Heima er bezt - 01.11.1956, Qupperneq 24

Heima er bezt - 01.11.1956, Qupperneq 24
364 Heivia ---er bezt Nr. 11-12: um stíl hjá bændum yfirleitt. Kjöt var því ekki oft á borðum eyjabúa, þó hinsvegar væru margir munnar að metta og kjötþörfin mikil, ekki sízt hjá smábændum: og þurrabúðarmönnum, sem oftast voru all margir- og áttu óhægt að afla sér þess innanhéraðs. Menn reyndu i því að notfæra sér fuglinn af fremsta megni, og kom hann að miklu leyti í stað annars kjötmetis. Það lætur þess vegna að líkum, að í Eyjum urðu snemma góðir fuglaveiðimenn og bjargmenn, ög hefur þeim, allt fram á þenna dag, verið viðbrugðið vegna. áræðis og leikni. segir Jón skáldi eða Torfabróðir í brag sínum um Vest- mannaeyjar til varnar eyjaskeggjum um allskonar ómennsku og ósiðlæti. Steinn Sigurðsson skólastjóri og skáld segir einnig: „Orka og táp við eyjar þessar ávalt finnur gæði nóg....“ og ennfremur segir hann: „.... heita menn til harðræðanna Helga líkt og mest á Þór. Sjómannsdirfð og sigamanna saman trútt um aldir fór....“ Bryggjan í Vestmannaeyjum 1920. „Þar eru margir fimir í fjöllum, fírugir að störfum öllum vistaföng að vinna sér....“ Margir fleiri kveða þessu líkt, og er auðsætt þar af,. að í Eyjum voru og eru engir veiðiglópar að verki. Svartfuglinn var veiddur á flekum, en sú veiðiaðferð var bönnuð nokkru fyrir aldamótin. Þótti hún að von- um mjög ómannúðleg. Má furðulegt heita, að jafn við- urstyggileg veiðiaðferð skuli enn við lýði og leyfð sumstaðar á landi hér. Þá var og svartfuglasnaran mikið notuð í Eyjum frá ómunatíð, en upp úr síðustu aldamótum var hún einnig bönnuð, þar eð hún þótti ganga um of á stofn- inn — egglægjuna. Það var heldur ekkert smáræði, sem snarað var, eftir að aðstæður til bjargsiga breyttust til batnaðar við útrýmingu ólarvaðanna. A Bjarnabæli í Bjarnarey t. d. 1800 svartfuglar, er fyrst var kornið þar, og í Bládrangnum, sem hrundi í jarðskjálftunum 1896, voru snaraðir 2100 svartfuglar við fyrstu snörun á einum degi o. s. frv. Nytjafugla-bjargsig í Eyjum eru æði stórkostleg og hættuleg, ekki hvað sízt hin ægilegu loftsig. Þarf traust- ar taugar hins mannlega líkama að horfa á kaldhæðnis- legar aðfarir sigamanna í þeim hildarleik, hvað þá held- ur til að taka þátt í honum. Eggjatökumenn með egg í banni. „Hörð eru sig í Háubælum og hættuleg. Hábrandinn og hræðist eg, en Hellisey er ógurleg.“ Þjóðbátíð i Herjólfsdal.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.