Heima er bezt - 01.11.1956, Side 24

Heima er bezt - 01.11.1956, Side 24
364 Heivia ---er bezt Nr. 11-12: um stíl hjá bændum yfirleitt. Kjöt var því ekki oft á borðum eyjabúa, þó hinsvegar væru margir munnar að metta og kjötþörfin mikil, ekki sízt hjá smábændum: og þurrabúðarmönnum, sem oftast voru all margir- og áttu óhægt að afla sér þess innanhéraðs. Menn reyndu i því að notfæra sér fuglinn af fremsta megni, og kom hann að miklu leyti í stað annars kjötmetis. Það lætur þess vegna að líkum, að í Eyjum urðu snemma góðir fuglaveiðimenn og bjargmenn, ög hefur þeim, allt fram á þenna dag, verið viðbrugðið vegna. áræðis og leikni. segir Jón skáldi eða Torfabróðir í brag sínum um Vest- mannaeyjar til varnar eyjaskeggjum um allskonar ómennsku og ósiðlæti. Steinn Sigurðsson skólastjóri og skáld segir einnig: „Orka og táp við eyjar þessar ávalt finnur gæði nóg....“ og ennfremur segir hann: „.... heita menn til harðræðanna Helga líkt og mest á Þór. Sjómannsdirfð og sigamanna saman trútt um aldir fór....“ Bryggjan í Vestmannaeyjum 1920. „Þar eru margir fimir í fjöllum, fírugir að störfum öllum vistaföng að vinna sér....“ Margir fleiri kveða þessu líkt, og er auðsætt þar af,. að í Eyjum voru og eru engir veiðiglópar að verki. Svartfuglinn var veiddur á flekum, en sú veiðiaðferð var bönnuð nokkru fyrir aldamótin. Þótti hún að von- um mjög ómannúðleg. Má furðulegt heita, að jafn við- urstyggileg veiðiaðferð skuli enn við lýði og leyfð sumstaðar á landi hér. Þá var og svartfuglasnaran mikið notuð í Eyjum frá ómunatíð, en upp úr síðustu aldamótum var hún einnig bönnuð, þar eð hún þótti ganga um of á stofn- inn — egglægjuna. Það var heldur ekkert smáræði, sem snarað var, eftir að aðstæður til bjargsiga breyttust til batnaðar við útrýmingu ólarvaðanna. A Bjarnabæli í Bjarnarey t. d. 1800 svartfuglar, er fyrst var kornið þar, og í Bládrangnum, sem hrundi í jarðskjálftunum 1896, voru snaraðir 2100 svartfuglar við fyrstu snörun á einum degi o. s. frv. Nytjafugla-bjargsig í Eyjum eru æði stórkostleg og hættuleg, ekki hvað sízt hin ægilegu loftsig. Þarf traust- ar taugar hins mannlega líkama að horfa á kaldhæðnis- legar aðfarir sigamanna í þeim hildarleik, hvað þá held- ur til að taka þátt í honum. Eggjatökumenn með egg í banni. „Hörð eru sig í Háubælum og hættuleg. Hábrandinn og hræðist eg, en Hellisey er ógurleg.“ Þjóðbátíð i Herjólfsdal.

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.