Heima er bezt - 01.11.1956, Qupperneq 22

Heima er bezt - 01.11.1956, Qupperneq 22
362 Heima Nr. 11—12 --------------------------------er bezt---------------------------- Sagnaþættir Fjallkonunnar, gefnir út af Menningar- sjóði 1953, geta hennar og telja hana eftir Sigurð Breið- fjörð. í æfisögu Sigurðar Breiðfjörðs, eftir Gísla Konráðs- son, er hún einnig sögð eftir Sigurð Breiðfjörð. Og tildrög hennar þau, að Sigurður hafi beðið bróð- ur sinn, Stefán að nafni, að lána sér peninga, en Stefán synjað. Og hafi hann þó verið efnaður. Og þá hafi Breiðfjörð kveðið: Það er dauði og djöfuls nauð, er dyggða snauðir fantar safna auð með augun rauð, þá aðra brauðið vantar. Einnig fylgdi þeirri frásögn, að Stefán hafði svarað strax með vísu þessari: Þó Breiðfjörð mikið berist á og biðji kvenna í hrönnum, undir mígur seggur sá samt hjá tignar mönnum. Þegar ég var drengur, man ég eftir því, að þessa vísu kváðu margir: Mesta gull í myrkri og ám, mjúkt á lullar grundum. Einatt sullast ég á Glám og hálf-fullur stundum. Ég held, að enginn á þeim árum hafi vitað um höf- und hennar, að minnsta kosti í Laxárdal, þar sem ég ólst upp. Finnur á Kjörseyri segir hana eftir Skarphéðin Ein- arsson, stjúpson séra Búa á Prestbakka í Ffrútafirði. En í Lesbók Morgunblaðsins 1941 er hún eignuð Guð- mundi Magnússyni í Stóru-Skógum, Stafholtstungum, og fleirum hefur hún verið eignuð: Satt um manninn segja ber: Sjálfs að efnum bjó hann. Engum gerði hann illt af sér eða gott. Svo dó hann. í sagnaþáttum úr Húnaþingi er þess getið, að Jón á Þingeyrum hafi farið með vísu þessa á veitingahúsi á Blönduósi, þar sem rnargir sátu við drykkju og voru að tala um bónda einn, sem þá var nýlátinn og hafði orðið helzt til fáum harmdauði., Lögðu þeir honum flestir illt til, en enginn bót. Ekki segist höf. vita, hvort vísan sé eftir Jón, og ýmsum öðrum sé hún eignuð nú í seinni tíð. í Blöndu, 4. h. 1928-31, kemur þessi sama vísa fyrir í ævisöguþætti Hallgríms Jónssonar (sem kallaður var læknir). Tildrög vísunnar eru sögð þar þessi: „Þá bjó í koti einu í Blönduhlíð karl nokkur ásamt konu sinni. Eru nöfn þeirra gleyrnd, en karl sá varð með aldrinum afar ómannblendinn og sótti ekki hreppa- skil eða aðra mannfundi. Lét hann kerlingu sína ann- ast allt þess konar, og dugði vel. Þegar karlinn dó, var Gísli Konráðsson beðinn að yrkja til minningar eftir hann, en Gísli afsakaði sig með því, að hann gæti ekkert um karlinn sagt, því að hann hefði hvorki gert gott eða illt af sér. Var þá leitað til Hallgríms um eftirmælagerð. Hafði Hallgrímur þá frétt orð Gísla og kastaði fram þegar þessari eftirmælastöku“: Satt urn nranninn segja ber: Sjálfs að efnum bjó hann. Engum gerði illt af sér eða gott. Svo dó hann. Hallgrímur læknir var fæddur í Borgargerði í Lauf- ássókn 24. febr. 1787. Foreldrar hans voru Jón Sig- urðsson, f. 1738, og kona hans Guðrún Eiríksdóttir, f. 1763. Vísan er eins í báðum stöðum, að öðru leyti en þvír að í Blöndu er persónufornafninu hans sleppt í þriðja. vísuendi. HALLGRÍMUR frá Ljárskógum: Haust Einhver þungi af efldum hrammi um mig lykur á haustsins tíð, — lífsvon slegin af gustsins gammi, greipum þjörmuð af bleytuhrið. Drepin gróska um grund og engi gráum fölva á landið slær, allt er minnir á slitna strengi, — straumhvörf lífsins, er var í gær. Hví er lífið svo lævi blandið, — lokadægur við sérhvert spor? Hví er höggið á blómsturbandið, — blómið dáið, er spratt í vor? Hringrás lífsins er Helju slungin, hlakkar sigðin við násins blæ, barnsins vorgjöf til bana stungin, — brúður dauðans á haustsins sæ. .... Krepjan næðir og nístir sárin, nepjan læðist að hjarta inn. Lífstrú sölnar því æskuárin eru fölnuð við haustsins kinn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.