Heima er bezt - 01.04.1954, Blaðsíða 29

Heima er bezt - 01.04.1954, Blaðsíða 29
Nr. 4 Heima er bezt 125 AMM A Framh. af bls. 114. um styrkjum meira að segja elli- styrknum, sem hún átti fullan rétt á fyrir löngu. Ég vil ekki verða því opinbera til byrði sagði hún alltaf, þegar henni var bent á, hvað henni bæri með lög- um og rétti. Að reyna að telja henni hughvarf hefði ekki að- eins verið þýðingarlaust heldur einnig taktlaust. Eftir því sem árin liðu kom það í ljós, að drengurinn var ekki aðeins góður drengur heldur einnig bráðgreindur. Hann tók ágætt miðskólapróf og var sam- kvæmt ósk gömlu konunnar settur í menntaskóla. Mér leizt ekki á að hún gæti alið önn fyrir honum lengur, en hún var ekki í efa. „Nú er svo mikið búið, að ég ætti að ráða við þessi þrjú menntaskólaár og svo opnast einhver leið sem honum verður fær.“ En engin leið opnaðist...... Hann var drepinn að morgni hins fimmta maí 1945. Kúla á villugötum lauk ævi framúrskar- andi stærðfræðings og lagði lífs- hamingju ömmu í rústir. Hurðin í garðshliði sjúkra- hússins féll fast að stöfum, þeg- ar ég síðastur allra fór að lokn- um heimsóknartíma. Það var eitthvað sjálfbyrgingslegt í marri hurðarinnar, eins og hún vildi segja: „Ekkert er mér hul- ið.“ Manni hlaut að detta í hug önnur hurð, sem oft lokar oln- bogabörn mannkynsins inni og meinar þeim samneyti við þjóð- félagið. Það var suddarigning og fremur kalt. Þægilega kalt þeg- ar komið var úr molluloftinu bakvið gráu múrveggina. Ég bretti upp frakkakraganum og ákvað að fara heim. Ég varð að fá næði til þess að hugsa. Átti þetta að verða endirinn á gleði- snauðu lífi ömmu. Átti hún að deyja full af biturleika í garð þess þjóðfélags, sem hún hafði þjónað svo dyggilega áratugum saman. Og . .. . var ákæra henn- ar réttmæt eða aðeins óánægja sjúklings með allt og alla. Hún blundaði þegar ég kom og settist hljóðlega við rúm- ið hennar og horfði á hana. And- litið var orðið svo undarlega lít- ið og þjáningamálið var skráð í hvern andlitsdrátt. Sú tilfinn- ing greip mig, að ég sæti við sóttarsæng konu, sem væri á leiðinni yfir takmörk lífs og dauða. Svo vaknaði hún, barðist við að ná valdi á hugsunum sínum og þekkti mig aftur. „Ég hafði búizt við yður því nú hallar óð- um undan fæti hjá mér,“ sagði hún rólega. „Og það gildir einu“, bætti hún við, „því á þessum stað er ekki gott að vera gamalmenni, sem þeir segja að taki rúm hinna yngri sem hægt sé að nota í framleiðslunni.“ Stór sjúkrahús hafa verið byggð og þar vinnur dugnaður- inn stórsigra. En hinn mannlegi drengskapur á erfitt uppdráttar í hringjum ryðfrís stáls. Hjúkr- unarkonurnar eru duglegar, mjög duglegar, en þær skilja ekki gamalt fólk. Ef þær aðeins vissu hversu átakanlegt er að vera hjálparvana og engum til þægð- ar...... Þær tala við mig eins og ég væri óviti og sennilega halda þær að ég sé það. Ef ég bið um eitt- hvað hlusta þær á mig eins og ég væri óþekktarkrakki og allt verður við hið sama. Mér finnst ég vera þurrkuð út, þótt dauðinn sé ekki búinn að setja punktinn, eins og númer eða viljalaust peð á stóru taflborði.“ Ég reyndi að malda í móinn, en hún heyrði það ekki og hélt áfram sínum sorglega hugsana- gangi. „Nú bið ég einskis framar, bíð bara unz þeir framkvæma kærleiksverk! sitt og senda mig á elliheimilið.“ Hún reyndi að rísa upp en það mistókst. Andardátturinn var ó- reglulegur, hún dró andann ótt 4—5 sinnum í röð og svo var eins og hún gripi andann á lofti en því lauk jafnan í andvarpi. Hún hafði látið aftur augun eins og hún hefði gleymt nærveru minni. Lítið tár laumaðist undan lokuðum augnalokunum og hrundi niður hrukkótta kinnina. Ég vissi ekki hvað segja skyldi og sat kyrr unz ég heyrði hjúkr- unarkonuna segja: ,Heimsóknartímanum er lokið.1 Úr endurminningum Magnúsar læknis Framh. af bls. 120. ingur, þar sem ækin höfðu num- ið við þær, en hann var svo hátt uppi, að venjulegar kýr náðu ekki til hans, en eigi að síður var það hægðarleikur fyrir Bröndu. Hvílík uppgötvun hungraðri kú! Hún hefur sig upp, nýtur styrks af trénu, og þarna gleymir hún stund og stað og leikur ýmiss konar loftfimleika. Hún leitast jafnvel við að hrista hvert strá, hvert hismi af þessu meinlega tré. ... Vales, sem stendur uppi á æk- inu og hrópar einvígisáskoranir og skekur hina miklu heykvísl ögrandi að óvininum, er mann- gerð hreystin og karlmennskan eins og hinn frægi spænski herra. Mér dvelst fyrir aftan hann. og er á báðum áttum eins og Sancho, langar þó til að verða vitni að bardaganum, sem í vændum er. Bjarndýrið eða fjandi þessi, er hikandi, eins og ljónið í búrinu, er hinn mikli Quixote ögrar því eða.... Tungl- ið sendir í þessu geisla sína upp yfir sjóndeildarhringinn í austri. Sé ég þá hatta fyrir tveimur hornum á villidýri þessu, sem gert hefur okkur fyrirsát. í sömu andrá skil ég hvernig í öllu ligg- ur.----- „Þetta er hún Branda,“ hrópa ég, „það er aðeins hún Branda!“ En sem kýrin heyrir mig nefna nafn sitt, því að Branda var það, snýr hún sér við og skokkar heim á leið. Móðurinn rennur smám sam- an af Vales. Hann stingur hey- kvíslinni í heyið, þurrkar sér í framan eftir áreynsluna og fer að huga að einglirninu sínu. „Hvað hefur orðið af einglirn- inu mínu? Hefurðu séð það?“ „Nei, en ég veitti því eftir- tekt, að eitthvað valt niður af heyinu og í snjóinn,“ svaraði ég. Vales verður þungt hugsi um skepnu. En hver skollinn, ég hef ef til vill verið fullskjótur til og ekki ætlað mér af. En þetta hefði vel getað verið bjarndýr, og gegnum einglirnið gat ég einmitt ekki betur séð en bjarndýrslögun væri á þessari skepnu. En hver ólukkinn, ég hef glatað enska einglirninu minu!“

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.