Heima er bezt - 01.11.1956, Qupperneq 26

Heima er bezt - 01.11.1956, Qupperneq 26
36ö Heima ---er bezt Nr. 11-12 ist furðu fljótt. Urðu brátt hinir mestu veiðisnillingar samankomnir í Eyjum, og er svo enn þann dag í dag. Að sumum hafi gengið fremur erfiðlega með háfinn, bendir vísa Olafs skálds Magnússonar til, er hann sagði: „Veiðin mín er voða smá, víst er það ei gaman. Til helvítis eg henda má háf með öllu saman.“ Önnur vísa Ólafs bendir og til hins sama. Var hann þá sendur til að athuga, hvort fuglinn flvgi mikið fyrir veiðistaðina, þ. e., „hvort fuglinn væri viðu, eins og það heitir á veiðimannamáli, og hvort veiðiátt væri hag- stæð. Kom hann þá aftur í viðlegutjaldið og sagði við veiðifélaga sinn, sem var þá Lárus Jónsson, hreppstjóri á Búastöðum: „Hér að skreppa hlýt ég inn, hörð að kreppir pína. Farðu, hreppaforinginn, fljótt í leppa þína.“ En þann dag í dag eru veiðarnar stundaðar af kappi. Eru í öllum stærstu úteyjunum 3 til 6 menn í 5 vikur samfleytt og þessutan 35 til 40 menn á sjálfri Heimaey að veiðum. Aðeins er nú veiddur lundi og svartfugl, þar eð fýll er bannfærður vegna svonefndrar fýlaveiki (páfagaukaveiki), en aðrir fuglar lítt nytjaðir. Lunda og svartfugl má nú aðeins veiða í háf, en öll önnur veiðitæki bönnuð, svo sem skot, snara, greflar og net. Þó eru fýll og súla drepin með svonefndum „keppum“, sé um veiði þeirra fugla að ræða. Lundaveiðiháfurinn er nú til dags mjög meðfærilegt og lipurt veiðitæki. Hann er rúmlega 6 álna langt, grannt og fram-mjókkandi skaft úr góðum við, t. d. furu, með viðfestum tveim rúml. 2ja álna löngum, grönnum spækjum úr völdum seigviði, t. d. hvítböju, aslc eða hickory, en milli spækjanna er fyrirkomið neti í 2ja tommu riðli. Til þess að vera góður veiðimaður þarf glöggt auga, eldsnöggar hugsanir og hreyfingar, vera fljótur að sjá, hvort fuglinn flýgur svo nálægt, að háfurinn nái til hans, hvar sem sú rétta fjarlægð verður út frá mann- inum, beint uppi yfir honum, upp með brekkunni, fyrir framan manninn eða aftan, þ. e. a. s. vera fljótur að sjá, hvort fuglinn „er á skotiu, eins og það heitir á veiðimannamáli. Slá svo háfnum upp á nákvæmlega réttum tíma. Þá er og vandi að „ruglast ekki í ríminu“, þegar margir fuglar koma fyrir veiðistaðinn, sem er ve'njan, þegar um góðan veiðistað og átt er að ræða, þar eð Iundinn flýgur í mjög þéttum og stórum hóp- um. Eru þá margir á.skoti samtímis og öllum megin við veiðimanninn. En þessi list kemur með vananum. Þegar hugsun og hreyfingar veiðimannsins starfa saman með leifturhraða og augað hefur vanizt hinu hraða flugi Eggjatctka í „Bjarnarey“ í. Eyjwn. Bjargsig í Fiskhellanefi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.