Heima er bezt - 01.11.1956, Qupperneq 16

Heima er bezt - 01.11.1956, Qupperneq 16
356 Heima Nr. 11-12 --------------------------------er hezt--------------------------- Skógurinn hefur um aldir skýlt Finnum, hafið oss. En hvað framtíðin ber í skauti, veit enginn, því að nú þýtur hættan um loftin með hraða hljóðsins. Finnar hafa um margar aldir staðið vörð um nor- ræna menningu. Með innilegri aðdáun höfum vér Is- lendingar fylgzt með því, hvernig þessi þjóð stóð vörð um föðurland sitt með vopn í hendi. í veizlu Noregskonungs 1955. Vér eigum sameiginlegan arf, sem vér byggjum á. Vér Islendingar oetum allir rakið ættir vorar til norskra manna. Engu að síður urðu mörkin milli norsks og íslenzks þjóðernis snemma skýr. Saga Noregs og ís- lands hefur runnið samhliða um margar aldir, bæði bjartar og myrkar. Á síðari tímum hafa Norðmenn gefið oss íslendingum mikil menningarverðmæti, þar á meðal bókmenntir á heimsmælikvarða. í Bergen 1955. - Norðurlandaþjóðirnar eru á vorum tímum ein skýr- asta sönnun fyrir tilverurétti smáþjóða, bæði sakir menn- ingar, frjálshyggju og langlífis. Stórveldi hafa risið og fallið, en á Norðurlöndum eru þjóðir, sem hafa staðizt í þúsund ár. .... Vér höfum þúsund ára sögu og stjórnmála- reynslu að byggja á, og virðing fyrir lögum, rétti og frelsi. Þér hafið þingbundið konungsdæmi, vér lög- bundið frelsi. Ég sakna þess mest, að þjóðir með slíku innræti skuli ekki vera mannsterkari, til að móta heims- pólitíkina. Ennþá er það svo, að rétturinn þarf að hafa máttinn að bakhjarli. En í hópi hinna norrænu þjóða er eining og friður, og ófriðarhættunni útrýmt fyrir fullt og allt. Að lokinni hinni fyrri ferð sinni til Norðurlanda fórust forseta svo orð meðal annars í áramótaræðu sinni 1955: Áramótaræða 1955. Á síðastliðnu ári höfum við einnig haft tækifæri til að ferðast meir og víðar en áður, og vil ég þá fyrst minnast á Norðurlandaförina. .... Aldrei hefur meira verið ritað í blöð um hið nýja ísland og hið forna, atvinnulíf, bókmenntir og þjóðmenning, flest af nákvæmri þekking, og allt af mik- illi velvild. Almenningur tók þátt í þessum fagnaðar- fundi, og börnin teiknuðu íslenzka fána og veifuðu þeim, glöð og brosandi. Það féll í hlut okkar hjónanna að vera fulltrúar íslands. En vissulega giltu móttök- urnar ekki okkur persónulega. Þær voru ávarp og kveðja til hinnar íslenzku þjóðar og árnaðaróskir til hins unga lýðveldis. Þjóðirnar eru einstaklingar, hver gagnvart annarri, og grasið má ekki gróa í götunni. Ungt og fámennt lýðveldi á að gera sér far um að knýta fastar vináttuböndin í allar áttir. 5. ÍSLAND OG SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR. Það má fara nærri um, að maður með lífsviðhorfi Ásgeirs Ásgeirssonar, fagni hverri þeirri viðleitni, sem unnin er til eflingar friði í heiminum og samvinnu meðal þjóðanna. Hann hefur frá'því fyrsta fylgt starfi Sameinuðu þjóðanna af áhuga og átt sæti á þingi þeirra af hálfu íslendinga. Hann ræðir nokkuð sambúð íslend- inga við aðrar þjóðir í innsetningarræðu sinni 1. ágúst s. 1. og leggur þar áherzlu á þá yfirlýsingu ríkisstjórn- arinnar, að höfð sé vinsamleg sambúð við allar þjóðir, og íslendingar eigi samstöðu um öryggismál við ná- grannaþjóðir sínar, m. a. með þátttöku í Atlantshafs- bandalaginu. Eftirfarandi kaflar eru úr ræðum fluttum á degí Sameinuðu þjóðanna 1954 og 1955. Menningin er ekki ein, heldur margvísleg. En þó setj- um vér og aðrar skyldar þjóðir traust vort á, að hóf- samur meirihluti fái að ráða innanlands, án þess gripið sé til vopna, og bróðurleg sambúð ríki þjóða á milli, svo að hver þjóð fái að þroskast samkvæmt sínum sér- kennum, hugsunarhætti og lífsvenjum, glíma við gátu lífsins og heyja þess baráttu. Það gengur á ýmsu í um- heiminum, en þó að einstakir foringjar rísi upp, eins og nýleg dæmi eru frá síðustu heimsstyrjöld, sem tækist að gera usla líkt og háhyrningar í síldartorfu, og geri mönnum kost á að velja um fangelsisfrið eða frið graf- arinnar, þá freistar slíkt ekki frjálsra manna. Frjálsir menn og frjálsar þjóðir er sá grundvöllur, sem Sameinuðu þjóðirnar byggja á vonirnar um alls- herjar bræðralag. Starf þeirra er mikið um það að út- rýma fáfræði og fátækt, og þær hafa vakandi auga á öllu, sem gerist í alþjóðamálum. Oss er skylt að þakka þann árangur, sem næst, og óska þeim heilla. Bráðlæti hjálpar ekki. En án þessa vettvangs fyrir alþjóðamál má heimurinn ekki vera. í því er mikið aðhald, að þurfa að flytja mál sitt í heimsins heyranda hljóði. Og á því byggist lýðræði og þingræði, að frjálsar umræður, þar sem aðilar standa öndverðir hver gagnvart öðrum, leiði til friðsamlegra og réttlátra úrslita. En málaflutning má reka með tvennum hætti. Það má beina máli sínu til skynsemi og góðvildar, en einnig til fordóma og fjandskapar. Fer árangur mest eftir innræti þeirra, sem á hlýða og um dæma. En hvað sem öðru líður, er ekki um að villast, að þeir, sem flytja mál sinna þjóða á Allsherjarþing- inu, trúa á almennan friðarvilja. Enda er það horn- steinninn, sem vonirnar byggjast á, hin sterka friðarþrá einstaklingsins og hins hrjáða mannkyns. Framhald á bls. 394.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.