Heima er bezt - 01.11.1956, Side 5

Heima er bezt - 01.11.1956, Side 5
Nr. 11-12 Heima 345 -------------------------er bezt-------------------------------------- Til eru menn, sem hata hópinn og hæða dulin rök. Því hafa dúfur tekið tryggð við turna og húsaþök. Þangað ná ekki kattarklærnar þó kuldinn sé öllum vís, unz eldar af degi og rís úr rekkju vor rjóða morgundís. Til þess gerðumst við gestir jarðar að glæða frið og líkn. Þó hirt séu korn í húsagarði er hópurinn allur sýkn. Hann hefur búið á Betlehems völlum og birzt við Jórdansfljót, og fylgir þeim anda, sem fegrar heiminn með fórnum og siðabót. í gluggakistunni gátum við setið og gægðumst þaðan inn. Frá hjarta þínu fór yljandi elska um allan hópinn þinn. Er kvaddir þú, sem korninu stráðir í kyrrðinni sumarglæst, þá var eins og engill hefði hurðum að himnaríki læst. Nú hímum við svangar að húsabaki, að hálfu grafnar í snjó. Á gluggann þinn slær lýsandi leiftrum frá ljósi, sem hvarf og dó. Ef værir þú aftur horfin heim, þá hlytum við líkn og skjól. En það eru fleiri en við, sem verða án vina næstu jól. Við eigum margar sviknar systur, er settar voru í búr og hafðar þar til að skemmta skríl — og skotnar upp við múr. En aðrar eru á friðlausum flótta um fjúkandi eyðisand og flestar þeirra sjá aldrei aftur sitt elskaða föðurland. Við kysum allar að bera þér bréfið og blessa þig enn á ný. Verk þín minna á meistarann sjálfan og munkinn frá Assisí. Þú kemur í vor og veitir þeim gjafir, sem veturinn lifa af. En þeir eiga líka dýrlega drauma, sem deyja við nyrzta haf. (Endurprentun bönnuð).

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.