Heima er bezt - 01.04.1954, Blaðsíða 6

Heima er bezt - 01.04.1954, Blaðsíða 6
102 Nr. 4 sex hestum tókst okkur ekki að koma fyrir, og fengum við að hafa þá í portinu hjá reiðfær- unum, en urðum sjálfir að hugsa um þá og útvega þeim hey, sem seinast hafðist hjá Geir Zoéga, kaupmanni. Tókum við Gísli þennan starfa að okkur. Urðum við að sækja þeim vatn í vatns- póst, og get ég því sagt, að ég hafi verið vatnsberi í Reykja- vík! Strandmennirnir fóru til kon- súlsins, Jón Magnússon til tengdaforeldra sinna, Magnúsar Árnasonar, snikkara, og Vigdís- ar, konu hans, en ég vissi ekki, hvar Jón Sigurðsson gisti. Við hinir fengum gistingu hjá Hjálpræðishernum og vorum þar í allstóru herbergi með rúmum. Var þar með okkur meðal annarra gamall maður, sem víst mátti muna fífil sinn fegri, eftir því sem hann leit út, og var kallaður Jón söðli. Hann hafði marga sögu að segja af útilegumönnum, og held ég hann hafi trúað þeim. Annar maður var þar eitthvað geðbil- aður, en okkur gerði þetta sam- býli ekkert til, nema við höfum kannski sofnað seinna fyrir það. Þann 8. vorum við um kyrrt í Reykjavík og létum fótinn fæða okkur, eins og máltækið segir. Við pabbi og Ari vorum oftast saman. Við heimsóttum frænda minn, Lárus Pálsson, hómópata, og Ólaf Davíðsson og konu hans, Stefaníu Þorvarðardóttur frá Fagurhólsmýri. Tók hún mjög alúðlega móti okkur, einkum Ara, sem var henni langkunn- ugastur, þar sem hún hafði lengi verið nágranni hans. Og svo heimsóttum við Magnús snikkara og Vigdísi, foreldra séra Ólafs í Arnarbæli. Þetta fólk kallaði á okkur heim til sín. En lengi máttum við ekki tefja í hverjum stað. Stúlka býður vindil. Ari fékk hverjum okkar nokkr- ar krónur, svo að við gætum keypt eitthvað, ef við vildum. Við fórum inn í búð Björns Kristjánssonar og tókum þar svolítið smávegis. Þar afgreiddi okkur ljómandi falleg stúlka, sem rétti okkur sinn vindilinn hverjum. Ari afþakkaði, en ég tók við, víst af því, að stúlkan Heima er bezx var svo falleg og stimamjúk. Hún kveikti á eldspýtu og kveikti í vindlinum. En ég hætti fljótt að reykja og brá vindlin- um í vasann; enda er þetta eina tóbaksnautnin um ævina. Um kvöldið kom til okkar Ari Þórðarson, sem alinn var upp í Sandfelli og var á líkum aldri og ég og bezti kunningi minn. Hann bjó í litlu herbergi langt í burtu. Hann bað mig að vera hjá sér um nóttina, og fór ég með honum, en ekki mun okkur hafa orðið svefnsamt, því að við þurftum margs að minnast og um margt að rabba. Ákveðið var að leggja á stað daginn eftir, og fór ég á fætur strax þegar birti, til þess að gefa hestunum, sem ég sá um. Sá ég þá bara tvo menn á götum Reykjavíkur. Ég fór þangað sem hestarnir voru, en portið var lokað. Þótti mér illt að bíða þar úti, því fremur sem komin var blotarigning, svo að ég klifraði yfir múrinn, þótt hann væri nokkuð hár, og gaf hestunum. Beið ég þarna nokk- uð lengi í góðu skjóli, þar til ég bjóst við, að menn færu að koma á fætur, þá fór ég sömu leið og ég kom, og var portið opnað skömmu seinna. Baðtóbak handa Eyfellingum. Það dróst þó lengi fram eftir deginum, 9. febrúar, að við kæmumst á stað. Það var taf- samt að hafa saman hestana, og svo var nokkuð mikið af bað- tóbaki, sem við fluttum fyrir Eyfellinga. Vorum við með dug- legan, rauðblesóttan hest frá þeim undir það, en skiptum því þó á fleiri hesta, svo að hægt væri að fara hart með það. Líka fluttum við dálítið af baðtóbaki austur í Garðsauka. Þetta varð að binda og tafði fyrir. Veðrið var leiðinlegt allan daginn og gerði versta blotabyl, þegar upp úr bænum kom. Það var komið kvöld, þegar við kom- um að Lækjarbotnum, og feng- um við gistingu þar. Hestarnir komust allir í eitt stórt hús, gamalt að sjá, en farangrinum stöfluðum við úti, náttúrlega rennblautum. Um nóttina gerði norðan hvassveður með miklu frosti, svo að allt var stálgadd- að, sem úti var, og urðum við að nota járnkall til að losa farang- urinn sundur, og var vont verk að koma honum á hestana. Okkur leið vel þarna, var þar víst gott og greiðvikið fólk. Ég var með tvö glös í vasanum, sem átti að nota í hallamál, og gleymdi þeim þar sem við sváf- um, en þau voru send til Ara í pósti skömmu seinna, og þótti mér það mikil skilsemi. Gleymdist að skrifa núllið. Þann 10. febrúar fórum við að Arnarbæli í heldur góðu veðri, en miklu frosti. Brautin, sem við fórum yfir heiðina á suður- leið, var alveg horfin, og lítið sást á vörðurnar fram með veg- inum. En þar sem fyrst hafði gert blota og síðan frysti, varð hjarn yfir heiðina eða svo hörð skel á snjónum, að hún hélt hestunum að mestu leyti. Ann- ars held ég við hefðum ekki komizt, því heita mátti kaf- hlaup, ef hestur fór niður úr skelinni, og þótti okkur mikil heppni að komast þetta í svona góðu færi. Við komum ekki að Kolviðarhóli, en einhver skrapp þangað með 3 pund af kaffi, sem við vorum beðnir að taka. Það átti reyndar að vera 30 pund, en gleymzt hafði að skrifa núllið á miðann, sem við fórum með. Svo hélt fólkið, að við hefðum afhent skakkt, og elti okkur maður langa leið til að fá þetta leiðrétt; en hann hafði hlaup en engin kaup, enda lét hann það víst ekki í ljós, að hann tortryggði okkur um þetta. Þann 11. vorum við um kyrrt í Arnarbæli í góðu yfirlæti. Ölf- usá var komin undir góðan ís, og fóru allir ferðafélagarnir nema við Gisli að finna gamla sýslumanninn okkar, Sigurð Ólafsson í Kaldaðarnesi, og fór séra Ólafur með þeim. í Arn- arbæþ vorum við næstum eins og heima hjá okkur; ég var líka búinn að vera tvö ár hjá þeim hjónum í Sandfelli. Gísli varð þarna eftir, mig minnir hann væri þar í ár eða meira. 12. febrúar fórum við að Æg- issíðu. Við fórum um í Kaldaðar- nesi, og Ólafur, sonur Sigurðar, fylgdi okkur langa leið beint af augum yfir vegleysur, en þó greiðfæra leið. Hann skildi ekki við okkur fyrr en við komum á

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.