Heima er bezt - 01.11.1956, Page 12

Heima er bezt - 01.11.1956, Page 12
FORSETI ÍSLANDS talar til Jpjóharinnar Naumast mun nokkur íslendingur þurfa að flytja jafnmargar tækifærisræður og forseti íslands. Ótalmörg eru þau tækifæri, þar sem hann þarf að koma fram fyrir hönd þjóðarinnar og flytja ræðu í því tilefni. Má því segja, að það sé verulegur þáttur í starfi hans. Ræður Asgeirs Asgeirssonar forseta eru merkilegar, og er það þó trúa mín, að þær muni þykja enn merkilegri, er fram líða stundir, og sumar þeirra verða taldar meðal sígildra bókmennta Islendinga. Að sjálfsögðu tekur hann ekki þátt í deilumálum dagsins í ræðum sínum eða tekur afstöðu til stjórnarmyndana, utanríkismála eða annars, sem hæst er á baugi hverju sinni. En ræður hans hafa samt alltaf boðskap að flytja. Þær gefa yfirsýn yfir málin, og þær eru ávöxtur mikillar lífsreynslu, víð- tækrar þekkingar og mannúðlegs anda. Þessvegna flytja þær sáttarorð, gefa oss efni til umhugsunar og mættu til þess verða, að skapa þjóðinni allri víðari sjónhring. Hér fara á eftir tilvitnanir í nokkrar af ræðum Ásgeirs Ásgeirssonar. Stuttir kaflar úr ræðum gefa þó aldrei nema mjög takmarkaða hugmynd um þær, og lítið úrval úr miklu efni vandgert. Leitazt hefur verið við að velja ræðukafla þessa þannig, að þeir gæfu nokkra mynd af viðhorfi og lífsskoðun Ásgeirs Ásgeirssonar. Til nánara yfirlits eru ræðukaflar þessir flokkaðir eftir efni: 1. STJÓRNSKIPULAG OG ÞJÓÐFÉLAGIÐ. LEIKREGLUR LÝÐRÆÐISINS. Starfssvið forsetans. Úr ávarpi 1. ágúst 1952. Sá, sem er fyrstur í starfi, á ríkan þátt í að móta þær venjur, sem skapast um beitingu valdsins. Stjórnarskrá íslands fær forseta mikið vald í orði kveðnu, en tak- markar það við vilja Alþingis og ríkisstjórnar. Um lög- gjöf og stjórnarathafnir þarf undirskrift ráðherra, sem bera hina pólitísku ábyrgð. Forsetinn skipar ráð- herra og veitir þeim lausn, en er um það bundinn vilja meiri hluta Alþingis — ef sá vilji er til, svo sem vera ber. Þegar þjóðin hefir kosið til Alþingis, þá ætlast hún til, að þingmenn hafi Iag og vilja á að skapa starf- andi meiri hluta. Það er hættulegt fyrir álit og virðingu Alþingis, þegar það mistekst, og ætti helzt aldrei að koma fyrir. Það er þjóðarnauðsyn, að áhrif forsetans til samstarfs og sátta sé sem ríkust, og þá sérstaklega þegar stjórnarmyndun stendur fyrir dyrum.... En hver sá forseti, sem vinnur að sundrung og lætur sig engu skipta vilja Alþingis, hann hefur rofið eið sinn og verðskuldar þá meðferð, sem stjórnarskráin heim- ilar. Lýðræði og kosningar. Úr ávarpi 1. ágúst 1952. Trúin á þjóðina, traust á almenningi, er grundvöllur stjórnarskipulags vors, trú og traust á fólkið, sem áður safnaðist í Almannagjá, en nú í kosningum um land allt, að undangengnum frjálsum umræðum. Þetta er eina stjórnskipulagið, sem leysir þjóðirnar undan oki ofbeldisins. Kosningar eru aldrei hættulegar í lýðfrjálsu landi, það væri áfellisdómur um lýðræðið sjálft. Þær eiga að líkjast sverðinu Sköfnungi, sem græddi hvert sár, sem veitt var með því. Baráttan er óhjákvæmileg og átök nauðsynleg. Það eru leikreglurnar, sem ein- kenna lýðræðið, og friðsamleg úrslit. Lýðræðið er jafn- an í hættu, og ein hættan er nútíma áróðurstækni, sem mótuð er í einræðisanda. Frjálsar umræður, vakandi áhugi almennings og þjóðarþroski er sterkasta vörnin. Þá láta staðreyndirnar ekki að sér hæða, — og sann- leikurinn mun gera yður frjálsa. Kosningabarátta. Úr áramótaræðu 1954. Almenningur í landinu mundi áreiðanlega fagna því, að kosningabaráttan sjálf standi ekki allt kjörtíma- bilið. En stundum hefur stappað nærri, að svo sé á voru landi. Það er jafnvel ekki gróði að því fyrir flokk- ana sjálfa að brenna upp allt sitt eldsneyti í ótíma. .... Það, sem háir oss Islendingum, er návígið og stóryrðin, en múgsefjan einræðisaflanna hefur hér ekki jarðveg. Allt líf er samstarf — og barátta. Það er engin leið að ljúka lífsbaráttunni í einu átaki. 1 stjórnmálunum þarf hvorttveggja, aflið og mýktin. Það er eins og í íslenzkri glímu. Það er ein sú mesta íþrótt hverrar þjóðar að stjórna sjálfri sér. En eins og í glímunni vill það oft verða, að einn hafi aflið, en annar mýktina í ríkara mæli. Hvorugs má þó án vera, og þannig getur einn bætt annan upp í mannlegu félagi, en leikreglun- 352 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.