Heima er bezt - 01.11.1956, Blaðsíða 10
350 Heima Nr. 11-12
--------------------------------er bezt----------------------------
sagði einn af dönsku verkfræðingunum: „Þessi hcim-
sókn að Bessastöðum var dásamleg og verður ökkur
öllum ógleymanleg, ekki aðeins hvað forsetahjónin voru
virðuleg, heldur voru þau svo hispurslaus og alúðleg,
að það var eins og hverjum einstökum úr hópnum
fyndist hann vera heiðursgestur á forsetaheimilinu.“ Og
svona var það heimilið: „Hver einasti hlutur fallegur,
smekklegur og vel fyrir komið, og svo yndislega laust
við allt prjál og tildur.“ Já, glöggt er gests augað. Skyldi
frú Dóra Þórhallsdóttir ekki eiga eitthvað af þessu
lofi?
Þessari grein er nú að verða lokið. Ég hef reynt að
draga upp mynd af frú Dóru Þórhallsdóttur, þeirri
konu, sem var svo hamingjusöm að fæðast af ágætum
foreldrum, alast upp á menningar- og myndarheimili,
neyðast mjög ung, fyrir rás viðburðanna, til að taka
að sér hússtjórn og mannaforráð, verða fyrr eða seinna
kjörin í stjórn allra þeirra félagssamtaka, sem hún gerð-
ist félagi í. Giftist ágætis manni, komst í hverja virð-
ingarstöðuna annari meiri, þangað til hún er nú orðin
forsetafrú Islands og húsfreyja að Bessastöðum og skip-
ar þann sess með mesta sóma.
Þegar ég nú hugsa um frú Dóru Þórhallsdóttur og
óska henni langra og gæfuríkra lífdaga, er sem hljómi
fyrir eyrum mér mild rödd frtt Kristjönu Hafstein:
„Guðsótti, samvizkusemi, tillitssemi við aðra, ásamt
dugnaði, er gott veganesti ungri stúlku.“
LÁRA ÁRNADÓTTIR
DÓRA ÞÓRHALLSDÓTTIR forsetafrú
Pað vill löngum verða svq, að konur forystumanna
sitja í nokkrum skugga af mönnum sínum, er
um þá er rætt á opinberum vettvangi. í grein
þeirri, er síðasta blað „Heima er bezt“ flutti um
forseta Islands, var forsetafrúarinnar minna getið en
skyldi, en úr því verður lítils háttar bætt hér.
Það var ekkert launungarmál, þegar undirbúningur-
inn undir forsetakjör Asgeirs Asgeirssonar fór fram,
að kona hans, frú Dóra Þórhallsdóttir, átti ekki síður
en hann tök á hugum hinna mörgu fylgismanna. Og
þau orð heyrðust, að engin kona á íslandi væri jafnvel
kjörin til að gerast húsfreyja á Bessastöðum.
Frú Dóra Þórhallsdóttir er dóttir Þórhalls Bjarnar-
sonar biskups og konu hans Valgerðar Jónsdóttur. En
Þórhallur Bjarnarson mun hafa verið ástsælastur ís-
lenzkra biskupa af samtíð sinni. Fór þar saman glæsi-
legur persónuleiki, myndugur höfðingi, sannkristinn
kirkjunnar þjónn og mannvinur, svo að af bar.
Frú Dóra ólst upp með foreldrum sínum í Laufási;
lýsir hún þeim og heimilinu í mjög vel skrifaðri óg
fallegri grein, sem nefnist „Faðir minnu, og birtist í
Kirkjuritinu á aldarafmæli biskups s. 1. ár. Þar segir
svo: „Heimilið var alltaf mannmargt. Útihús voru
byggð, fjós og hlaða, móar og mýrar ræktaðar, alls
um 45 dagsláttur. Börn vinafólks foreldra okkar dvöldu
hjá okkur langdvölum á námsárunum. Góður sveita-
bragur var á heimilinu, setið við tóvinnu á kvöldum
og lesið á kvöldvökum bæði lestrar og sögur. A hverj-
um morgni fór pabbi í „fjósagallann“, sem við köll-
uðum, leit eftir bústörfum, talaði við skepnurnar eins
og þær skildu hann, en þær urðu mannelskar og vitrar
af þessu viðmóti.“
Myndin af Þórhalli biskupi er einkar hugljúf. Vér
sjáum þar dýravininn, sem „gekk út á tún og kallaði
,Strákur‘; þá komu reiðhestarnir hlaupandi til að
sækja brauðbitann sinn“. Þar sjáum við fræðarann, sem
tókst á hendur kennslu í barnaskólanum sér til gam-
ans, endurgjaldslaust og „notaði enga kennslubók, en
sagði okkur söguna af mönnum og atburðum og hélt
uppi lifandi viðræðum, en um það var honum létt, ekki
síður við börn en fullorðna. Það má vissulega um hann
segja, að hann var fræðari af Guðs náð“. Og síðast, en
ekki sízt, kirkjuhöfðingjann, sem sagði í vígsluræðu
sinni: „Sameiningarmerkið er ekki kenningarkerfi lið-
inna tíma. Sameiningarmerkið er sjálft persóna Jesú
Krists', og áminnti um þetta tvennt: „trúfestuna og
umburðarlyndið.“
Ekki minnist frú Dóra Þórhallsdóttir síður móður
sinnar, hinnar glæsilegu konu, sem þjáðist árum saman
af banvænum sjúkdómi, en „kvartaði aldrei og var
glöð, kát og stjórnsöm“. „Hún sótti styrk í bænina“,
og skrifaði meðal annars þessi orð í banalegu sinni:
„Maður þarf að hafa fullt traust á sjálfum sér og
Guði.“
Engan skyldi undra, þótt kjarnviðir spryttu úr slík-
um jarðvegi.
Þegar biskupsfrúin andaðist, var frú Dóra enn á ung-
um aldri. Tók hún þá við forstöðu heimilis föður
síns, svo að hún hlaut ung reynslu í því að veita for-
stöðu mannmörgu heimili, þar sem mikið var um gesta-
komur.
Enginn vafi er á því, að í heimahúsum, hinu stóra
menningarheimili í Laufási, hlaut hún hinn bezta undir-
búning undir það, sem síðar átti að koma, að verða
húsfreyja á Bessastöðum, en vel má minnast þess, að
víða var rómað heimili hennar og Ásgeirs Ásgeirssonar