Heima er bezt - 01.11.1956, Page 27

Heima er bezt - 01.11.1956, Page 27
Fýlaveiðimenn með keppi. Heima ---er bezt Nr. 11-12 Lundamenn með háf. lundans og hreyfingum, verður glöggskyggnin á fjar- lægðina til á broti úr sekúndu. Háfnum er slegið upp með leifturhraða, snöggt og ákveðið, en um leið og hann lendir á fuglinum, er dreginn sem allra mestur kraftur úr uppslættinum til að varast skemmdir á háfn- um. Fuglinn ánetjast strax, og ef hægt er, lætur maður nú háfskaftið renna sem örast gegnum léttlokaða lóf- ana allt fram að högld háfsins, þar sem spækjurnar eru viðfestar skaptið. Þá er fuglinn greiddur úr netinu með sérstökum handtökum, þannig að vinstri höndin grípur ofanfrá undir mjóbak hans — undir vængjunum — þar getur fuglinn sízt náð til að bíta mann, en bit hans eru mjög sár og sein að gróa, en með hægri hendi er hann greiddur úr netinu og síðan kippt úr hálsliðnum með sérstöku taki, þannig að hálsinn upp við hausinn er tekinn í greipina milli löngutangar og vísifingurs, örlítið snúið á svírann og tevgt á um leið. Hrekkur þá svírinn í sundur, og tekur aflífunin aðeins brot úr sekúndu, ef vel er gert og vanir veiðimenn eru að verki. Fuglaveiðar í úteyjum við Vestmannaeyjar eru mjög ónæðissamt verk og erfitt, sízt starf fyrir værukæra Bjargsig t Fiskhellanefi. Að lundaveiðum við brún.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.