð. — Það er maginn, sagði sá gamli loksins. — Ég gat ekki þolað birkisaftina.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.