Heima er bezt - 01.11.1956, Blaðsíða 28
368
Heima
---er bezt
Nr. 11-12
Kipping lunda.
svo maður hrasar og veltur í öðruhverju spori við að
stíga niður í holuopin, þúfnakollarnir róla og rugga,
þegar stigið er á þá, eða rifna upp. Loksins kemst
maður upp á brekkubrúnina, rennsveittur og örþreytt-
ur, engu fegnari en því að velta af sér kippunni, fleygja
sér í grasið og hvíla sig unr stund, áður en næsta burð-
arferð er farin eða menn fara heim í kofann, eftir að
hafa gengið frá fuglinum á geymslustaðnum. Síðan
er matur tilreiddur í skyndi, borðað vel og kaffi drukk-
ið, en þá farið aftur til veiða og setið til kl. 8 eða 9
um kvöldið. Þá er sú veiði kippuð, borin upp, fuglinn
leystur af snærinu og frá honum gengið til geymslu.
Eftir það er loks haldið heim í kofann til matar og
ýmissa aðkallandi starfa. Eitt er alveg víst, að það eru
oft örþreyttir menn, sem leggjast til hvíldar í úteyjar-
kofunum um kl. 11 og 12 á kvöldin.
Þrátt fyrir erfiðið er úteyjarlífið gott og heilnæmt
líf, hressandi og styrkjandi sálar og líkamlega, frjálst
og óþvingað veiðimannalíf, sem allir dásama ævilangt,
er reynt hafa. Það hefur alla tíð verið hámark hugsjóna
hins unga veiðifúsa manns. Það hefur einhver undur-
samleg áhrif á alla, heillandi, æsandi og þó svo róandi.
Hávaði hins daglega lífs fyrirfinnst ekki, aðeins vængja-
þytur og fuglakliður allskonar og þægilegur niður út-
hafsöldunnar, er hún hjalar við brimsorfið bergið.
Að lundaveiðuvt við bnin.
menn eða stirðbusa. Þar er ekki sofið út á morgnana,
en farið á fætur um 5—6 leytið. Þá er hitað kaffi, borð-
aður einhver kjarnfæðu-árbítur, en síðan klæðzt í veiði-
fötin og „keifað“ upp og niður snarbrattar brekkur,
niður að bjargbrúninni, og setzt þar að veiðurn í kaldri
morgungolunni.
Er svo veitt þarna fram á hádegið matar- og kaffi-
laust, stundum í regni og þunga vindi, svo menn eru
þá blautir inn að skinni og sárkaldir. Síðan er veiðin
kippuð í 80 til 100 fugla kippur, þ. e. fuglinn er
hnýttur í snæri, lO.til 15 stk. í hverju greiparknippi.
Að því loknu er kippan borin á bakinu, máske margar
ferðir, ef um góðveiði er að ræða, upp snarbrattar
brekkurnar, sem allar eru sundurgrafnar af lundanum,
Kipping lunda.